Fjárhagsáætlun 2011 - framkvæmdir hafnarsjóðs

Málsnúmer 1011081

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 17.11.2010

Bæjarstjóri óskaði eftir tillögum að framkvæmdum fyrir árið 2011. Fram kom ábending um skoðun á fundargerðum nr. 26 og 27. 

Hafnarstjórn taldi rétt að kalla eftir tillögum frá hafnarvörðum fyrir næsta funda og er æskilegt að yfirhafnarvörður og hafnarstjóri leggi mat á röðun verkefna.

Bæjarstjóri hvatti fundarmenn til að draga saman upplýsingar um framkvæmdir og koma þeim inn í umræðuna fyrir næsta fund og koma þeim til hafnarstjóra.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 29. fundur - 29.11.2010

Fram komu neðanritaðar tillögur frá nefndarmönnum og yfirhafnarverði til framkvæmda og eru þær þessar.

1. Endurbætur á smábátaaðstöðu á Siglufirði.

2. Lagfæring á rafmagnsbúnaði í smábátahöfn á Siglufirði.

3. Lagfæring á timburklæðningu á Norðurgarði í Ólafsfirði.

4. Löndunarkrani í Ólafsfirði. 

5. Endurbygging á Hafnarbryggju.

6. Löndunarkrani á Siglufirði.

7. Umhverfismál hafna Fjallabyggðar til skoðunar.

8. Lagfæring á lit á hafnarmannvirkjum til samræmingar.

9. Flotbryggjur í Ólafsfirði.

10. Hreinsa upp dekk sem fallið hafa í hafnirnar.

11. Lagfræingar á Selvíkurnefsvita.

12. Hafnarbryggja - úttekt fari fram á árinu 2011.

13. Tengja viðlegu á milli hafnarbryggju og togarabryggju.

14. Koma upp betri vog í Ólafsfirði.

15. Lagfæra þekju á Suðurhöfn á Siglufirði og dekkja.

 

Hafnarstjórn leggur hins vegar áherslu á neðanritað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

1. Að keyptur verði löndunarkrani fyrir Ólafsfjörð kr. 5.000.000.-.

2. Að vog verði komið upp á Ólafsfirði til löndunar við nýjan löndunarkrana kr. 1.000.000.-.

3. Að löndunarkrani á Siglufiðri verður endurbyggður kr. 2.500.000.-.

4. Að endurbætur á smábátaaðstöðu í suðurhöfn fari fram og uppbygging á bryggju við fiskmarkaðinn verði til skoðunar kr. 10.000.000.-.

5. Að lagfæring á rafmagnsbúnaði í smábátahöfn verði gerð kr. 500.000.-.

6. Að unnið verði að umhverfismálum hafna Fjallabyggðar kr. 2.000.000.-.

7. Aðrar framkvæmdir til skoðunar síðar kr. 3.500.000.-.

Samþykkt einróma.