Hlutverk og tækifæri hafna

Málsnúmer 1011078

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 17.11.2010

Á 37. þingi Hafnarsambandsins sem haldið var á Snæfellsnesi 23. og 24. september sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

 

Þingið hvetur hafnarstjórnir að taka til skoðunar hlutverk hafna og tækifæri í síbreytilegu umhverfi. Í þeim efnum þurfa hafnir að hafa frumkvæði að samstarfi og samræðu við aðra aðila í atvinnulífi bæjarfélagsins.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar telur rétt að boða til fundar um málefni hafnarinnar á árinu 2011. Umræðuefnið gæti verið umhverfismál og hlutverk og tækifæri hafna sem voru til umræðu á þessum fundi sem og heildarskipulag hafna í Fjallabyggð.