Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum - Tillaga frá Vegagerð að hönnun á bæjarbryggju

Málsnúmer 1502088

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18.02.2015

Lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar.

Hafnarstjórn leggur til að tillögurnar verði kynntar hagsmuaaðilum fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 05.03.2015

Lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Tillögur sem fram koma í skýrslunni hafa verið kynntar hagsmunaaðilum og var það almenn skoðun þeirra að tillaga 3 væri ákjósanlegust.

Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með framkomnar tillögur á endurnýjun bæjarbryggjunnar og leggur til að valin verði tillaga 3 og hönnun verði sett á fullt. Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Á 66. fundi hafnarstjórnar frá 3. mars 2015, var lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Tillögur sem fram koma í skýrslunni hafa verið kynntar hagsmunaaðilum og var það almenn skoðun þeirra að tillaga 3 væri ákjósanlegust.

Hafnarstjórn lýsti yfir ánægju með framkomnar tillögur á endurnýjun bæjarbryggjunnar og lagði til að valin yrði tillaga 3 og að hönnun verði sett á fullt.

Bæjarráð tekur undir samþykkt hafnarstjórnar um val á tillögu 3.