Styrkur til fyrirlestra og námskeiða

Málsnúmer 1901078

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22.01.2019

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að Þórarinn Hannesson komi á næsta fund nefndarinnar með hugmyndir að útfærslu á fræðsluerindum sem fræðslu- og frístundanefnd styrkti að upphæð kr. 80.000. Hugmynd Þórarins er að halda fræðsluerindi fyrir ýmsa hópa í samfélaginu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 04.02.2019

Á síðasta fundi nefndarinnar var bókað að boða Þórarinn Hannesson á næsta fund nefndarinnar með hugmyndir að útfærslu á fræðsluerindum sem fræðslu- og frístundanefnd styrkti að upphæð kr. 80.000. Þórarinn Hannesson mætti á fundinn og kynnti hugmyndir sínar að fræðsluerindum fyrir yngri kynslóðina. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Þórarni fyrir komuna og leggur til að fræðsla verði sniðin að miðstigi grunnskólans ásamt unglingum í félagsmiðstöðinni Neon. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vera í sambandi við Þórarinn og leggja hugmyndir að fræðslu og tímasetningum fyrir næsta fund nefndarinnar.