Starfsmannahald félagsþjónustunnar

Málsnúmer 1003153

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 31.03.2010

Lagt fram

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir breytingum í starfsmannamálum félagsþjónustu.  Júlía Sæmundsdóttir, félagsráðgjafi hefur sagt starfi sínu lausu  og mun láta af störfum frá og með 31. maí næst komandi.  Lagt er til að áður en auglýst verður eftir nýjum starfsmanni verði fyrst unnin þarfagreining fyrir starfið, þar sem m.a. verði tekið tillit til væntanlegra breytinga á starfsumhverfi t.d. í kjölfar yfirfærslu málefna fatlaðra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 167. fundur - 16.04.2010

48. fundur bæjarstjórnar vísaði dagskrárlið 40. fundar félagsmálanefndar til bæjarráðs.
Fyrir bæjarráði liggja minnispunktar frá félagsmálastjóra.
Bæjarráð hvetur félagsmálastjóra til að hraða þarfagreiningu fyrir sérfræðiþjónustu á vegum félagsþjónustu og barnaverndar.
Bæjarráð beinir því einnig til félagsmálastjóra að auglýst verði eftir félagsráðgjafa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 170. fundur - 20.05.2010

Á fund bæjarráðs mætti félagsmálastjóri og fór yfir starfsmannahald deildarinnar.
Tillaga félagsmálastjóra til bæjarráðs er sú að í stað félagsráðgjafa verði auglýst eftir sálfræðingi, sem hafi það starfssvið í meginatriðum að sinna greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd til einstaklinga, fjölskyldna og fagfólks.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálastjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 176. fundur - 13.07.2010

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um stöðu mála.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 24.08.2010

Félagsmálastjóri upplýsti að gengið hefur verið frá tímabundinni ráðningu vegna auglýstrar stöðu þroskaþjálfa, sbr. auglýsingu á heimasíðu Fjallabyggðar dags. 22.07.2010.  Helga Helgadóttir hefur verið ráðin í starfið og verður hún með starfstöð í Ólafsfirði.