Viðhald stofnana sem heyra undir fræðslu- og frístundanefnd

Málsnúmer 2509041

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 15.09.2025

Staðan á viðhaldsverkefnum ársins 2025 í stofnunum sem heyra undir fræðslu- og frístundanefnd.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn fór yfir stöðuna á framkvæmdum og almennu viðhaldi í íþróttahúsunum það sem af er ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum í sundlauginni á Siglufirði ljúki í október. Skipt hefur verið um dúk á þaki íþróttahúss í Ólafsfirði. Ýmislegt annað hefur verið gert en ljóst er að mörg stór verkefni eru framundan í báðum húsum.