Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

139. fundur 13. september 2022 kl. 16:30 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Friðþjófur Jónsson aðalmaður, A lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Snæbjörn Áki Friðriksson varamaður, H lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Málsnúmer 2206061Vakta málsnúmer

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2022 fer fram í Hofi á Akureyri 15. september nk. Formaður félagsmálanefndar mun sækja fundinn.

2.Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum Covid-19 -2021

Málsnúmer 2104026Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsmáladeildar gerðu grein fyrir ráðstöfun styrkjar til að efla frístundastarf barna í viðkvæmri stöðu.

3.Skýrsla starfshóps um félags- og heilsufarslegar aðgerðir vegna áhrifa heimsfaraldurs á viðkvæma hópa

Málsnúmer 2206036Vakta málsnúmer

Í skýrslunni er birt samantekt um nýlegar rannsóknir á áhrifum COVID-19 á félags- og heilsufarslega þætti hérlendis og í nágrannaríkjunum.
Lagt fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2209028Vakta málsnúmer

Erindi samþykk.

5.Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð

Málsnúmer 2109037Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerir grein fyrir framvindu stöðu verkefnisins.

6.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2208066Vakta málsnúmer

Tillga að samningi ásamt fylgigögnum, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni lögð fram til kynningar. Málið var tekið fyrir á 757. fundi bæjarráðs þann 6. september sl. og bókað að ,,Bæjarráð samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við undirbúning og gerð samnings og leggja aftur fyrir bæjarráð".

Fundi slitið - kl. 18:00.