Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

208. fundur 07. desember 2016 kl. 17:00 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Valur Þór Hilmarsson varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi

1.Innköllun á hluta af lóð vegna skipulagsástæðna, Vetrarbraut 21-23.

Málsnúmer 1611045Vakta málsnúmer

Inkalla þarf hluta af lóð Vetrarbrautar 21-23 vegna skipulagsástæðna þar sem lóðin liggur að hluta til yfir fyrirhugaða framlengingu Þormóðsgötu.

Nefndin samþykkir að innkalla hluta af lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag á Þormóðseyri.

2.Deiliskipulag-lóðir norðan hafnarbryggju

Málsnúmer 1611052Vakta málsnúmer

Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag lóða norðan við Hafnarbryggju lögð fyrir nefndina.

Nefndin samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og að hefja vinnu við deiliskipulagstillögu.

3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1611069Vakta málsnúmer

Karl Konráð Baldvinsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda Norðurgötu 4b.

Erindi samþykkt.

4.Breytt notkun á hluta fasteignar Laugarvegi18

Málsnúmer 1611070Vakta málsnúmer

Sigurlína Káradóttir óskar eftir leyfi fyrir atvinnustarfsemi í íbúðarbyggð. Um er að ræða hárgreiðslustofu á neðri hæð að Laugarvegi 18 sem nú er skráð íbúðarhúsnæði að öllu leyti.

Erindi samþykkt.

5.Spennistöð við Hverfisgötu - umsókn um lóð

Málsnúmer 1111022Vakta málsnúmer

Nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Hverfisgötu 36 lagður fyrir nefnd. Áður hafði nefndin samþykkt að úthluta lóð undir spennistöð Rarik þann 16.11.2011.

Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.

6.Rekstraryfirlit október 2016

Málsnúmer 1612001Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit október 2016 lagt fyrir nefndina.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.