Bæjarstjórn Fjallabyggðar

140. fundur 14. desember 2016 kl. 17:00 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

Helga Helgadóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016

Málsnúmer 1611016FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Á 475. fundi bæjarráðs, 15. nóvember 2016, voru teknar til umfjöllunar ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017.

    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um hreinsun bílhræja og annars úrgangs á svæðinu vestan við Samkaup í Ólafsfirði.

    Umsögn lögð fram.

    Þá óskaði bæjarráð einnig umsagnar deildarstjóra tæknideildar í tengslum við erindi Hestamannafélagsins Gnýfara um framræstingu á svæðinu við Brimvelli og frágang á svæðinu vestan óss í Ólafsfirði, eftir að jarðgangaframkvæmdum lauk.

    Umsögn lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Á 473. fundi bæjarráðs, 8. nóvember 2016, voru tekin til afgreiðslu erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

    Bæjarráð óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar um stöðu leikvalla í bæjarfélaginu í tengslum við áskorun Bergdísar Helgu Sigursteinsdóttur á bæjaryfirvöld að þau komi upp leikvelli við Hlíðarveg í Ólafsfirði.

    Umsögn lögð fram.
    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útfærslu.

    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar í tengslum við beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara um styrk vegna kaldavatnsinnstaks að Faxavöllum 9 miðað við 40mm inntak.

    Umsögn lögð fram.
    Bæjarráð hafnar beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara að sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar Ármanns V. Sigurðssonar um heimild til að selja gámaeiningar sem hafa verið notaðar við leikskólann Leikskála á Siglufirði.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að kanna möguleika á nýtingu á einni einingu við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði fyrir veitingasölu. Deildarstjóra falið að setja gámaeiningarnar á sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Bæjarráð tók til umfjöllunar á fundi sínum 22. nóvember 2016, úthlutun byggðakvóta.

    Samkvæmt reglum þarf bæjarstjórn að óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 30. nóvember 2016. Samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 koma 135 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 62 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er skerðing um 114 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

    a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

    Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2.000 þorskígildiskílóa úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2015/2016. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallslega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 20 þorskígildistonn.

    b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

    Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

    c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

    Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.


    Jafnframt var lögð fram til kynningar staða á veiddum byggðakvóta vegna síðasta fiskveiðiárs.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samþykkt bæjarráðs um byggðakvóta.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Á 475. fundi bæjarráðs, 15. nóvember 2016, upplýsti deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála, bæjarráð um hugbúnaðarmál bæjarfélagsins, uppfærslur og gagnahýsingu í tengslum við fyrirspurn bæjarfulltrúa Kristins Kristjánssonar.
    Bæjarráð óskaði eftir minnisblaði um hugbúnaðar- og hýsingarmál bæjarfélagsins á næsta fundi.

    Minnisblað lagt fram.

    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir október 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 913,1 m.kr. sem er 96,9% af áætlun tímabilsins sem var 941,8 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 13,3 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 42,1 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 28,8 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagt fyrir erindi Vinnumálastofnunar dagsett 11. nóvember 2016, um samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga við innleiðingu á nýju húsnæðisbótakerfi.
    Um þessar mundir er Vinnumálastofnun að taka upp nýtt húsnæðisbótakerfi, en ný lög um húsnæðisbætur taka gildi 1. janúar 2017. Greiðslustofa húsnæðisbóta mun opna bráðlega og verður hún staðsett á Sauðárkróki.
    Vel heppnuð innleiðing á nýju húsnæðisbótakerfi er háð góðu samstarfi milli Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga um land allt. Vinnumálastofnun telur afar mikilvægt að fá heimild til að nýta þá þekkingu sem skapast hefur hjá sveitarfélögum eftir áralanga umsjón með húsaleigubótum.
    Nú í nóvember mun Vinnumálastofnun opna fyrir umsóknir um húsnæðisbætur. Sótt verður um húsnæðisbætur rafrænt á heimasíðunni husbot.is. Unnið er að því að kynna nýtt húsnæðisbótakerfi og fer Vinnumálastofnun þess á leit við sveitarfélögin að þau aðstoði stofnunina við að auglýsa og kynna breytinguna fyrir skjólstæðingum sínum.
    Við innleiðingu á húsnæðisbótakerfinu er þörf á miðlun upplýsinga milli Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga líkt og gert er ráð fyrir í lögum um húsnæðisbætur.
    Ljóst er að sveitarfélög koma til með að greiða áfram út sérstakan húsnæðisstuðning. Húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun munu jafnan hafa áhrif á þær greiðslur. Til að auðvelda útreikning sveitarfélaga á sérstökum húsnæðisstuðningi er Vinnumálastofnun heimilt að veita upplýsingar um greiðslur húsnæðisbóta og forsendur fyrir útreikningi þeirra til sveitarfélaga.
    Í erindi Vinnumálastofnunar er óskað eftir gagnkvæmri miðlun upplýsinga og að koma á tengiliðum til að auðvelda samskipti á milli aðila.

    Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmáladeildar að hafa samráð um miðlun upplýsinga til Vinnumálastofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagðar fram upplýsingar frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í samningaviðræðum við grunnskólakennara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagt fram uppkast að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. nóvember 2016, um drög að nýrri reglugerð m heimagistingu.

    Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt og telur mikilvægt að tekið verði tillit til athugasemda sem sett eru fram í væntanlegri umsögn.

    Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í uppkasti að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Í erindi kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. nóvember 2106 er óskað eftir upplýsingum um laun starfsmanna sveitarfélaga og stofnana þeirra í október 2016.
    Jafnframt er óskað eftir svari sveitarfélaga og stofnana þeirra hvort þau veiti heimild til að afhenda ópersónurekjanlegar launaupplýsingar starfsmanna til viðkomandi heildarsamtaka launþega. Einnig er beðið um upplýsingar um launabókhaldskerfi sem sveitarfélög og stofnanir þeirra nota.

    Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að Samband íslenskra sveitarfélaga fái upplýsingar eins og undanfarin ár svo unnt sé að halda utan um og fylgjast með þróun launa, en hafnar beiðni um að afhenda ópersónurekjanlegar launaupplýsingar starfsmanna til viðkomandi heildarsamtaka launþega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lögð fram til umsagnar drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 15. nóvember 2016.

    Þann 1. janúar næstkomandi taka gildi ný lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 16. júní sl. Er þar m.a. kveðið á um breytingu á 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þannig að sveitarfélögum verði skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning, sem komi í stað sérstakra húsaleigubóta og að ráðherra skuli, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórna um framkvæmd stuðnings ásamt viðmiðunarfjárhæðum. Stefnt er að því að leiðbeiningarnar liggi fyrir við gildistöku laganna.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagt fram erindi frá eiganda að Hólavegi 17b, Siglufirði, dagsett 25. október 2016, þar sem þess er krafist að Fjallabyggð kosti úttekt og framkvæmdir vegna tjóns á fasteigninni að Hólavegi 17b Siglufirði sem rakið er til hækkaðs vatnsmagns í lóðinni eftir að framkvæmdir hófust á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Hólaveg 17b Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga samráð við Ofanflóðasjóð um úrlausn beiðninnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Tekið fyrir erindi, dagsett 14. nóvember 2016, frá eigendum að Vesturgötu 5 Ólafsfirði vegna skúrs í baklóð.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Í erindi Ferðamálastofu, dagsettu 17. nóvember 2016, er send aftur ósk um samstarfi við sveitarfélög vegna utanumhalds um gagnasafn með mögulegum viðkomustöðum ferðafólks.

    Bæjarráð samþykkir að verða við beiðninni og felur markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar upplýsingar Námsgagnasjóðs um nýjar úthlutunarreglur sjóðsins.

    Námsgagnasjóður var stofnaður á grundvelli laga um námsgögn nr. 71/2007 og hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa. Þann 31. október 2016 tóku við nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs nr. 899. Helstu breytingar með tilkomu úthlutunarreglnanna eru að:
    Grunnskólar þurfa ekki lengur að skila inn skilagrein til sjóðsins.
    Ábyrgð á eftirfylgd með ráðstöfun fjármagns úr sjóðnum er færð til rekstraraðila grunnskóla, þ.e.a.s. að þeim er ætlað að fylgjast með því að grunnskólar nýti fjármagnið samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins.
    Námsgagnasjóður getur kallað eftir gögnum um ráðstöfun úthlutunarfjár frá rekstraraðilum grunnskóla.
    Vakin er athygli á því að samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins er grunnskólum einungis heimilt að ráðstafa fjármunum úr Námsgagnasjóði til kaupa á námsgögnum frá lögaðilum öðrum en Menntamálastofnun og skulu námsgögnin samrýmast markmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Óheimilt er að verja fjármunum úr Námsgagnasjóði til búnaðar- og tækjakaupa.

    Bæjarráð vísar nýjum úthlutunarreglum til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningardeildar og til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lögð fram umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfinu fyrir árið 2017.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 hefur þegar verið samþykkt í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Eyþing og Orkustofnun boða til fundar um raforkumál á Norðurlandi eystra, á Akureyri 30. nóvember 2016 kl. 13:30.

    Efni fundarins:
    -Staðan í sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra
    -Verndar og orkunýtingaráætlun
    -Virkjanir á Norðurlandi eystra
    -Staðan í orkumálum
    -Raforkuverð
    -Virkjunarkostir á Norðurlandi Eystra í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar
    -Fjórði áfangi verndar- og orkunýtingaráætlunar
    -Vindatlas Veðurstofunnar
    -Smærri virkjunarkostir

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar fundargerðir HNV frá 15. september 2016 og 10. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016

Málsnúmer 1611017FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 476. fundi bæjarráðs, 22. nóvember 2016, var óskað eftir nánari
    útfærslu deildarstjóra tæknideildar varðandi leiktæki á leiksvæði við Hlíðarveg í Ólafsfirði í tengslum við áskorun Bergdísar Helgu Sigursteinsdóttur á bæjaryfirvöld.

    Lögð fram nánari útfærsla deildarstjóra tæknideildar vegna leiktækja á leiksvæði við Hlíðarveg.

    Bæjarráð samþykkir að taka erindið til endanlegrar afgreiðslu í vor, þegar ljóst verður hvernig aðstæður eru varðandi undirlag og aðgengi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 475. fundi bæjarráðs, 15. nóvember 2016, var lögð fram fyrirspurn frá fundi stjórnar félags eldri borgara, 2. nóvember 2016, hvort gerlegt væri að fjölga bílastæðum við Skálarhlíð á Siglufirði.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.

    Umsögn deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

    Í umsögn kemur m.a. fram að eini raunhæfi möguleikinn til þess að fjölga bílastæðum séu norðan við lóðarmörk Hlíðarvegar 46 Siglufirði. Þar væri hægt að útbúa fimm stæði. Eigandi Hlíðarvegar 46 fellst á fjölgun stæða á þessum stað. Kostnaður er áætlaður allt að tveimur milljónum.

    Bæjarráð samþykkir að fjölga bílastæðum samkv. tillögu. Fjárveiting komi frá framkvæmdalið fjárhagsáætlunar 2017, Ýmis smáverk.

    Bæjarráð áréttar að bílastæði við Skálarhlíð verði merkt íbúum Skálarhlíðar almennt.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs um fjölgun bílastæða við Skálarhlíð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 476. fundi bæjarráðs, 22. nóvember 2016, var tekið fyrir erindi frá eigendum að Vesturgötu 5 Ólafsfirði vegna skúrs í baklóð.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína um að bæjarfélagið eigi ekki aðkomu að lausn málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 10. nóvember 2016, óskaði Heilbrigðisnefnd N.v. eftir fundi með fulltrúum Ramma, Prímex og Fjallabyggðar, í framhaldi af bréfi og gögnum frá Fjallabyggð, sem gáfu til kynna að rækjuskel bærist út í viðtaka í gegnum fráveitulagnir frá framleiðslufyrirtækjum.

    Lagt fram minnisblað frá fundi 21. nóv. sl.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari skýringum frá Heilbrigðisnefnd N.v. á því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir mengun sem varð í höfninni á Siglufirði s.l. sumar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram drög að uppfærðum reglum um frístundastyrki.

    Samkvæmt reglunum er upphæð frístundarstyrks fyrir árið 2017 kr. 20.000.
    Sendar eru út tvær ávísarnir hver að upphæð kr. 10.000.

    Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur um frístundastyrki.
    Jafnframt er deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála falið að birta þær á heimasíðu Fjallabyggðar og auglýsa vel, þegar bæjarstjórn hefur staðfest reglurnar.

    Sólrún Júlíusdóttir óskað að eftirfarandi yrði bókað:
    "Við samanburð á skólagjöldum Tónskólans á milli ára, þá kemur í ljós að hækkun sem foreldrar í Fjallabyggð verða að greiða vegna barna sinna er kr. 19.966 á ári eða um 37,8% hækkun. Þetta stafar af því að verið er að samræma gjöldin í Fjallabyggð og á Dalvík vegna sameiningar á Tónskólunum. Ljóst er að þessi hækkun mun koma ungu fjölskyldufólki afar illa og því þarf að koma til móts við auknar álögur á íbúa sveitarfélagsins. Þá eru einnig önnur gjöld sem eru að hækka verulega milli ára, t.d. leikskólagjöld.

    Í ljósi þessa legg ég til að samræmi verði einnig á frístundastyrk á milli þessara tveggja sveitarfélaga, þannig að börn í Fjallabyggð fái sambærilegan frístundastyrk og börn á Dalvík.
    Því legg ég til að frístundastyrkurinn í Fjallabyggð verði kr. 60.000 í stað 20.000".

    Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson bókuðu eftirfarandi:
    "Hækkun á skólagjöldum í Fjallabyggð vegna sameiningar Tónskóla Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar hefur ekkert með ákvörðun um upphæð frístundastyrks að gera.

    Meirihluti bæjarráðs vill vekja athygli á því að fulltrúar Framsóknarflokks samþykktu fjárhagsáætlun og gjaldskrár fyrir árið 2017 bæði í bæjarráði og bæjarstjórn athugasemdalaust og bárust engar breytingartillögur á milli umræðna. Því vekur það furðu að bæjarfulltrúi Framsóknarflokks leggi þessa tillögu fram þegar einungis er liðin rúm vika frá því að fjárhagsáætlun var samþykkt."

    Sólrún Júlíusdóttir óskað að eftirfarandi yrði bókað:
    "Það er mín skoðun að gjaldskrárhækkanir á barnafjölskyldur hafi farið langt fram úr öllu velsæmi, þegar allt er tiltalið, enda kemur það fram í áætluðum rekstrarhagnaði sveitarfélagsins uppá 177 m.kr. Til mín hafa leitað barnafjölskyldur, sem hafa verulegar áhyggjur af auknum álögum. Á þessar raddir ber bæjarfulltrúum að hlusta. Undirrituð viðurkennir mistök í auknum álögum á barnafjölskyldur og þau ber að lagfæra".

    Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson bókuðu eftirfarandi:
    "Meirihluti bæjarráðs harmar að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hafi ekki verið betur inni í málunum við afgreiðslu gjaldskráa og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 en raun ber vitni. Meirihluti bæjarráðs vill taka fram að gjaldskrá Tónskólans á Tröllaskaga er ein sú lægsta á landinu. Þá eru leikskólagjöld hækkuð um 5,5% á milli ára eða sem nemur um 1400 kr. á mánuði fyrir 8 tíma vistun. Á sama tíma hafa laun hjá bæjarfélaginu hækkað um 14% á árinu 2016 og því mikilvægt að bregðast við".
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu að reglum um frístundastyrki.
    Sólrún Júlíusdóttir og Kristinn Kristjánsson sátu hjá.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, samþykkti bæjarráð útboðslýsingu á ræstingu fyrir leikskólann Leikskála, Siglufirði og leikskólann Leikhóla, Ólafsfirði.
    Reiknað var með að ræsting á grundvelli útboðsins hæfist 2. janúar 2017 og að gerður yrði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 31. desember 2019, með möguleika á framlengingu 2 sinnum 1 ár í senn.

    Tilboð voru opnuð 15. nóvember 2016.

    Minnisblað deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála lagt fram.
    Tvö tilboð bárust:
    Sólrún Elíasdóttir bauð í ræstingu á Leikskálum Siglufirði.
    Tómas Waagfjörð bauð í ræstingu bæði á Leikskálum Siglufirði og Leikhólum í Ólafsfirði. Við yfirferð á tilboði Tómasar reyndist það ekki vera gilt.
    Lagt er til að tilboði Sólrúnar Elíasdóttur verði tekið og ræstingar vegna Leikhóla verði boðnar út aftur.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sólrúnar Elíasdóttur í ræstingar á Leikskálum, Siglufirði og að ræstingar vegna Leikhóla Ólafsfirði verði boðnar út aftur.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs varðandi ræstingu í leikskólum Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála er varðar samning um ljósritun, prentun og skönnun og heimild til að framlengja samning um tvö ár við Nýherja.

    Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um tvö ár.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram drög að samningi um leigu, hýsingu og innleiðingu á vinnutímakerfinu VinnuStund hjá Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga á grundvelli tilboðs.

    Gert er ráð fyrir að innleiðing á kerfinu hefjist 2017 og henni ljúki á því ári.
    Bæjarráð samþykkir að öll skráning vinnutíma starfsmanna Fjallabyggðar verði gerð í gegnum þetta vinnutímakerfi.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, upplýsti deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála bæjarráð um óleystan ágreining við Wise lausnir ehf. í kjölfar uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfi bæjarins.
    Bæjarráð samþykkti að fela lögmanni að leggja mat á næstu skref í málinu.

    Umsögn lögmanns lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni að leggja fram sáttartillögu í málinu er byggir á fyrirliggjandi umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 473. fundi bæjarráðs, 8. nóvember var lagt fram erindi Hrannar Einarsdóttur, þar sem kvartað var undan hávaða frá líkamsræktarsalnum í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði, sundlaugargestum til mæðu.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

    Umsögn lögð fram

    Bæjarráð samþykkir að farið verið eftir tillögu deildarstjóra og takmarka aðgengi að stillingum útvarps við starfsmenn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 473. fundi bæjarráðs, 8. nóvember 2016, var til umfjöllunar erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar varðandi endurbætur á syðsta hluta aðalvallar KF í Ólafsfirði.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

    Umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar komi á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í ljósi umræðu um launastöðu grunnskólakennara.
    Þar segir m.a.:
    "Síðasti kjarasamningur sem gerður var við Félag grunnskólakennara hafði gildistímann 1. maí 2014 - 31. maí 2016. Í þeim kjarasamningi var samið um breytingar á vinnutímakafla kjarasamnings og launahækkanir sem ætlað var að rétta af launastöðu grunnskólakennara gagnvart öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga.

    Þær launahækkanir leiddu til þess að meðaldagvinnulaun félagsmanna hafa hækkað um 30% á samningstímanum. Byrjunarlaun grunnskólakennara hafa á sama tíma hækkað sem nemur um 34% en aðilar voru sammála um nauðsyn þess að hækka byrjunarlaun til að bregðast við lítilli ásókn í kennaranámið.

    Kjarasamningar grunnskólakennara voru lausir frá 1. júní 2016 og hefur samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í tvígang undirritað kjarasamning við Félag grunnskólakennara frá þeim tíma, annarsvegar í lok maí 2016 og hinsvegar í lok ágúst 2016. Þeir samningar hefðu tryggt kennurum sambærilegar hækkanir og samið hefur verið um við aðra hópa á vinnumarkaði vegna áranna 2016-2018. Báðir samningarnir voru felldir í atkvæðagreiðslu kennara.

    Ný útskrifaður grunnskólakennari með fimm ára háskólamenntun og án starfsreynslu fær í dag grunnlaun sem nema 418.848 kr. á mánuði. Nýútskrifaður grunnskólakennari sem tekur að sér umsjónarkennslu fær 441.435 kr. í grunnlaun.

    Grunnskólakennari sem lokið hefur 5 ára háskólanámi og hefur 15 ára starfsreynslu fær í dag 490.818 kr. í grunnlaun og 517.787 kr. starfi viðkomandi sem umsjónarkennari.

    Meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara eru um 480.000 kr. í dag.

    Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði".
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.13 1611072 Jólaaðstoð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram beiðni um jólaaðstoð, dagsett 17. nóvember 2016, frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð.

    Þar sem félagsmáladeild bæjarins er með jólaaðstoð fyrir sína skjólstæðinga sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 476. fundi bæjarráðs, 22. nóvember 2016, var lagt fram fundarboð Eyþings og Orkustofnunar um raforkumál á Norðurlandi eystra, á Akureyri 30. nóvember 2016 kl. 13:30.

    Efni fundarins verður:
    -Staðan í sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra
    -Verndar og orkunýtingaráætlun
    -Virkjanir á Norðurlandi eystra
    -Staðan í orkumálum
    -Raforkuverð
    -Virkjunarkostir á Norðurlandi Eystra í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar
    -Fjórði áfangi verndar- og orkunýtingaráætlunar
    -Vindatlas Veðurstofunnar
    -Smærri virkjunarkostir
    Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að sækja fundinn.

    Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að einnig sæki fundinn S. Guðrún Hauksdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Í erindi Sigurðar Ægissonar, dagsettu 22. nóvember 2016, eru bæjarráði þökkuð skjót viðbrögð varðandi Álfkonustein og ráðið jafnframt hvatt til að leita að minjum af þessum toga í landi Siglufjarðar, Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar og setja við þær viðeigandi merkingar.
    Sigurður býðst jafnframt til þess að verða bæjaryfirvöldum innan handar í því efni hvað Siglufjörð varðar.

    Bæjarráð þakkar hlý orð í sinn garð og vísar í fyrirliggjandi skýrslur eins og "Fornleifaskráning í Hvanneyrarhreppi I
    Minjar á Úlfsdölum og í Siglufjarðarbæ" eftir Birnu Lárusdóttur og Sigríði Þorgeirsdóttur,
    "Fornleifakönnun- Jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar", eftir Orra Vésteinsson frá 2001 og "Leiðigarðar á Siglufirði: álitsgerð vegna fornleifa í tengslum við umhverfismat og fyrirhugaða leiðigarða á Siglufirði, eftir Bjarna F. Einarsson frá 1997.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lagt fram til kynningar, erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17. nóvember 2016, þar sem vakin er athygli sveitarstjórna og skólanefnda á mikilvægu framtaki til að kynna iðn- og verkgreinar á Íslandi, en dagana 16. - 18. mars 2017 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í Reykjavík.

    Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Í erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, er óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til göngubrúar yfir Ólafsfjarðará, þar sem brúin sé að hruni komin.

    Samkv. aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, er göngubrúin ekki á skipulagðri gönguleið.
    Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 24. nóvember 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu veitinga að Þverá í Ólafsfirði.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Eyþings 2016.
    Í stað þess að leggja fram fjölda ályktana var að þessu sinni lögð fram ein heildstæð ályktun sem tekur til nokkurra lykilmála og með skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016

Málsnúmer 1612001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016, í tengslum við erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar varðandi endurbætur á syðsta hluta aðalvallar KF í Ólafsfirði, var samþykkt að óska eftir því að fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar kæmu á fund bæjarráðs.

    Fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, Kristján R. Ásgeirsson og Heiðar Gunnólfsson mættu á fund bæjarráðs, ásamt deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála Kristni J. Reimarssyni.

    Farið var yfir stöðu og viðhald aðalvallar og æfingasvæða.
    Bæjarráð samþykkir að vísa endurnýjun á rekstrarsamningi við félagið til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lagt fram erindi frá Bryndísi Þorsteinsdóttur, dagsett 28. nóvember 2016, varðandi gjaldskrárhækkanir 2017.

    Meirihluti bæjarráðs þakkar Bryndísi fyrir bréfið og vill taka fram að leikskólagjöldum í Fjallabyggð er stillt í hóf og er hlutur foreldra í kostnaði við rekstur leikskólans árið 2017 16% að meðtöldum fæðiskostnaði, en að honum frádregnum er hlutur foreldra 13%, sem er ein lægsta hlutdeild meðal sveitarfélaga. Sterk fjárhagsstaða og ábyrgur rekstur er forsenda þess að hægt sé að veita góða grunnþjónustu og að hafa innviði sveitarfélagsins í góðu ásigkomulagi, m.a. má nefna viðbyggingu við Leikskála og endurnýjun grunn- og leikskólalóða sem áætluð er á næstu árum.

    Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:
    "Undirrituð tekur undir áhyggjur ungra barnafjölskyldna og leggur til að skoðuð verði þróun á gjöldum sveitarfélagsins hjá dæmigerðri ungri barnafjölskyldu.

    Undirrituð gerir sér fulla grein fyrir því að búið er að samþykkja fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, en jafnframt hefur sagan sýnt það að oftlega þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlanir.

    Óskað er eftir því að samanburður gjalda á árunum 2014-2016 verði skoðaður auk áætlaðra gjalda á árinu 2017. Gjöldin sem skoðuð verði eru fasteignaskattar með öllu tilheyrandi, leikskólagjöld, lengd viðvera, skólamatur og tónskóli.

    Óskar undirrituð eftir því að samanburður gjalda skv. framangreindu, verði lagður fram á næsta fundi bæjarráðs".
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 29. nóvember 2016, undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) nýjan kjarasamning.
    Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn mun liggja fyrir þann 12. desember næstkomandi.

    Kynning á helstu atriðum samnings lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016, í tengslum við minnisblað frá fundi heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftirlits N.v. með fulltrúum Ramma, Prímex og Fjallabyggðar, 21. nóvember s.l., samþykkti bæjarráð að óska eftir nánari skýringum frá Heilbrigðisnefnd N.v. á því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir mengun sem varð í höfninni á Siglufirði s.l. sumar.

    Lögð fram til kynningar beiðni Heilbrigðiseftirlitsins til Primex um nánari upplýsingar um framvindu rannsóknaverkefna um frekari vinnslu á próteini úr rækjuhrati.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Bæjarstjóri, jafnframt hafnarstjóri kynnti bæjarráði drög að samningi um löndunarþjónustu í Ólafsfjarðarhöfn við
    Betri vörur ehf kt.450508-2250 Múlavegi 7 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Jafnframt vísar bæjarráð samningi til kynningar í hafnarstjórn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning um löndunarþjónustu í Ólafsfjarðarhöfn.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Tekið til umfjöllunar erindi sem frestað var á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016.

    Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 24. nóvember 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu veitinga að Þverá í Ólafsfirði.

    Samkv. lögum nr. 85/2007 ber sveitarstjórnum m.a. að staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn er lýtur að ofangreindum forsendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir október 2016.
    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til október 2016, er 4 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
    Tekjur umfram gjöld eru 102,9 millj. í stað 106,9 millj.
    Tekjur eru 78,2 millj. hærri en áætlun, gjöld 109,7 millj. hærri og fjármagnsliðir 27,5 millj. lægri.

    Stærstu frávik tengjast lægra útsvari m.a. vegna minni tekna er viðkemur sjávarútvegi, lægri hafnartekjum, lægri fasteignagjöldum, hækkun lífeyrisskuldbindinga, hærra viðhaldi á fráveitu- og vatnsveitukerfum og lægri fjármagnsgjöldum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 139. fundur bæjarstjórnar, 2. desember 2016, vísaði til bæjarráðs, skipun í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjallabyggðar verði Gunnar I. Birgisson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram til kynningar skýrslan Verstöðin Ísland, hagræðing og landfræðileg samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi 1993-2003 sem Íslenski sjávarklasinn gaf út. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga styrktu útgáfuna og telja að hún muni gagnast stjórn samtakanna í hagsmunabaráttu fyrir aðildarsveitarfélögin. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Tekið fyrir erindi félagasamtakanna Veraldarvina, dagsett 30. nóvember 2016, þar sem könnuð er þörf bæjarfélagsins á sjálfboðaliðum Veraldarvina í ýmis verkefni 2017.

    Bæjarráð þakkar fyrir þeirra vinnuframlag 2016, en gerir ekki ráð fyrir sambærulegu framlagi 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lagt fram til kynningar fundarboð til bæjarfulltrúa Fjallabyggðar, frá félagsmönnum FT við Tónlistarskólann á Tröllaskaga, 13. des 2016, kl. 11.00 í tónlistarskólanum á Dalvík.
    Efni fundarins er samtal um launaþróun tónlistarkennara og stöðu kjaraviðræðna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lagt fram kynningarefni frá fundi Eyþings og Orkustofnunar um raforkumál á Norðurlandi eystra sem haldinn var 30. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram beiðni frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, dagsett 29. nóvember 2016, um styrk vegna tónlistarflutnings í Fjallabyggð vorið 2017.

    Búið er að afgreiða fjárhagsáætlun 2017, en bæjarráð er tilbúið að veita styrk til verkefnisins, sem nemur húsaleigu í Menningarhúsi Fjallabyggðar, Tjarnarborg ef hljómsveitin vill nýta sér þá aðstöðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram beiðni frá Aflinu, dagsett 1. desember 2016, um stuðning við starfsemina.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, þar sem búið er að afgreiða fjárhagsáætlun 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Tekin fyrir beiðni frá Þorleifi Björnssyni um breytingu á úthlutunarreglum um byggðakvóta þannig, að dagsetning skráningar báts í byggðalagi verði 1. desember 2016 í stað 1. september 2016.

    Þar sem frestur ráðuneytis til breytinga er runninn út getur bæjarráð ekki orðið við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð Eyþings frá 288. fundi, 23. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 844. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 25. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016

Málsnúmer 1612003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Bæjarráð bókar eftirfarandi:

    Borist hefur tölvupóstur, dagsettur 2. desember 2016 frá Síldarleitinni sf., þar sem farið er fram á greiðslu vegna tjóns og rekstrartaps Síldarleitarinnar sf. vegna framkvæmda við skólpdælubrunn, sem dælir skólpi úr aðalræsi bæjarins 155 m út fyrir grjótvörnina.
    Fullyrt er að allar framkvæmdir við fráveituna hafi verið án heimildar eða samþykkis lóðarleiguhafa.

    Lóðarleiguhafa var gert viðvart löngu áður en framkvæmdir hófust og er Fjallabyggð í fullum rétti að staðsetja útrásarbrunninn þar sem hann er, en hann er 0.3 m inn á lóð Tjarnargötu 16. Rétt er að vitna í lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna lög nr. 9/2009 18.grein fyrri málsgrein, en þar segir:

    "Skylt er landeigendum og lóðarhöfum að láta af hendi land, mannvirki og landsafnot og þola nauðsynlegar eignaskiptir vegna fráveituframkvæmda og lagna".

    Ennfremur segir í samþykkt Fjallabyggðar um fráveitu og rotþrær 15. grein:

    "Eigendum fasteigna er skylt að hlíta því að lagnir fráveitu sveitarfélagsins séu lagðar um lóðir þeirra eða lönd og fram fari nauðsynlegt viðhald og hreinsun. Fjallabyggð er skylt að halda raski í lágmarki og ganga snyrtilega um og færa allt til fyrra horfs eins og við verður komið".

    Samkvæmt upplýsingum frá tæknideild Fjallabyggðar höfðu framkvæmdir við útrásina mjög lítil áhrif á rekstur gistiheimilisins.

    Bæjarráð Fjallabyggðar vísar öllum ásökunum á hendur bæjarfélagsins, sem fram koma í tölvupósti Síldarleitarinnar sf. alfarið á bug og hafnar kröfu fyrirtækisins.

    Þá má benda á að fyrri útrás var staðsett örfáum metrum utan grjótvarnarinnar, en nú er skolpinu dælt í viðtaka 155 metra frá landi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Á 478. fundi bæjarráðs, 6. desember 2016, óskaði Sólrún Júlíusdóttir eftir því að samanburður gjalda á árunum 2014-2016 yrði skoðaður auk áætlaðra gjalda á árinu 2017. Gjöldin sem skoðuð yrðu, væru fasteignaskattar með öllu tilheyrandi, leikskólagjöld, lengd viðvera, skólamatur og tónskóli.

    Bæjarstjóri kynnti svör við fyrirspurn.

    Sólrún Júlíusdóttir óskar að eftirfarandi sé bókað.

    "Í greinargerð bæjarstjóra er ekki svarað með fullnægjandi hætti fyrirspurn minni. Sem dæmi, þá byggjast svör að hluta til á prósentum í stað fjárhæða. Einhverjum gjöldum hjá leikskólanum var sleppt. Þá virðist vera tekin inn í dæmið meðaltalshækkun allra eigna, þ.m.t. atvinnuhúsnæði, sem skekkir myndina gagnvart þróun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis.
    Undirrituð leggur áherslu á að menn geri sér grein fyrir þeim breytingum á gjöldum og sköttum sem íbúar hafa tekið á sig á undanförnum árum, sem síðan leiðir til sterkrar stöðu sveitarsjóðs.

    Undirrituð telur að það sé komið að þolmörkum í skattlagningu á íbúa sveitarfélagsins og hvetur til samráðs allra bæjarfulltrúa til að skoða álögur á bæjarbúa.

    Undirrituð leggur því til að boðað verði til samráðs við íbúa sveitarfélagsins, á nýju ári, með því að halda íbúaþing um áherslur í rekstri sveitarfélagsins, fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar".

    Bæjarstjóri óskaði að bókað væri að hann vísaði því á bug að fyrirspurn hafi verið svarað á ófullnægjandi hátt.

    Meirihluti bæjarráðs vill ítreka að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins samþykkti fjárhagsáætlun 2017, þmt. gjaldskrárhækkanir, án athugasemda. Þess má geta að sami bæjarfulltrúi hefur samþykkt gjaldskrárhækkanir og fjárhagsáætlanir áranna 2014, 2015 og 2016.

    Lífsnauðsynlegt er fyrir bæjarsjóð að vera rekinn með rekstrarafgangi til þess að hægt sé að viðhalda góðu þjónustustigi og sinna innviðauppbyggingu og viðhaldi. Rekstrarniðurstaða ársins 2016 er lakari en rekstarniðurstaða ársins 2015, vegna mikilla launahækkana og hækkana á lífeyrisskuldbindingum og lækkandi tekna sjómanna og hafnarsjóðs vegna lægra fiskverðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Á 139. fundi bæjarstjórnar, 2. desember 2016, í tengslum við uppsögn Kristins J. Reimarssonar á starfi sem deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, var samþykkt að vísa beiðni hans um síðasta vinnudag til bæjarráðs.

    Afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir nóvember 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 1.008,1 m.kr. sem er 96,9% af áætlun tímabilsins sem var 1.040,0 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 14,8 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 46,7 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 31,9 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 30. nóvember 2016.
    Innborganir nema kr. 908,5 milljónum sem er 94% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 963,2 milljónum.

    Einnig var lagt fram yfirlit með samanburði við sjö önnur sveitarfélög fyrir sama tímabil.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.6 1609092 Dagdvöl aldraðra
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Í erindi til heilbrigðisráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar, dagsett 27. september 2016, sótti Fjallabyggð um fjölgun dagvistarrýma við dagdvöl aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Vísað var til þess að undanfarin ár hefði þátttaka eldra fólks í dagdvölinni verið langt umfram fjölda þessara sjö dagvistarýma eða rúmlega þreföld.
    Hlutfall eldri borgara í Fjallabyggð er mjög hátt eða 19%, samanborið við landsmeðaltalið sem er 12%.

    Í svari Velferðarráðuneytisins frá 30. nóvember 2016, kemur fram skilningur á mikilvægi dagdvalar sem stoðþjónustu við aldraða sem búa heima, en í fjárlögum þessa árs sé ekki gert ráð fyrir auknu fjármagni til fjölgunar dagdvalarrýma. Ef aðstæður breytast muni ráðuneytið hafa erindið í huga.

    Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Á 137. fundi bæjarstjórnar 26. október 2016, var samþykkt að stofna sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.

    Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri.
    Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.

    Öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.

    Lögð fram til kynningar tillaga að samþykkt fyrir öldungaráð.

    Bæjarráð óskar eftir tilnefningum frá félagi eldri borgara í Ólafsfirði og á Siglufirði, tveimur frá hvoru félagi hið fyrsta.
    Fulltrúi bæjarfélagsins verður kosinn á bæjarstjórnarfundi 14. desember 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Í erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, er óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til göngubrúar yfir Ólafsfjarðará, þar sem brúin sé að hruni komin.

    Samkv. aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, er göngubrúin ekki á skipulagðri gönguleið.
    Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.

    Umsögn deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

    Töluverð hætta stafar af brúnni í dag og allt viðhald fram til þessa vegna brúarinnar hefur verið á vegum bæjarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir áætlun á kostnaði við að láta fjarlægja brúnna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Boðað er til hluthafafundar í Seyru ehf föstudaginn 16. desember 2016, þar sem m.a. verður kynning á fyrirhugaðri sölu á húseign félagsins.

    Fulltrúi Fjallabyggðar er Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. desember 2016, vegna skila starfshóps sem settur var saman til þess að bregðast við áliti Persónuverndar í máli nr. 1203/2015 og varðaði skráningu og meðferð persónuupplýsinga um nemendur í grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi. Jafnframt voru lagðar fram leiðbeiningar og tillögur til sveitarfélaga og grunnskóla til þess að samræma viðbrögð og bæta framkvæmd svo hún uppfylli gildandi persónuverndarlöggjöf, með það að markmiði að undirbúa sveitarfélögin undir nýjar persónuverndarreglur sem áætlað er að taki gildi í maí 2018.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Lögð fram tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. desember 2016, sem send var til grunnskóla, skólaskrifstofa, formanna fræðslunefnda og framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

    Þar kemur m.a. fram að úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2017-2018 sé lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 144 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 35 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 24% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

    Nöfn námsleyfishafa verða birt á vefsíðu Námsleyfasjóðs um miðjan desember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Lagt fram til kynningar minnisblað samstarfsnefndar Sjúkratrygginga Íslands, SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fyrirkomulag og uppgjör á 1.500 m. kr. vegna aukinna útgjalda hjúkrunarheimila.

    Bæjarráð fagnar auknu fjármagni til reksturs hjúkrunarheimila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Á 476. fundi bæjarráðs, 22. nóvember 2016, var tekin fyrir ósk Ferðamálastofu um samstarfi við sveitarfélög vegna utanumhalds um gagnasafn með mögulegum viðkomustöðum ferðafólks.
    Bæjarráð samþykkti að verða við beiðninni og fól markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur verkefnið.

    Afgreiðsla lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. desember 2016, vegna UT-dagsins, sem haldinn var 1. desember sl., en þar voru kynnt áhrif nýrrar ESB-löggjafar, sem verður innleidd í íslensk lög á næstu misserum, um persónuvernd og net og upplýsingaöryggi, á stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Þessar nýju reglur fela í sér auknar kröfur á opinbera og einkaaðila í þessum efnum. Í niðurlagi bréfs sambandsins til allra sveitarfélaga kemur fram að afar mikilvægt að sveitarfélög fari nú þegar að huga að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf.
    Sveitarfélög eru þess vegna hvött til að kynna sér upptöku af framsögum á UT-deginum á http://www.samband.is/vidburdir/fundir-og-radstefnur/atburdir/2016/12/01/eventnr/958 og upplýsingar á heimasíðu Persónuverndar http://www.personuvernd.is/ny-personuverndarloggjof-2018/.
    Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 24. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13. desember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð Skipulags- og umhverfisnefnd frá 7. desember 2016 Bókun fundar Afgreiðsla 479. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 7. desember 2016

Málsnúmer 1612002FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 7. desember 2016 Inkalla þarf hluta af lóð Vetrarbrautar 21-23 vegna skipulagsástæðna þar sem lóðin liggur að hluta til yfir fyrirhugaða framlengingu Þormóðsgötu.

    Nefndin samþykkir að innkalla hluta af lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag á Þormóðseyri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 7. desember 2016 Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag lóða norðan við Hafnarbryggju lögð fyrir nefndina.

    Nefndin samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og að hefja vinnu við deiliskipulagstillögu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 7. desember 2016 Karl Konráð Baldvinsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda Norðurgötu 4b.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 7. desember 2016 Sigurlína Káradóttir óskar eftir leyfi fyrir atvinnustarfsemi í íbúðarbyggð. Um er að ræða hárgreiðslustofu á neðri hæð að Laugarvegi 18 sem nú er skráð íbúðarhúsnæði að öllu leyti.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 7. desember 2016 Nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Hverfisgötu 36 lagður fyrir nefnd. Áður hafði nefndin samþykkt að úthluta lóð undir spennistöð Rarik þann 16.11.2011.

    Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 7. desember 2016 Rekstraryfirlit október 2016 lagt fyrir nefndina.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar grein 46. - Atvinnumálanefnd

Málsnúmer 1611056Vakta málsnúmer

Á 138. fundi bæjarstjórnar, 18. nóvember 2016, var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi tillaga og henni jafnframt vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn:

"Lagt er til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að atvinnumálanefnd verði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála verði falið að útbúa nýtt erindisbréf fyrir markaðs- og menningarnefnd og liggi það fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður um miðjan desember n.k."

Erindisbréf lagt fram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að atvinnumálanefnd verði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa til bæjarráðs, fullnaðarafgreiðslu á erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að fella út níunda lið B hluta 46. greinar samþykkta um stjórn Fjallabyggðar, þar sem Atvinnumálanefnd er tilgreind.
"9. Atvinnumálanefnd fer með verkefni á sviði atvinnumála ásamt öðrum
þeim verkefnum sem henni eru falin með erindisbréfi".

7.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

a. Kosning varaformanna.
Samkvæmt 46. gr. samþykkta um stjórn Fjallabyggðar, skal bæjarstjórn kjósa varaformann í nefndum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að varaformönnum eftirtalinna nefnda:

Hafnarstjórn: Ásgeir Logi Ásgeirsson
Félagsmálanefnd: Sæunn Gunnur Pálmadóttir
Skipulags- og umhverfisnefnd: Hilmar Þór Elefsen
Markaðs- og menningarnefnd: Ægir Bergsson
Fræðslu- og frístundanefnd: Sæbjörg Ágústsdóttir

b. Áheyrnarfulltrúar.

Með vísun í 42. greinar um stjórn Fjallabyggðar, hefur B listi Framsóknarflokksins óskað eftir að fá að tilnefna áheyrnarfulltrúa í fræðslu- og frístundanefnd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að áheyrnarfulltrúi B lista í fræðslu- og frístundanefnd verði Jón Valgeir Baldursson og til vara Sóley Anna Pálsdóttir.

Með vísun í 42. greinar um stjórn Fjallabyggðar, hefur F listi Fjallabyggðarlistans óskað eftir að fá að tilnefna áheyrnarfulltrúa í hafnarstjórn, félagsmálanefnd, skipulags- og umhverfisnefnd og markaðs- og menningarnefnd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að áheyrnarfulltrúar F lista verði í:
Hafnarstjórn: Kristinn Kristjánsson og til vara Guðlaugur Magnús Ingason
Félagsmálanefnd: Kristinn Kristjánsson og til vara Guðlaugur Magnús Ingason
Skipulags- og umhverfisnefnd: Kristinn Kristjánsson og til vara Guðlaugur Magnús Ingason
Markaðs- og menningarnefnd: Kristinn Kristjánsson og til vara Guðlaugur Magnús Ingason

c. Bæjarráð

Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Helga Helgadóttir.

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram ósk um að varabæjarfulltrúi B-listans yrði varamaður í bæjarráði með vísan í aðra málsgrein 36. greinar sveitarstjórnarlaga, þar sem stendur, að heimilt sé að ákveða að aðalfulltrúar og varafulltrúar af sama framboðslista og hinn kjörni byggðaráðsmaður verði varamaður hans, í þeirri röð sem þeir skipuðu listann þegar kosið var til sveitarstjórnar.

Forseti bæjarstjórnar Helga Helgadóttir óskaði að bókað yrði:
"Í 26. gr. samþykktar um stjórn Fjallabyggðar stendur eftirfarandi um kjörgengi varamanna í bæjarráð „Varamenn skal einnig velja úr hópi aðalfulltrúa í bæjarstjórninni, sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga“. Forseti getur ekki fallist á tilnefningu varabæjarfulltrúa framsóknarflokksins til varamanns í bæjarráð þar sem það samræmist ekki gildandi samþykktum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúa B- listans er bent á að leita álits Innanríkisráðuneytisins".

d. Öldungaráð
Á 137. fundi bæjarstjórnar, 26. október 2016, var samþykkt að stofna
sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.

Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri.
Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.

Öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að skipa S. Guðrúnu Hauksdóttur sem fulltrúa Fjallabyggðar og jafnframt formann, í öldungaráðið og til vara Steinunni Maríu Sveinsdóttur.

e. Stjórn Róta
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að skipa Gunnar I. Birgisson sem varafulltrúa Fjallabyggðar í stjórn byggðasamlagsins Róta.

Fundi slitið - kl. 17:45.