Reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1808040

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 20.08.2018

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Rætt um núgildandi úthlutunarreglur á frítímum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Búið er að vinna eftir reglunum í eitt ár og komið hafa fram ábendingar sem fræðslu- og frístundanefnd tekur til skoðunar. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna málið áfram út frá umfjöllun nefndarinnar og leggja tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 30.08.2018

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd vísar endurskoðuðum reglum til UÍF til umsagnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10.12.2018

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.
Á 59. fundi fræðslu- og frístundanefndar voru lagðar fram endurskoðaðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd vísaði endurskoðuðum reglum til UÍF til umsagnar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar UÍF fyrir innsendar athugasemdir. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að uppfæra reglur í samræmi við umræðu fundarins og vísa þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 169. fundur - 14.12.2018

Bæjarstjórn samþykkir breyttar reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildarfélaga UÍF.

Samþykkt með 7 atkvæðum á 169. fundi bæjarstjórnar.