Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016

Málsnúmer 1611017F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 140. fundur - 14.12.2016

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 476. fundi bæjarráðs, 22. nóvember 2016, var óskað eftir nánari
  útfærslu deildarstjóra tæknideildar varðandi leiktæki á leiksvæði við Hlíðarveg í Ólafsfirði í tengslum við áskorun Bergdísar Helgu Sigursteinsdóttur á bæjaryfirvöld.

  Lögð fram nánari útfærsla deildarstjóra tæknideildar vegna leiktækja á leiksvæði við Hlíðarveg.

  Bæjarráð samþykkir að taka erindið til endanlegrar afgreiðslu í vor, þegar ljóst verður hvernig aðstæður eru varðandi undirlag og aðgengi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 475. fundi bæjarráðs, 15. nóvember 2016, var lögð fram fyrirspurn frá fundi stjórnar félags eldri borgara, 2. nóvember 2016, hvort gerlegt væri að fjölga bílastæðum við Skálarhlíð á Siglufirði.
  Bæjarráð óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.

  Umsögn deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

  Í umsögn kemur m.a. fram að eini raunhæfi möguleikinn til þess að fjölga bílastæðum séu norðan við lóðarmörk Hlíðarvegar 46 Siglufirði. Þar væri hægt að útbúa fimm stæði. Eigandi Hlíðarvegar 46 fellst á fjölgun stæða á þessum stað. Kostnaður er áætlaður allt að tveimur milljónum.

  Bæjarráð samþykkir að fjölga bílastæðum samkv. tillögu. Fjárveiting komi frá framkvæmdalið fjárhagsáætlunar 2017, Ýmis smáverk.

  Bæjarráð áréttar að bílastæði við Skálarhlíð verði merkt íbúum Skálarhlíðar almennt.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs um fjölgun bílastæða við Skálarhlíð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 476. fundi bæjarráðs, 22. nóvember 2016, var tekið fyrir erindi frá eigendum að Vesturgötu 5 Ólafsfirði vegna skúrs í baklóð.
  Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

  Umsögn lögð fram.

  Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína um að bæjarfélagið eigi ekki aðkomu að lausn málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 10. nóvember 2016, óskaði Heilbrigðisnefnd N.v. eftir fundi með fulltrúum Ramma, Prímex og Fjallabyggðar, í framhaldi af bréfi og gögnum frá Fjallabyggð, sem gáfu til kynna að rækjuskel bærist út í viðtaka í gegnum fráveitulagnir frá framleiðslufyrirtækjum.

  Lagt fram minnisblað frá fundi 21. nóv. sl.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari skýringum frá Heilbrigðisnefnd N.v. á því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir mengun sem varð í höfninni á Siglufirði s.l. sumar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram drög að uppfærðum reglum um frístundastyrki.

  Samkvæmt reglunum er upphæð frístundarstyrks fyrir árið 2017 kr. 20.000.
  Sendar eru út tvær ávísarnir hver að upphæð kr. 10.000.

  Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur um frístundastyrki.
  Jafnframt er deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála falið að birta þær á heimasíðu Fjallabyggðar og auglýsa vel, þegar bæjarstjórn hefur staðfest reglurnar.

  Sólrún Júlíusdóttir óskað að eftirfarandi yrði bókað:
  "Við samanburð á skólagjöldum Tónskólans á milli ára, þá kemur í ljós að hækkun sem foreldrar í Fjallabyggð verða að greiða vegna barna sinna er kr. 19.966 á ári eða um 37,8% hækkun. Þetta stafar af því að verið er að samræma gjöldin í Fjallabyggð og á Dalvík vegna sameiningar á Tónskólunum. Ljóst er að þessi hækkun mun koma ungu fjölskyldufólki afar illa og því þarf að koma til móts við auknar álögur á íbúa sveitarfélagsins. Þá eru einnig önnur gjöld sem eru að hækka verulega milli ára, t.d. leikskólagjöld.

  Í ljósi þessa legg ég til að samræmi verði einnig á frístundastyrk á milli þessara tveggja sveitarfélaga, þannig að börn í Fjallabyggð fái sambærilegan frístundastyrk og börn á Dalvík.
  Því legg ég til að frístundastyrkurinn í Fjallabyggð verði kr. 60.000 í stað 20.000".

  Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson bókuðu eftirfarandi:
  "Hækkun á skólagjöldum í Fjallabyggð vegna sameiningar Tónskóla Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar hefur ekkert með ákvörðun um upphæð frístundastyrks að gera.

  Meirihluti bæjarráðs vill vekja athygli á því að fulltrúar Framsóknarflokks samþykktu fjárhagsáætlun og gjaldskrár fyrir árið 2017 bæði í bæjarráði og bæjarstjórn athugasemdalaust og bárust engar breytingartillögur á milli umræðna. Því vekur það furðu að bæjarfulltrúi Framsóknarflokks leggi þessa tillögu fram þegar einungis er liðin rúm vika frá því að fjárhagsáætlun var samþykkt."

  Sólrún Júlíusdóttir óskað að eftirfarandi yrði bókað:
  "Það er mín skoðun að gjaldskrárhækkanir á barnafjölskyldur hafi farið langt fram úr öllu velsæmi, þegar allt er tiltalið, enda kemur það fram í áætluðum rekstrarhagnaði sveitarfélagsins uppá 177 m.kr. Til mín hafa leitað barnafjölskyldur, sem hafa verulegar áhyggjur af auknum álögum. Á þessar raddir ber bæjarfulltrúum að hlusta. Undirrituð viðurkennir mistök í auknum álögum á barnafjölskyldur og þau ber að lagfæra".

  Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson bókuðu eftirfarandi:
  "Meirihluti bæjarráðs harmar að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hafi ekki verið betur inni í málunum við afgreiðslu gjaldskráa og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 en raun ber vitni. Meirihluti bæjarráðs vill taka fram að gjaldskrá Tónskólans á Tröllaskaga er ein sú lægsta á landinu. Þá eru leikskólagjöld hækkuð um 5,5% á milli ára eða sem nemur um 1400 kr. á mánuði fyrir 8 tíma vistun. Á sama tíma hafa laun hjá bæjarfélaginu hækkað um 14% á árinu 2016 og því mikilvægt að bregðast við".
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu að reglum um frístundastyrki.
  Sólrún Júlíusdóttir og Kristinn Kristjánsson sátu hjá.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, samþykkti bæjarráð útboðslýsingu á ræstingu fyrir leikskólann Leikskála, Siglufirði og leikskólann Leikhóla, Ólafsfirði.
  Reiknað var með að ræsting á grundvelli útboðsins hæfist 2. janúar 2017 og að gerður yrði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 31. desember 2019, með möguleika á framlengingu 2 sinnum 1 ár í senn.

  Tilboð voru opnuð 15. nóvember 2016.

  Minnisblað deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála lagt fram.
  Tvö tilboð bárust:
  Sólrún Elíasdóttir bauð í ræstingu á Leikskálum Siglufirði.
  Tómas Waagfjörð bauð í ræstingu bæði á Leikskálum Siglufirði og Leikhólum í Ólafsfirði. Við yfirferð á tilboði Tómasar reyndist það ekki vera gilt.
  Lagt er til að tilboði Sólrúnar Elíasdóttur verði tekið og ræstingar vegna Leikhóla verði boðnar út aftur.

  Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sólrúnar Elíasdóttur í ræstingar á Leikskálum, Siglufirði og að ræstingar vegna Leikhóla Ólafsfirði verði boðnar út aftur.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs varðandi ræstingu í leikskólum Fjallabyggðar.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála er varðar samning um ljósritun, prentun og skönnun og heimild til að framlengja samning um tvö ár við Nýherja.

  Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um tvö ár.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram drög að samningi um leigu, hýsingu og innleiðingu á vinnutímakerfinu VinnuStund hjá Fjallabyggð.

  Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga á grundvelli tilboðs.

  Gert er ráð fyrir að innleiðing á kerfinu hefjist 2017 og henni ljúki á því ári.
  Bæjarráð samþykkir að öll skráning vinnutíma starfsmanna Fjallabyggðar verði gerð í gegnum þetta vinnutímakerfi.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, upplýsti deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála bæjarráð um óleystan ágreining við Wise lausnir ehf. í kjölfar uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfi bæjarins.
  Bæjarráð samþykkti að fela lögmanni að leggja mat á næstu skref í málinu.

  Umsögn lögmanns lögð fram.

  Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni að leggja fram sáttartillögu í málinu er byggir á fyrirliggjandi umsögn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 473. fundi bæjarráðs, 8. nóvember var lagt fram erindi Hrannar Einarsdóttur, þar sem kvartað var undan hávaða frá líkamsræktarsalnum í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði, sundlaugargestum til mæðu.
  Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

  Umsögn lögð fram

  Bæjarráð samþykkir að farið verið eftir tillögu deildarstjóra og takmarka aðgengi að stillingum útvarps við starfsmenn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 473. fundi bæjarráðs, 8. nóvember 2016, var til umfjöllunar erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar varðandi endurbætur á syðsta hluta aðalvallar KF í Ólafsfirði.
  Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

  Umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála lögð fram.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar komi á fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í ljósi umræðu um launastöðu grunnskólakennara.
  Þar segir m.a.:
  "Síðasti kjarasamningur sem gerður var við Félag grunnskólakennara hafði gildistímann 1. maí 2014 - 31. maí 2016. Í þeim kjarasamningi var samið um breytingar á vinnutímakafla kjarasamnings og launahækkanir sem ætlað var að rétta af launastöðu grunnskólakennara gagnvart öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga.

  Þær launahækkanir leiddu til þess að meðaldagvinnulaun félagsmanna hafa hækkað um 30% á samningstímanum. Byrjunarlaun grunnskólakennara hafa á sama tíma hækkað sem nemur um 34% en aðilar voru sammála um nauðsyn þess að hækka byrjunarlaun til að bregðast við lítilli ásókn í kennaranámið.

  Kjarasamningar grunnskólakennara voru lausir frá 1. júní 2016 og hefur samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í tvígang undirritað kjarasamning við Félag grunnskólakennara frá þeim tíma, annarsvegar í lok maí 2016 og hinsvegar í lok ágúst 2016. Þeir samningar hefðu tryggt kennurum sambærilegar hækkanir og samið hefur verið um við aðra hópa á vinnumarkaði vegna áranna 2016-2018. Báðir samningarnir voru felldir í atkvæðagreiðslu kennara.

  Ný útskrifaður grunnskólakennari með fimm ára háskólamenntun og án starfsreynslu fær í dag grunnlaun sem nema 418.848 kr. á mánuði. Nýútskrifaður grunnskólakennari sem tekur að sér umsjónarkennslu fær 441.435 kr. í grunnlaun.

  Grunnskólakennari sem lokið hefur 5 ára háskólanámi og hefur 15 ára starfsreynslu fær í dag 490.818 kr. í grunnlaun og 517.787 kr. starfi viðkomandi sem umsjónarkennari.

  Meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara eru um 480.000 kr. í dag.

  Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði".
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • .13 1611072 Jólaaðstoð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram beiðni um jólaaðstoð, dagsett 17. nóvember 2016, frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð.

  Þar sem félagsmáladeild bæjarins er með jólaaðstoð fyrir sína skjólstæðinga sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Á 476. fundi bæjarráðs, 22. nóvember 2016, var lagt fram fundarboð Eyþings og Orkustofnunar um raforkumál á Norðurlandi eystra, á Akureyri 30. nóvember 2016 kl. 13:30.

  Efni fundarins verður:
  -Staðan í sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra
  -Verndar og orkunýtingaráætlun
  -Virkjanir á Norðurlandi eystra
  -Staðan í orkumálum
  -Raforkuverð
  -Virkjunarkostir á Norðurlandi Eystra í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar
  -Fjórði áfangi verndar- og orkunýtingaráætlunar
  -Vindatlas Veðurstofunnar
  -Smærri virkjunarkostir
  Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að sækja fundinn.

  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að einnig sæki fundinn S. Guðrún Hauksdóttir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Í erindi Sigurðar Ægissonar, dagsettu 22. nóvember 2016, eru bæjarráði þökkuð skjót viðbrögð varðandi Álfkonustein og ráðið jafnframt hvatt til að leita að minjum af þessum toga í landi Siglufjarðar, Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar og setja við þær viðeigandi merkingar.
  Sigurður býðst jafnframt til þess að verða bæjaryfirvöldum innan handar í því efni hvað Siglufjörð varðar.

  Bæjarráð þakkar hlý orð í sinn garð og vísar í fyrirliggjandi skýrslur eins og "Fornleifaskráning í Hvanneyrarhreppi I
  Minjar á Úlfsdölum og í Siglufjarðarbæ" eftir Birnu Lárusdóttur og Sigríði Þorgeirsdóttur,
  "Fornleifakönnun- Jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar", eftir Orra Vésteinsson frá 2001 og "Leiðigarðar á Siglufirði: álitsgerð vegna fornleifa í tengslum við umhverfismat og fyrirhugaða leiðigarða á Siglufirði, eftir Bjarna F. Einarsson frá 1997.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lagt fram til kynningar, erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17. nóvember 2016, þar sem vakin er athygli sveitarstjórna og skólanefnda á mikilvægu framtaki til að kynna iðn- og verkgreinar á Íslandi, en dagana 16. - 18. mars 2017 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í Reykjavík.

  Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Í erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, er óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til göngubrúar yfir Ólafsfjarðará, þar sem brúin sé að hruni komin.

  Samkv. aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, er göngubrúin ekki á skipulagðri gönguleið.
  Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 24. nóvember 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu veitinga að Þverá í Ólafsfirði.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Eyþings 2016.
  Í stað þess að leggja fram fjölda ályktana var að þessu sinni lögð fram ein heildstæð ályktun sem tekur til nokkurra lykilmála og með skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans.
  Bókun fundar Afgreiðsla 477. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.