Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

44. fundur 24. ágúst 2010 kl. 13:00 - 13:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Júlía Poulsen varamaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Heimsókn félagsmálanefndar á Hornbrekku

Málsnúmer 1008098Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd fór í skoðunarferð á Hornbrekku.  Framkvæmdastjóri, Rúnar Guðlaugsson tók á móti nefndinni og sagði frá starfsemi stofnunarinnar. 

2.Málefni fatlaðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1005083Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri og formaður gerðu nefndinni grein fyrir fundi sem haldinn var í félags- og tryggingamálaráðuneytinu þann 12. ágúst s.l.  Á þessum fundi var m.a. rætt um málefni fatlaðra í Ólafsfirði og málefni sambýlisins við Lindargötu 2. 

3.Matsblað vegna forgangsröðunar umsókna eftir félagslegu leiguhúsnæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1008076Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti matsblað með stigagjöf og leiðbeiningum sem lagt verði til grundvallar við forgangsröðun um úthlutun félagslegra leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar. Fær hver umsækjandi stig samkvæmt matsblaðinu og skal stigafjöldi vera ráðandi um forgangsröðun. Umsækjanda skal kynnt stigagjöfin og getur hann áfrýjað niðurstöðu starfsmanna til félagsmálanefndar telji hann á sig hallað.

4.Búsetuúrræði fyrir fatlaða

Málsnúmer 1008085Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd leggur til við bæjaryfirvöld að íbúð nr. 204 að Hvanneyrarbraut 42, sem tilheyrir félagslega leiguíbúðakerfinu, verði skilgreind sérstaklega sem búsetuúrræði fyrir fatlaða.  Hér er átt við fatlaða  fullorðna einstaklinga sem eru á biðlista eftir búsetu við hæfi í Fjallabyggð og eiga á rétt á sértækri þjónustu í skilningi laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra.  Við úthlutun íbúðarinnar verði í megin atriðum farið eftir reglum um úthlutun leiguíbúða á vegum sveitarfélagsins, en auk þess verði lagt mat á þjónustuþörf viðkomandi ásamt aldri fyrirliggjandi umsókna um búsetuþjónustu.

5.Dagvist aldraðra-föndurtímar

Málsnúmer 1008047Vakta málsnúmer

Erindi frá Tryggingastofnun þar sem ítrekuð eru ýmis ákvæði reglna um dagvist aldraðra.

6.Beiðni um aukið framlag fyrir gjaldaliðinn 02-11, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1008088Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að óska eftir auknu framlagi vegna gjaldaliðarins 02-11-fjárhagsaðstoð, þar sem sýnt þykir að fjárhagsrammi skv. áætlun dugar ekki til að mæta útgjöldum ársins.  Félagsmálastjóra falið að senda erindið til bæjarráðs.

7.Trúnaðarmál, umsókn um styrk

Málsnúmer 1008044Vakta málsnúmer

Umsókn synjað.

8.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1007093Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt.

9.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1008028Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt að hluta.

10.Trúnaðarmál, afgreiðslur fjárhagsaðstoðar frá síðasta fundi

Málsnúmer 1005106Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram yfirlit yfir greidda fjárhagsaðstoð.

11.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2010

Málsnúmer 1007092Vakta málsnúmer

Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn á Akureyri dagana 10. - 11. september 2010.  Nefndarmenn félagsmálanefndar munu sækja landsfundinn.

12.Samningur um sálfræðiþjónustu

Málsnúmer 1008095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur um sálfræðiþjónustu við Karenu J. Sigurðardóttur, starfandi sálfræðing á Akureyri.  Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

13.Starfsmannahald félagsþjónustunnar

Málsnúmer 1003153Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri upplýsti að gengið hefur verið frá tímabundinni ráðningu vegna auglýstrar stöðu þroskaþjálfa, sbr. auglýsingu á heimasíðu Fjallabyggðar dags. 22.07.2010.  Helga Helgadóttir hefur verið ráðin í starfið og verður hún með starfstöð í Ólafsfirði.

14.Ársskýrsla um þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu 2009

Málsnúmer 1008048Vakta málsnúmer

Lagt fram

Umræðum um þennan lið frestað til næsta fundar.

15.Könnun á þjónustu sveitarfélaganna við börn og barnafjölskyldur

Málsnúmer 1008067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Kynning á þjónustu - Forsvar ehf

Málsnúmer 1008068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Skýrsla starfshóps um mögulegt samstarf á sviði félagsþjónustu á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1008079Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Samstarf um ADHD vitundarviku 20. - 24. september 2010

Málsnúmer 1007094Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 11.08.2010

Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerð 4. fundar félagsþjónustunefndar Sambands sveitarfélaga

Málsnúmer 1008080Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.