Fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2011

Málsnúmer 1011080

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 17.11.2010

Áætlunarferlið til kynningar

Vísað í bókun um rekstur og framkvæmdir.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 29. fundur - 29.11.2010

a)Gjaldskrárhækkanir.
Yfirhafnarvörður leggur fram tillögu.
b)Starfsmannahald og skipulag.

Sigurður yfirhafnarvörður lagði fram tillögur sínar um fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.

Um er að ræða m.a. tillögur um gjaldskrárhækkanir.  Eftir miklar umræður leggur hafnarstjórn til að umræddar gjaldskrárhækkanir verði samþykktar og að þær taki gildi frá og með 01.01.2011.

 

1. Skipagjöld hækki um 10%,  sjá 4. gr. 

2. Vörugjöld hækki um 10%, sjá 5. gr.

3. Sorphirðugjöld hækki um 10%, sjá 12. gr. 

4. Rafmagn hækki í samræmi við gjaldskrárhækkun frá Rarik, sjá 18. gr.

 

Hafnarstjórn samþykkir tillögur yfirhafnarvarðar er varðar útgjaldaliði. Hafnarstjórn leggur hins vegar áherslu á að ekki verður lengra gengið í niðurskurði.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að stuðst verði við 75.000.000.- í tekjur á  árinu 2011.

Samþytt einróma.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að þrír starfsmenn verði áfram fastráðnir frá og með áramótum. Hafnarstjórn telur hins vegar umhugsunarvert að skoða ráðningu á starfsmanni í afleysingar á næsta ári, en um er að ræða um 50% starfshlutfall að meðaltali á ársgrundvelli.

Hafnarstjórn telur einnig rétt að taka til skoðunar breytingar á bakvöktum frá og með áramótum en þá verði einungis einn á bakvakt í stað tveggja.

Bæjarstjóra og yfirhafnarverði er falið að skoða máli til næsta fundar.

Samþykkt einróma.