Beiðni um viðleguaðstöðu í Siglufirði og Ólafsfirði

Málsnúmer 1501061

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18.02.2015

Gústaf Daníelsson forsvarsmaður SigloSeaSafari hefur með samtali óskað eftir vilyrði um aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í báðum höfnum Fjallabyggðar.

Nefndi aðstöðu í Ólafsfirði þar sem Norðursigling var með aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbáta og aðstöðu í Siglufirði fyrir framan Síldarminjasafnið.

Yfirhafnarvörður bendir á ofangreinda viðlegustaði.

Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10.12.2015

Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að taka saman kostnað við að klæða, leggja rafmagn og vatn að bryggju við Síldarminjasafnið á Siglufirði.