Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

58. fundur 20. ágúst 2018 kl. 16:30 - 19:10 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Vinnuskóli 2018

Málsnúmer 1805073Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson yfirmaður Vinnuskóla og Guðmann Sveinsson yfirmaður umhverfisverkefna. Guðmann og Haukur fóru yfir verkefni Vinnuskólans í sumar og launakostnað vs. áætlun. Sumarið gekk í heild mjög vel, ríflega 30 unglingar voru í Vinnuskólanum.
Fram kom í máli Hauks að mun minni áhugi var fyrir Smíðavöllum en gert hafi verið ráð fyrir en samtals um 10 börn tóku þátt í Smíðavöllum. Fundarmenn voru sammála um að útvíkka verkefnið og efla fyrir næsta sumar, lengja tímann o.s.frv.

2.Reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1808040Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Rætt um núgildandi úthlutunarreglur á frítímum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Búið er að vinna eftir reglunum í eitt ár og komið hafa fram ábendingar sem fræðslu- og frístundanefnd tekur til skoðunar. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna málið áfram út frá umfjöllun nefndarinnar og leggja tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Skólabyrjun í Grunnskóla Fjallabyggðar haust 2018

Málsnúmer 1808041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Helena Aspelund fulltrúi kennara.
Skólastjóri fór yfir skólabyrjun, skólasetningu og starfsmannamál. Fjallabyggð afhendir nemendum í Grunnskóla Fjallabyggðar ritfangapakka að gjöf í skólabyrjun.

4.Frístund 2018-2019

Málsnúmer 1808030Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Helena Aspelund fulltrúi kennara.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir skipulag Frístundar og val á viðfangsefnum. Framboð á viðfangsefnum í Frístund hefur aukist frá síðasta skólaári. Fleiri íþróttafélög taka nú þátt. Þegar rafrænni skráningu lauk voru 68 nemendur skráðir í Frístund og 22 í Lengda viðveru. Þetta eru fleiri skráningar en í upphafi skólaárs 2017.

5.Skólabyrjun í Leikskóla Fjallabyggðar haust 2018

Málsnúmer 1808038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.

Skólastjóri fór yfir upphaf skólaárs, aðstæður og starfsmannamál. 63 nemendur eru á Leikskálum Siglufirði og 35 nemendur á Leikhólum Ólafsfirði. Áætlað er að um áramót verði nemendur samtals 110. Þá eru 33 starfsmenn í 30 stöðugildum.

6.Erindi frá UÍF. Frístundaakstur milli bæjarkjarnanna

Málsnúmer 1808042Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá UÍF um frístundaakstur milli bæjarkjarnanna. Stjórn UÍF óskar eftir að boðið verði upp á frístundaakstur frá Siglufirði kl. 17:00 og frá Ólafsfirði um kl. 17:30 til að tryggja megi iðkendum íþróttafélaga sem stunda æfingar seinni hluta dags heimferð. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi í frekari frístundaakstri og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:10.