Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1911005

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 06.11.2019

Drög að gjaldskrám Tjarnarborgar og Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar lðgð fram til kynningar og umfjöllunar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11.11.2019

Olga Gísladóttir leikskólastjóri sat undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Leikskóla Fjallabyggðar.
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara sátu undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Grunnskóla Fjallabyggðar.
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Tillaga að gjaldskrám fyrir leikskóla, grunnskóla og íþróttamiðstöð vegna fjárhagsársins 2020 lögð fram til kynningar og umræðu. Í tillögu að gjaldskrá ársins 2020 fyrir Leikskóla Fjallabyggðar er verð á morgun-, hádegis- og síðdegisverði óbreytt frá gildandi gjaldskrá og í tillögu að gjaldskrá ársins 2020 fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar er ekki gert ráð fyrir hækkun á verði skólamáltíða og mjólkuráskrift.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 14.11.2019

Drög að gjaldskrá félagsþjónustu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19.11.2019

Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir árið 2020.

Gjaldaliðir gjaldskrár íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Áfram verður gjaldfrjálst í líkamsrækt og sund fyrir öryrkja og 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar. Stakt gjald í sund fyrir börn helst óbreytt og einnig árskort fyrir börn í sund.
Viðauki við gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar - um útleigu á íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði. Gjaldaliðir hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldskrá tjaldsvæða Fjallabyggðar helst óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Grunnskóla Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Gjald fyrir hressingu, mjólkuráskrift og skólamáltíðir helst óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Leikskóla Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Gjald fyrir morgunmat, hádegismat og síðdegisverð helst óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Tónlistarskólans á Tröllaskaga hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Árgjald er óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Hafnarsjóðs Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár Tjarnarborgar hækka að hámarki um 2,5%. Útleiga vegna leirtaus, borða og stóla helst óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Slökkviliðs Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár Félagsþjónustu hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda eru eftirfarandi:
Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%).
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%).
Sorphirðugjöld hækki um 2,5% í 45.100 kr. úr 44.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.
Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar - Afsláttur:
1. 0 - 3.200.000 - 100%,
2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
5. 5.000.001 - - 0%
Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk - Afsláttur
1. 0 - 4.200.000 - 100%
2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
5. 6.000.001 - - 0%

Gjaldaliðir gjaldskrár Þjónustumiðstöðvar hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliður gjaldskrár vatnsveitu í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár fyrir stofngjald fráveitu, fáveitugjald og rotþróargjald í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldskrá fyrir garðslátt í Fjallabyggð hækkar að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár byggingarfulltrúa Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár fyrir hunda- og kattaleyfi í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldskrá sorphirðu í Fjallabyggð hækkar að hámarki um 2,5%.
Þá verður tekið upp nýtt fyrirkomulag móttöku á endurvinnslustöðvum í Fjallabyggð sem hér greinir, í þeim tilgangi að auka flokkun og draga úr kostnaði við urðun: Í upphafi árs er úthlutað einu klippikorti á íbúð (16 klipp, 4 m3) og sumarhús (8 klipp, 2m3) sem afhent eru í þjónustuveri Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði og bókasafni í Ólafsfirði. Notendur þurfa að framvísa klippikortinu til að komast inn á endurvinnslustöðvar í Fjallabyggð. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða kaupa sér kort. Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Skylt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á endurvinnslustöðina hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan varning er að ræða. Hvert klipp er upp á 0,25m3 sem samsvarar 240 ltr. heimilistunnu. Ef kort klárast er hægt að kaupa aukakort á kr. 12.300,-.
Rekstraraðilar geta keypt klippikort í þjónustuveri Ráðhússins á Siglufirði og á bókasafni í Ólafsfirði á kr. 29.900,- sem inniheldur 16 klipp fyrir 0,25m3 eða samtals 4m3.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrár fyrir árið 2020 og vísar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.11.2019

Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 08.09.2020

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 04.09.2020 þar sem lögð er til eftirfarandi breyting á 21. gr. gjaldskrá Fjallabyggðarhafna. Skilgreindur opnunartími verði tekinn út úr gjaldskrá og í stað núverandi texta komi eftirfarandi, Hafnarstjórn Fjallabyggðarhafna ákveður opnunartíma hafnavoga og kynnir á heimasíðu hafna sem og heimasíðu sveitarfélagsins.
Hafnarstjórn skal fjalla um opnunartíma samhliða umfjöllun um gjaldskrá að hausti og svo oft sem þurfa þykir. Meginástæða þess að ofangreint er lagt til er að auka sveigjanleika enda er breyting á gjaldskrá nokkuð þung í vöfum þar sem hún þarfnast sérstaks samþykkis bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir umrædda breytingu á 21. gr. gjaldskrá Fjallabyggðarhafna fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 191. fundur - 09.09.2020

Lögð fram breyting á gjaldskrá Fjallabyggðahafna, varðandi opnunartíma.

Bæjarráð samþykkir með 7 atkvæðum að uppfæra 21. grein gjaldskrár Fjallabyggðahafna.