Málefni fatlaðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1005083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 170. fundur - 20.05.2010

Á fund bæjarráðs mætti félagsmálastjóri og upplýsti um stöðu mála varðandi beiðni til félags- og tryggingamálaráðuneytis varðandi það að Ólafsfjörður verði hluti af þjónustusvæði byggðasamlags um málefni fatlaðra á N.l. vestra. Félagsmálastjóri, verkefnisstjóri SSNV og bæjarstjóri áttu fund í ráðuneytinu s.l. mánudag og fæst væntanlega niðurstaða í málið á næstu dögum.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 21.05.2010

Gert er ráð fyrir að á næstu dögum verði unnt að ganga frá beiðni til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins um að Ólafsfjörður verði hluti af þjónustusvæði byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 01.07.2010

Undir þessum lið sat verkefnisstjóri SSNV -málefni fatlaðra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.  Fyrir liggur tillaga frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 21.06.2010, varðandi beiðni um að Ólafsfjörður verði hluti af þjónustusvæði byggðasamlags um málefni fatlaðra á Nl.vestra.  Félagsmálanefnd lítur svo á að tillaga ráðuneytisins sé ekki ásættanleg og ekki til þess fallin að bæta þjónustu við fatlaða í Ólafsfirði.  Einnig skiptir máli í þessu samhengi að svokallað SIS mat hefur ekki farið fram vegna fatlaðra íbúa í Ólafsfirði og mikil óvissa um að svo verði.  Félagsmálanefnd leggur til að óskað verði eftir fundi með fulltrúum félags- og tryggingamálaráðuneytisins, ásamt fulltrúum sveitarfélagsins og verkefnisstjóra SSNV - málefni fatlaðra. 

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 24.08.2010

Félagsmálastjóri og formaður gerðu nefndinni grein fyrir fundi sem haldinn var í félags- og tryggingamálaráðuneytinu þann 12. ágúst s.l.  Á þessum fundi var m.a. rætt um málefni fatlaðra í Ólafsfirði og málefni sambýlisins við Lindargötu 2.