Nordplus verkefni í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2401032

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 15.01.2024

Kristín B. Davíðsdóttir kennari er gestur fundarins. Kristín kynnir Nordplús verkefni sem grunnskólinn er þátttakandi í.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara og Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúi foreldra ásamt Kristínu Brynhildi Davíðsdóttur sem heldur utan um erlend samstarfsverkefni skólans.

Kristín Brynhildur kynnti fyrir fundarmönnum þau tvö Nordplus junior verkefni sem grunnskólinn er þátttakandi í ásamt fleiri Norðurlöndum.

Annað verkefnið gengur út á kennaraheimsóknir grunnskóla í þremur Norðurlöndum, Ísland, Svíþjóð og Finnland. Viðfangsefnið er lesskilningur og skoða kennarar og starfsmenn kennsluaðferðir og nálganir til eflingar lesskilningi, hjá hinum skólunum. Því verkefni lýkur í febrúar 2024.

Hitt verkefnið gengur út á nemenda- og kennaraheimsóknir og eru skólar af öllum Norðurlöndum þátttakendur. Áherslan er haf, orka, auðlyndir og inngilding (MERI). Því verkefni lýkur vorið 2025.
Fræðslu- og frístundarnefnd þakkar Kristínu Brynhildi fyrir góða kynningu og það óeigingjarna starf sem hún hefur innt af hendi fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar. Verkefnin eru bæði mjög vel heppnuð og munu skila grunnskólanum innsýn og þróun í kennsluháttum.