Umhverfisstarf hafna

Málsnúmer 1011079

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 17.11.2010

Á 37. þingi Hafnarsambandsins sem haldinn var á Snæfellsnesi 23. og 24. september sl. var ályktun samþykkt um umhverfisstarf.

Vakin er þar athygli á auknu vægi umhverfismála í rekstri hafna en víða er skortur á að stuðst sé við heildstæða stefnu og skipulagt starf í þeim efnum.

Í markvissu og framsæknu umhverfisstarfi felast aukin tækifæri fyrir hafnirnar, svo sem í bættum rekstri, markaðsstarfi og nýsköpun.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar tekur undir framsetta ályktun og beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að unnið verði að umhverfisstefnu fyrir hafnir bæjarfélagsins.