Rekstrarupplýsingar 2009/2010

Málsnúmer 1011082

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 17.11.2010

Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um rekstur fyrir árið 2009/2010 og fór yfir ramma fyrir árið 2011.

Formaður lagði fram gjaldskrá hafna og kom í ljós að gjaldskrár hafna eru sambærilegar á norðurlandi. Bæjarstjóri lagði einnig fram helstu áherslur sem komu fram á fundi bæjarráðs 16.11.2010.

 

Hafnarstjórn leggur til að lestar og bryggjugjöld verði skoðuð og borin saman við sambærilegar hafnir til næsta fundar enda eru þau hvað lægst hér í Fjallabyggð. Önnur þjónustugjöld verði óbreytt.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagðar hugmyndir að áætlun fyrir árið 2011. Hafnarstjóra, yfirhafnarverði og Þorsteini Ásgeirssyni er falið að leggja fram mótaða tillögu á næsta fundi hafnarstjórnar.