Nýting leikskólavistunar á milli jóla og nýjárs 2019

Málsnúmer 1911025

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11.11.2019

Fræðslu- og frístundanefnd vill athuga möguleika á því að koma til móts við barnafjölskyldur á þá vegu að fella niður vistunargjald leikskólans fyrir föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30.desember ef foreldrar kjósa að hafa börn sín í fríi þá daga. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19.11.2019

Á 78. fundi fræðslu- og frístundanefndar bókaði nefndin eftirfarand: Fræðslu- og frístundanefnd vill athuga möguleika á því að koma til móts við barnafjölskyldur á þá vegu að fella niður vistunargjald leikskólans fyrir föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30.desember ef foreldrar kjósa að hafa börn sín í fríi þá daga. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 15.11.2019 þar sem fram kemur að sparnaður foreldra miðað við 8,5 tíma vistun á dag er kr. 1.361 fyrir einn dag og kr. 2.722 fyrir tvo daga. Kostnaður sveitafélagsins ef leikskólinn verði lokaður þessa tvo daga verður samtals kr. 238.530.

Bæjarráð samþykkir að fela skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar að kanna áhuga foreldra á því að hafa börn sín í fríi dagana 27. og 30. desember.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 03.12.2019

Á fund bæjarráðs mættu Olga Gísladóttir, leikskólastjóri, Kristín M.H. Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála.

Lögð fram niðurstaða könnunar um nýtingu leikskólaplássa dagana 27. og 30. desember nk.
Á Leikhólum eru 43 nemendur. Þar hyggjast allir foreldrar hafa börn sín heima dagana 27. og 30. desember.
Á Leikskálum eru 71 nemandi. Þar hyggjast foreldrar 10 barna nýta leikskólaplássin milli jóla og nýárs.

Bæjarráð samþykkir að þjónusta í Leikskóla Fjallabyggðar verði skert milli jóla- og nýárs. Skólastjóra falið að skipuleggja starfið í samræmi við þörf.
Bæjarráð samþykkir að veita þeim foreldrum sem ekki munu nýta leikskólavistun þessa daga afslátt af vistunargjaldi í samræmi við það sem kemur til lækkunar á janúarreikning 2020.