Búsetuúrræði fyrir fatlaða

Málsnúmer 1008085

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 24.08.2010

Félagsmálanefnd leggur til við bæjaryfirvöld að íbúð nr. 204 að Hvanneyrarbraut 42, sem tilheyrir félagslega leiguíbúðakerfinu, verði skilgreind sérstaklega sem búsetuúrræði fyrir fatlaða.  Hér er átt við fatlaða  fullorðna einstaklinga sem eru á biðlista eftir búsetu við hæfi í Fjallabyggð og eiga á rétt á sértækri þjónustu í skilningi laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra.  Við úthlutun íbúðarinnar verði í megin atriðum farið eftir reglum um úthlutun leiguíbúða á vegum sveitarfélagsins, en auk þess verði lagt mat á þjónustuþörf viðkomandi ásamt aldri fyrirliggjandi umsókna um búsetuþjónustu.