Frístundastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29.07.2014

Bæjarstjóri leggur til að frístundastefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af fræðslu- og frístundanefnd og deildarstjóra.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að fylgja málinu eftir.
Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 08.02.2016

Samþykkt
Lögð fram áætlun um vinnu við endurskoðun á Frístundastefnu Fjallabyggðar. Nefndin tekur jákvætt í framlagða áætlun og fagnar því að farið verði í þessa vinnu. Nefndin skipar Hilmar Þór Hreiðarsson sem sinn fulltrúa í væntanlegum vinnuhópi.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20.04.2016

Samþykkt
Óskað er eftir að ungmennaráð tilnefni aðila í vinnuhóp um endurskoðun á Frístundastefnu Fjallabyggðar. Ungmennaráð samþykkir að Óskar Helgi Ingvason verði fulltrúi ráðsins.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 21.02.2018

Endurskoðun frístundastefnu er ekki lokið.
Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra og formanni fræðslu- og frístundanefndar að endurskoða og uppfæra núgildandi frístundastefnu og leggja drög fyrir nefndina í byrjun apríl. Drögin verða send hagsmunahópum til umsagnar.