Flotbryggjur

Málsnúmer 1401114

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53. fundur - 30.01.2014

Lagðar fram upplýsingar um verð í flotbryggjur fyrir Fjallabyggð.

Um er að ræða tvær lengdir 20m og 25m en þær eru báðar 3m á breidd.

1. Kostnaður fyrir 25 m flotbryggju með kantlistum á báðum hliðum, 8.st ryðfríir 3 tonna pollar, með tveimur öryggisstigum, tveimur tenglastólpum, ásamt tengingum, festingum og keðjum er kominn á staðinn með festingum er kr. 10.770.000.- með vsk. Innifalið er landgangur.

2. Endurnýja þarf gömlu flotbryggjuna og tengingar. Áætlaður kostnaðu er um 4.194.496.- með vsk.

3. Kaupa þarf tvö hlið á flotbryggjur bæjarfélagsins að upphæð allt að kr. 1.200.000.-

 

Samþykkt samhljóða.

 

Hafnarstjórn samþykkir því kaup á 25 m flotbryggju og að gamla flotbryggjan verði endurbyggð. Öryggishliðum verði komið fyrir á flotbryggjum bæjarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 04.11.2014

Lagðar fram upplýsingar frá fyrirtækinu Króla frá 30. október um verð í flotbryggjur fyrir höfnina í Ólafsfirði.
Um er að ræða tvær einingar 20 m langar með sambærilegum búnaði og á Siglufirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá hafnarstjórn og verður málið rætt frekar í bæjarráði við uppsetningu á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2015.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Hafnarstjórn telur rétt og tímabært að endurnýja flotbryggjuna í Ólafsfirði.
Hafnarstjórn leggur til að keyptar verði tvær 20 m einingar með 16 st. festipollum á flotbryggjur, tenglastólpum og landgangi.
Öryggisstigar og botnfestur ásamt vinnu og flutningi fylgja kaupum þessum.
Áætlaður kostnaður er um 16.6 m.kr.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18.02.2015

Á 62. fundi hafnarstjórnar, 6.11.2014, var eftirfarandi samþykkt og staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar, 14.11.2014:
"Hafnarstjórn telur rétt og tímabært að endurnýja flotbryggjuna í Ólafsfirði.
Hafnarstjórn leggur til að keyptar verði tvær 20 m einingar með 16 st. festipollum á flotbryggjur, tenglastólpum og landgangi.
Öryggisstigar og botnfestur ásamt vinnu og flutningi fylgja kaupum þessum.
Áætlaður kostnaður er um 16.6 m.kr."

Lagt fram uppfært tilboð frá Króla í flotbryggju í Ólafsfirði.

Hafnarstjórn heldur sig við ofangreinda bókun að viðbættum innsteyptum grópum vegna festinga fyrir fingur. Viðbótar fingur ásamt tilheyrandi kostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs 2016.



Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27.04.2015

Yfirhafnarvörður óskar eftir að fá heimild til þess að nýta þrjár einingar af fráfarandi flotbryggju í Ólafsfirði. Ætlunin er að staðsetja þær við bryggjukantinn sem liggur þvert á vesturkant í smábátahöfn. Áætlaður kostnaður er 600.000,-.
Hafnarstjórn frestar málinu og felur deildarstjóra tæknideildar að fá tilboð í uppsetningu og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 01.06.2015

Lagt fram tilboð frá Króla ehf í uppsetningu á þremur einingum af fráfarandi flotbryggju í Ólafsfirði.
Einnig ósk Selvíkur um að nýta eina fráfarandi bryggju við Sigló Hótel samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Búið er að ráðstafa einni einingu við olíuafgreiðslu á Óskarsbryggju.

Hafnarstjórn setur þann fyrirvara að bryggjurnar verði nýttar ef ástandsskoðun, eftir að þær hafa verið teknar upp, leiðir í ljós að þær séu nothæfar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30.06.2015

Lögð fram yfirlýsing frá starfsmanni Hafbor ehf um ástand flotbryggja sem endurnýjaðar voru á Ólafsfirði. Kafað var undir bryggjurnar og er niðurstaðan að miðað við aldur og notkun eininganna eru þær í ágætis ástandi.

Þrjár einingar hafa verið settar niður í Ólafsfirði, ein eining fyrir olíuafgreiðslu við Óskarsbryggju, ein við Hótel Sigló og ein milli Ingvarsbryggju og fiskmarkaðar Siglufjarðar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15.02.2016

Komið hefur í ljós að festingar nýju flotbryggjunnar í Ólafsfirði við landfestu eru ekki nógu sterkar. Yfirhafnarvörður leggur til að sett verði nýtt ankeri svo álag á landfestur minnki. Einnig er óskað eftir heimild til þess að setja rafmagn í gömlu flotbryggjurnar.

Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að fá tilboð í báða verkþætti og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 07.03.2016

Lögð fram tilboð sem yfirhafnarverði var falið að fá vegna uppsetningu á hanafót á nýju flotbryggjuna í Ólafsfirði, rafmagni á gömlu flotbryggjurnar í Ólafsfirði og botnfestur við flotbryggjuna framan við Harbor House.

Yfirhafnarverði falið að vinna verkin á sem hagkvæmastan hátt og kostur er.