Vinnuskóli 2018

Málsnúmer 1805073

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23.05.2018

Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla sat undir þessum lið.

Haukur fór yfir ráðningar á flokkstjórum og umhverfisstjórum fyrir sumarið. Skráning í vinnuskóla stendur yfir. Áætlað er að hafa smíðavöll í 4 vikur í sumar fyrir börn fædd á árunum 2005-2009. Smíðavöllurinn yrði fyrir hádegi í báðum byggðarkjörnum. Útfærsla og tímasetning verður nánar auglýstur síðar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 20.06.2018

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Forstöðumaður fór yfir og kynnti starfsemi vinnuskólans fyrir nefndarmönnum. 35 unglingar hafa sótt um vinnu í vinnuskólanum í sumar í mislangan tíma hver.
Unglingar fæddir árið 2004 fá vinnu hálfan daginn en eldri unglingar fá vinnu allan daginn. Áætlað er að unglingar fæddir árið 2004 vinni til 3. ágúst en eldri unglingar til 10. ágúst.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 20.08.2018

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson yfirmaður Vinnuskóla og Guðmann Sveinsson yfirmaður umhverfisverkefna. Guðmann og Haukur fóru yfir verkefni Vinnuskólans í sumar og launakostnað vs. áætlun. Sumarið gekk í heild mjög vel, ríflega 30 unglingar voru í Vinnuskólanum.
Fram kom í máli Hauks að mun minni áhugi var fyrir Smíðavöllum en gert hafi verið ráð fyrir en samtals um 10 börn tóku þátt í Smíðavöllum. Fundarmenn voru sammála um að útvíkka verkefnið og efla fyrir næsta sumar, lengja tímann o.s.frv.