Fyrirspurn varðandi flot í sundlaugum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1910001

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 07.10.2019

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum lið. Erindi barst frá Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir afnotum af sundlaugum Fjallabyggðar fyrir samflot. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn forstöðumanns íþróttamiðstöðvar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um málið sem lögð yrði fram á næsta fundi nefndarinnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11.11.2019

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum dagskrárlið. Umsögn forstöðumanns íþróttamannvirkja og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála lögð fram til kynningar vegna fyrirspurnar Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir samstarfi við íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar með afnotum af sundlaugum fyrir hóptíma/samflot og einkatíma í floti. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Önnu Huldu fyrir erindið en sér sér ekki fært um að verða við erindinu í þeirri mynd sem það er en hvetur hana jafnfram um að senda inn nýtt erindi hafi hún áhuga á því að bjóða upp á flot í sundlaugum Fjallabyggðar á eigin vegum.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 04.12.2019

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Lagt var fyrir annað erindi Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir að leigja tíma í sundlaugum Fjallabyggðar fyrir samflot og flotþerapíu og leggur fram nokkrar hugmyndir að framkvæmd. Fræðslu- og frístundanefnd hafnar erindi Önnu Huldu um hitun sundlaugar á Siglufirði vegna þeirrar skerðingar sem hitun laugarinnar hefur í för með sér fyrir aðra notendur laugarinnar. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að ræða við Önnu Huldu um nýtingu hitaðrar lendingarlaugar á Ólafsfirði fyrir samflot og flotþerapíu.