Aflagjöld skipa og báta - fyrirspurn

Málsnúmer 1502083

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18.02.2015

Margrét Ósk Harðardóttir, nefndarmaður í hafnarstjórn lagði fram fyrirspurn í tölvupósti 3. febrúar 2015 um
aflagjöld skipa og báta með einkennisstafina ÓF og SI á árinu 2014, flokkað eftir neðangreindum stærðum:
0 - 6 brl.
6,1 - 15 brl.
15,1 - 100 brl.
100,1 - 500 brl.
500,1 brl. og stærri

Einnig hver hafi verið aflagjöld skipa og báta með aðra einkennisstafi en ÓF og SI.

Umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum úr Gafli, vigtarkerfi Fiskistofu var landað í höfnum Fjallabyggðar árið 2014 samtals 19.903 tonnum og skiptist milla hafna þannig 19.097 á Siglufirði og 806 á Ólafsfirði. Árið 2013 samtals 21.158 tonnum og skiptist milla hafna þannig 19.884 á Siglufirði og 1.274 á Ólafsfirði.

Tekjur hafnarsjóðs af aflagjöldum fyrir árið 2014 voru tæplega 79 milljónir sem er um 70% af tekjum hafnarsjóðs.