Hafnarstjórn Fjallabyggðar

28. fundur 17. nóvember 2010 kl. 17:30 - 17:30 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sveinn Zophaníasson formaður
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Sverrir Gunnarsson varamaður
  • Hjalti Gunnarsson varamaður
  • Gestur Antonsson varamaður
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður
  • Rögnvaldur Ingólfsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Hafdís Jónsdóttir ritari/skjalastjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014

Málsnúmer 1004063Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram viðskiptaáætlun fyrir hafnarframkvæmdir sem ætlunin er að leggja áherslu á með fulltrúum frá Siglingastofnun nk. föstudag.

Um er að ræða eftirtalin verkefni; 1. Lengingu á Óskarsbryggju um 120 metra á Siglufirði með dýpi allt að 10m, þekju og lögnum. Áætlaður kostnaður er um 222 m.kr.

Hlutur bæjarfélagsins er 44.5 m.kr. Gert er ráð fyrir árlegri tekjuaukningu hafnarinnar um 20 m.kr.

2. Innsigling og höfn á Ólafsfirði, viðhaldsdýpkun áætlað magn er um 20 þúsund m3. Kostnaður er áætlaður um 15 m.kr með framlagi frá hafnarsjóði 1.2 m.kr.

3. Lenging skjólgarða við öldubrjót á Siglufirði. Um er að ræða lengingu um 80 m. Áætlaður kostnaður er um 65 m.kr. og hlutur bæjarfélagsins eða hafnarinnar er um 5.2 m.kr.

 

* Hafnarstjórn samþykkir framlagða viðskiptaáætlun

 

2.Rekstrarupplýsingar 2009/2010

Málsnúmer 1011082Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um rekstur fyrir árið 2009/2010 og fór yfir ramma fyrir árið 2011.

Formaður lagði fram gjaldskrá hafna og kom í ljós að gjaldskrár hafna eru sambærilegar á norðurlandi. Bæjarstjóri lagði einnig fram helstu áherslur sem komu fram á fundi bæjarráðs 16.11.2010.

 

Hafnarstjórn leggur til að lestar og bryggjugjöld verði skoðuð og borin saman við sambærilegar hafnir til næsta fundar enda eru þau hvað lægst hér í Fjallabyggð. Önnur þjónustugjöld verði óbreytt.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagðar hugmyndir að áætlun fyrir árið 2011. Hafnarstjóra, yfirhafnarverði og Þorsteini Ásgeirssyni er falið að leggja fram mótaða tillögu á næsta fundi hafnarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun 2011 - framkvæmdir hafnarsjóðs

Málsnúmer 1011081Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri óskaði eftir tillögum að framkvæmdum fyrir árið 2011. Fram kom ábending um skoðun á fundargerðum nr. 26 og 27. 

Hafnarstjórn taldi rétt að kalla eftir tillögum frá hafnarvörðum fyrir næsta funda og er æskilegt að yfirhafnarvörður og hafnarstjóri leggi mat á röðun verkefna.

Bæjarstjóri hvatti fundarmenn til að draga saman upplýsingar um framkvæmdir og koma þeim inn í umræðuna fyrir næsta fund og koma þeim til hafnarstjóra.

4.Fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2011

Málsnúmer 1011080Vakta málsnúmer

Áætlunarferlið til kynningar

Vísað í bókun um rekstur og framkvæmdir.

5.Umhverfisstarf hafna

Málsnúmer 1011079Vakta málsnúmer

Á 37. þingi Hafnarsambandsins sem haldinn var á Snæfellsnesi 23. og 24. september sl. var ályktun samþykkt um umhverfisstarf.

Vakin er þar athygli á auknu vægi umhverfismála í rekstri hafna en víða er skortur á að stuðst sé við heildstæða stefnu og skipulagt starf í þeim efnum.

Í markvissu og framsæknu umhverfisstarfi felast aukin tækifæri fyrir hafnirnar, svo sem í bættum rekstri, markaðsstarfi og nýsköpun.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar tekur undir framsetta ályktun og beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að unnið verði að umhverfisstefnu fyrir hafnir bæjarfélagsins.

6.Hlutverk og tækifæri hafna

Málsnúmer 1011078Vakta málsnúmer

Á 37. þingi Hafnarsambandsins sem haldið var á Snæfellsnesi 23. og 24. september sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

 

Þingið hvetur hafnarstjórnir að taka til skoðunar hlutverk hafna og tækifæri í síbreytilegu umhverfi. Í þeim efnum þurfa hafnir að hafa frumkvæði að samstarfi og samræðu við aðra aðila í atvinnulífi bæjarfélagsins.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar telur rétt að boða til fundar um málefni hafnarinnar á árinu 2011. Umræðuefnið gæti verið umhverfismál og hlutverk og tækifæri hafna sem voru til umræðu á þessum fundi sem og heildarskipulag hafna í Fjallabyggð.

7.Upplýsingar um landaðan afla á árinu 2010

Málsnúmer 1011106Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður dreifði upplýsingum um landaðan afla á árinu 2010.

8.Hafnsöguréttindi frá Siglingastofnun

Málsnúmer 1011107Vakta málsnúmer

Hafnarverðir þurfa að sækja um hafnsöguréttindi frá Siglingastofnun.
Hafnarstjórn mælir með umsókn þeirra.

Fundi slitið - kl. 17:30.