Frístund 2018-2019

Málsnúmer 1808030

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 20.08.2018

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Helena Aspelund fulltrúi kennara.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir skipulag Frístundar og val á viðfangsefnum. Framboð á viðfangsefnum í Frístund hefur aukist frá síðasta skólaári. Fleiri íþróttafélög taka nú þátt. Þegar rafrænni skráningu lauk voru 68 nemendur skráðir í Frístund og 22 í Lengda viðveru. Þetta eru fleiri skráningar en í upphafi skólaárs 2017.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27.05.2019

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir þátttöku í Frístund á vorönninni. Mikil aukning er á þátttöku nemenda í 1.-4.bekk í Frístund en á vorönninni tóku tæplega 89% nemenda þátt í starfinu einn eða fleiri daga. Þetta er töluverð aukning því haustið 2017 var þátttaka um 75%.