Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

154. fundur 15. september 2025 kl. 16:15 - 18:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Aðsóknartölur í íþróttamiðstöðvar sumarið 2025

Málsnúmer 2509037Vakta málsnúmer

Skarphéðinn, forstöðumaður íþróttamiðstöðva, mætti og fór yfir aðsóknartölur sumarsins.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn fór yfir aðsóknartölur sem litast af því að íþróttahúsið og sundlaugin á Siglufirði hafa verið lokuð frá lok júní vegna viðgerða. Talsverð aukning hefur verið í aðsókn á Ólafsfirði en heildarfækkun samanlagt miðað við árið í fyrra er 15,2%.

2.Gjaldskrármál og samstarf við Dalvík

Málsnúmer 2509038Vakta málsnúmer

Skarphéðinn, forstöðumaður íþróttamiðstöðva, fór yfir samstarf við Dalvíkurbyggð og gjaldskrárhugmyndir.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn fór yfir samkomulag sem gert var við Dalvíkurbyggð um aðgang að sundlaugum beggja staða.

3.Viðhald stofnana sem heyra undir fræðslu- og frístundanefnd

Málsnúmer 2509041Vakta málsnúmer

Staðan á viðhaldsverkefnum ársins 2025 í stofnunum sem heyra undir fræðslu- og frístundanefnd.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn fór yfir stöðuna á framkvæmdum og almennu viðhaldi í íþróttahúsunum það sem af er ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum í sundlauginni á Siglufirði ljúki í október. Skipt hefur verið um dúk á þaki íþróttahúss í Ólafsfirði. Ýmislegt annað hefur verið gert en ljóst er að mörg stór verkefni eru framundan í báðum húsum.

4.Frístund og lengd viðvera 2025-2026

Málsnúmer 2404012Vakta málsnúmer

Mönnun og starfsemi í frístund og lengdri viðveru.
Lagt fram til kynningar
Ekki hefur gengið nægjanlega vel að manna frístund og lengda viðveru sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið hægt að bjóða 3.-4. bekk að taka þátt. Nú er verið að auglýsa aftur eftir starfsfólki sem vonandi ber árangur.

5.Starfsemi Neons 2024-2025

Málsnúmer 2410067Vakta málsnúmer

Upphaf starfsemi Neons og starfsmannamál.
Lagt fram til kynningar
Búið er að ráða starfsfólk í Neon í vetur, Karen Sif Róbertsdóttir er umsjónarmaður. Starfsemin hefst 17. september.

6.Svæðisbundið farsældarráð Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2508008Vakta málsnúmer

Fyrir liggja samningsdrög um samstarf um farsældarráð og beiðni um tilnefningu aðal- og varamanns í ráðið.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Nordplus verkefni í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2401032Vakta málsnúmer

Heimsóknir nemenda frá Svíþjóð og Finnlandi í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Fimmtán nemendur og fimm kennarar frá Finnlandi og Svíþjóð eru að koma til Fjallabyggðar í heimsókn í næstu viku og er það lokahluti Nordplus verkefnis Grunnskóla Fjallabyggðar.
Fylgiskjöl:

8.Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda

Málsnúmer 2509039Vakta málsnúmer

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur auglýst styrki til íslenskunáms innflytjenda. MTR hefur óskað eftir samstarfi við Fjallabyggð byggt á þessum styrkjum.
Samþykkt
Nefndarmenn samþykkja að farið verði í samstarf við MTR um íslenskunám innflytjenda.

Fundi slitið - kl. 18:40.