Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2019

Málsnúmer 1901080

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22.01.2019

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðva verði skýrð þannig að fram komi til hvaða hóps skólaafsláttur vegna aðgangs að líkamsrækt nái. Nefndin leggur til að afsláttur eigi við um nemendur í 75% námi og nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Vakin er athygli á því að með keyptum aðgangi í rækt fylgir aðgangur að sundlaug. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að bætt verði við gjaldskrá liðnum „Handklæði, sundföt og sund“ kr. 2000.

Einnig skal eftirtöldum texta bætt við neðanmáls í gjaldskrá:
Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang að líkamsræktinni. Börn og unglingar á aldrinum 12-13 ára þurfa að vera í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni. 14 ára börn geta farið án ábyrgðarmanns í líkamsræktina. Í öllum tilvikum er miðað við upphaf árs (ekki við afmælisdaga).
Breytingin taki gildi 1. febrúar 2019.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 20. fundur - 06.02.2019

Breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðva varðandi aðgang unglinga að líkamsrækt og nemaafslátt kynntar fyrir Ungmennaráði. Ungmennaráð fagnar þessum breytingum.