Hafnarstjórn Fjallabyggðar

151. fundur 28. maí 2025 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varaformaður
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Í upphafi fundar lagði formaður fram tillögu um að taka inn erindi frá HELIAir Iceland með afbrigðum á dagskrá fundarins og var það samþykkt.

1.Starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2501019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag við Síldarminjasafnið vegna vöktunar skemmtiferðaskipa sumarið 2025. Starfsmenn safnsins hafa lokið tilskyldum námskeiðum vegna þessa og samkomulag er staðfest af safnstjóra.

Enn er beðið viðbragða frá Fiskistofu og HMS á umsókn um undanþágu á leyfi til vigtunar fyrir aðra starfsmenn en starfsmenn hafnarinnar og þegar þau mál skýrast verða drög að samkomulagi við FMS um verkefni við höfnina kynnt í nýrri framkvæmda-,veitu- og hafnarnefnd.
Samþykkt
Hafnarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag við Síldarminjasafnið vegna vöktunar skemmtiferðaskipa sumarið 2025. Hafnarstjórn felur jafnframt hafnarstjóra að leggja drög að samkomulagi við FMS um verkefni við höfnina fyrir nýja nefnd framkvæmda, hafna og veitna þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir.

2.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að erindisbréfi nýrrar nefndar, framkvæmda-, hafna - og veitunefnd.
Samþykkt
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að erindisbréfinu.

3.Öryggismál hafnarinnar og aðgengi.

Málsnúmer 2505040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að lokun á hafnarsvæðinu á meðan skemmtiferðaskip eru á svæðinu eða þörf er á vegna mikillar umferðar. Tillagan er lögð fram með öryggismál við höfnina að leiðarljósi og hefur verið yfirfarin í vettvangsferð hafnarstjórnar.
Ásamt tilteknum lokunum er jafnframt gert ráð fyrir því að ávallt við löndun af smábátum við löndunarkrana á hafnarbryggju, við fiskmarkað, verði færanlegri vog komið fyrir sem næst löndunarkrönunum til þess að minnka umferð lyftara á svæðinu og þ.a.l. minnka slysahættu.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur áherslu á að verklagi samkvæmt tillögunni verði fylgt.
Hafnarvörðum falið að útfæra nánar verklagið í samráði við þau fyrirtæki sem nýta þjónustu hafnarinnar á svæðinu og er hafnarstjóra jafnframt falið að fylgja málinu eftir.

4.Þyrlupallur við Ólafsfjarðarhöfn

Málsnúmer 2505044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Heliair þar sem óskað er eftir leyfi frá hafnarstjórn Fjallabyggðar til að koma fyrir tímabundnum eða varanlegum þyrlupalli í innri höfn í Ólafsfirði.

Áslaug I. Barðadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt
Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir innan stjórnsýslunnar í samráði við umsækjenda m.t.t. skipulagsmála og öryggis á svæðinu og leggja það fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.

5.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025.

Málsnúmer 2502003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar hafnasambandsins frá síðustu þremur fundum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Hafnafundur 2025

Málsnúmer 2504064Vakta málsnúmer

Hafnafundur 2025 fer fram á Ólafsvík þann 23.október n.k.
Lagt fram til kynningar
Hafnarstjórn samþykkir að formaður nefndarinnar og hafnarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

7.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 2505015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2024
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Aflatölur 2025

Málsnúmer 2503012Vakta málsnúmer

Fyrir liggja aflatölur fyrir Fjallabyggðarhafnir frá 1. janúar til 27.maí 2025. Á Siglufirði hefur verið landað umtalsvert minni afla heldur en á sama tíma á síðasta ári en á tímabilinu nú hefur verið landað um 3.465 tonnum í 408 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað um 4.478 tonnum í 422 löndunum. Á Ólafsfirði hefur jafnframt verið landað minna. Í fyrra var búið að landa þar 124 tonnum í 98 löndunum en nú hefur verið landað 45 tonnum í 39 löndunum á sama tímabili.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2025

Málsnúmer 2501041Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn fór í vettvangsferð um hafnarsvæðið á Siglufirði og fór yfir nokkur málefni sem þarfnast úrbóta og úrlausnar.



Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Við innri höfnina á Leirutanga þarf að bæta aðbúnað við flotbryggju, lagfæra rafmagnskapla sem eru við viðlegukantinn og á flotbryggjunni og skoða hvort möguleiki er á að færa rafmagnstenglabox beggja vegna á flotbryggjunni. Fylgja þarf því eftir að hlið verði sett upp á flotbryggjuna, umgengisreglur verði settar upp, kynntar bátaeigendum og þeim fylgt eftir. Jafnframt þarf að lagfæra aðgang bátaeigenda að bæði úrgangsolíutanki og sorpílátum.

Við hafnarbryggju hefur hafnarstjórn samþykkt ákveðnar ráðstafanir varðandi aðgangsstýringu og löndun eins og kemur fram í lið 3 í fundargerðinni.

Á Óskarbryggju er aðgengi ófullnægjandi en áætlað er að malbika Ránargötu að bryggjunni í sumar og mun þá aðgengi lagast til muna. Jafnframt er gert ráð fyrir að "dekkja" bryggjuna í ár og leggur hafnarstjórn áherslu á að farið verði í það verk sem fyrst. Nauðsynlegt er að fara í tiltekt á öllu svæðinu og halda því snyrtilegu.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og hafnarvörðum að fylgja ofangreindum málum eftir.

Fundi slitið - kl. 17:00.