Erindi frá UÍF. Frístundaakstur milli bæjarkjarnanna

Málsnúmer 1808042

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 20.08.2018

Borist hefur erindi frá UÍF um frístundaakstur milli bæjarkjarnanna. Stjórn UÍF óskar eftir að boðið verði upp á frístundaakstur frá Siglufirði kl. 17:00 og frá Ólafsfirði um kl. 17:30 til að tryggja megi iðkendum íþróttafélaga sem stunda æfingar seinni hluta dags heimferð. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi í frekari frístundaakstri og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 30.08.2018

Á síðasta fundi Fræðslu- og frístundanefndar var tekið fyrir erindi frá UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarnanna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum. Óskað var eftir að boðið yrði upp á rútuferð frá Siglufirði kl 17.00 og frá Ólafsfirði kl.17.30. Við nánari skoðun á tímatöflu íþróttafélaganna kom í ljós að þörf er fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 frá Siglufirði og 17:50 frá Ólafsfirði. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var falið að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni. Gerð var verðfyrirspurn hjá nokkrum aðilum og tveir aðilar skiluðu inn verði. Hagstæðast er að semja við HBA um aukinn akstur skólarútu sem nemur þessum ferðum.

Fræðslu- og frístundanefnd telur að með því að verða við þessari beiðni sé möguleiki á samfellu skóla- og frístundastarfs eldri nemenda aukinn. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs til afgreiðslu þar sem er ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði í núverandi fjárhagsáætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11.09.2018

Á 59. Fundi fræðslu,- og frístundanefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum.

Fræðslu- og frístundanefnd tók vel í erindið þar sem möguleiki eykst á samfelldu skóla- og frístundastarfi eldri nemenda og vísaði málinu til bæjarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir ferðunum á fjárhagsáætlun 2018.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem fram kemur að þörf sé fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 frá Siglufirði og frá Ólafsfirði kl. 17:50.

Borist hafa verðtilboð frá tveimur aðilum

Hópferðabílar Akureyrar (HBA), 1 ferð kr. 7.100. eða 14.200 tvær ferðir/dagur.
Magnús Þorgeirsson 1 ferð kr. 12.000 eða 24.000 tvær ferðir/dagur.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði HBA í ferðir vegna aukins frístundaaksturs á árinu 2018 til reynslu og vísar kostnaði kr. 454.000 í viðauka nr.11/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við HBA og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18.09.2018

Á 571. fundi bæjarráðs dags. 11. september 2018 samþykkti ráðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda HBA í ferðir vegna aukins frístundaaksturs á árinu 2018 og fól deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við HBA og leggja fyrir bæjarráð.

Lögð fram drög að viðauka með samningi um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð 2017-2020 vegna viðbótaferða vegna frístunda, september - desember 2018.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10.12.2018

Á 58. fundi fræðslu- og frístundanefndar var tekið fyrir erindi frá UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarnanna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum. Óskað var eftir að boðið yrði upp á rútuferð frá Siglufirði kl 17.00 og frá Ólafsfirði kl.17.30. Við nánari skoðun á tímatöflu íþróttafélaganna kom í ljós að þörf er fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 frá Siglufirði og 17:50 frá Ólafsfirði. Fræðslu- og frístundanefnd vísaði erindinu til bæjarráðs sem samþykkti aukinn frístundaakstur til reynslu fram að áramótum. Í ljós kom að lítil sem engin nýting var á ferðunum og voru þær lagðar niður frá og með 15. nóvember sl.