Öryggismál hafnarinnar og aðgengi.

Málsnúmer 2505040

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 151. fundur - 28.05.2025

Fyrir liggur tillaga að lokun á hafnarsvæðinu á meðan skemmtiferðaskip eru á svæðinu eða þörf er á vegna mikillar umferðar. Tillagan er lögð fram með öryggismál við höfnina að leiðarljósi og hefur verið yfirfarin í vettvangsferð hafnarstjórnar.
Ásamt tilteknum lokunum er jafnframt gert ráð fyrir því að ávallt við löndun af smábátum við löndunarkrana á hafnarbryggju, við fiskmarkað, verði færanlegri vog komið fyrir sem næst löndunarkrönunum til þess að minnka umferð lyftara á svæðinu og þ.a.l. minnka slysahættu.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur áherslu á að verklagi samkvæmt tillögunni verði fylgt.
Hafnarvörðum falið að útfæra nánar verklagið í samráði við þau fyrirtæki sem nýta þjónustu hafnarinnar á svæðinu og er hafnarstjóra jafnframt falið að fylgja málinu eftir.