Niðurgreiðslur á rútufargjaldi fyrir framhalds-eða háskólanema skólaárið 2015-2016

Málsnúmer 1508077

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Farið yfir reglur um niðurgreiðslur á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema sem settar voru 2013.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis og að kannaðir verði ákveðnir þættir þessu tengt áður en ákvörðun verður tekin.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 08.02.2016

Vísað til nefndar
Afgreiðslu þessa erindis var frestað á fundi nr. 20 í sept. 2015. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að reglur um niðurgreiðslu á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema frá 2013 verði afnumdar þar sem nemendur eiga rétt á akstursstyrk frá LÍN. Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem sækja skóla frá lögheimili þ.e. keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23.02.2016

Á 24. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 8. febrúar 2016, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að reglur um niðurgreiðslu á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema frá 2013 yrðu afnumdar þar sem nemendur eiga rétt á akstursstyrk frá LÍN. Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem sækja skóla frá lögheimili þ.e. keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar.