Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016

Málsnúmer 1612001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 140. fundur - 14.12.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016, í tengslum við erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar varðandi endurbætur á syðsta hluta aðalvallar KF í Ólafsfirði, var samþykkt að óska eftir því að fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar kæmu á fund bæjarráðs.

    Fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, Kristján R. Ásgeirsson og Heiðar Gunnólfsson mættu á fund bæjarráðs, ásamt deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála Kristni J. Reimarssyni.

    Farið var yfir stöðu og viðhald aðalvallar og æfingasvæða.
    Bæjarráð samþykkir að vísa endurnýjun á rekstrarsamningi við félagið til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lagt fram erindi frá Bryndísi Þorsteinsdóttur, dagsett 28. nóvember 2016, varðandi gjaldskrárhækkanir 2017.

    Meirihluti bæjarráðs þakkar Bryndísi fyrir bréfið og vill taka fram að leikskólagjöldum í Fjallabyggð er stillt í hóf og er hlutur foreldra í kostnaði við rekstur leikskólans árið 2017 16% að meðtöldum fæðiskostnaði, en að honum frádregnum er hlutur foreldra 13%, sem er ein lægsta hlutdeild meðal sveitarfélaga. Sterk fjárhagsstaða og ábyrgur rekstur er forsenda þess að hægt sé að veita góða grunnþjónustu og að hafa innviði sveitarfélagsins í góðu ásigkomulagi, m.a. má nefna viðbyggingu við Leikskála og endurnýjun grunn- og leikskólalóða sem áætluð er á næstu árum.

    Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:
    "Undirrituð tekur undir áhyggjur ungra barnafjölskyldna og leggur til að skoðuð verði þróun á gjöldum sveitarfélagsins hjá dæmigerðri ungri barnafjölskyldu.

    Undirrituð gerir sér fulla grein fyrir því að búið er að samþykkja fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, en jafnframt hefur sagan sýnt það að oftlega þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlanir.

    Óskað er eftir því að samanburður gjalda á árunum 2014-2016 verði skoðaður auk áætlaðra gjalda á árinu 2017. Gjöldin sem skoðuð verði eru fasteignaskattar með öllu tilheyrandi, leikskólagjöld, lengd viðvera, skólamatur og tónskóli.

    Óskar undirrituð eftir því að samanburður gjalda skv. framangreindu, verði lagður fram á næsta fundi bæjarráðs".
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 29. nóvember 2016, undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) nýjan kjarasamning.
    Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn mun liggja fyrir þann 12. desember næstkomandi.

    Kynning á helstu atriðum samnings lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016, í tengslum við minnisblað frá fundi heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftirlits N.v. með fulltrúum Ramma, Prímex og Fjallabyggðar, 21. nóvember s.l., samþykkti bæjarráð að óska eftir nánari skýringum frá Heilbrigðisnefnd N.v. á því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir mengun sem varð í höfninni á Siglufirði s.l. sumar.

    Lögð fram til kynningar beiðni Heilbrigðiseftirlitsins til Primex um nánari upplýsingar um framvindu rannsóknaverkefna um frekari vinnslu á próteini úr rækjuhrati.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Bæjarstjóri, jafnframt hafnarstjóri kynnti bæjarráði drög að samningi um löndunarþjónustu í Ólafsfjarðarhöfn við
    Betri vörur ehf kt.450508-2250 Múlavegi 7 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Jafnframt vísar bæjarráð samningi til kynningar í hafnarstjórn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning um löndunarþjónustu í Ólafsfjarðarhöfn.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Tekið til umfjöllunar erindi sem frestað var á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016.

    Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 24. nóvember 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu veitinga að Þverá í Ólafsfirði.

    Samkv. lögum nr. 85/2007 ber sveitarstjórnum m.a. að staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn er lýtur að ofangreindum forsendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir október 2016.
    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til október 2016, er 4 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
    Tekjur umfram gjöld eru 102,9 millj. í stað 106,9 millj.
    Tekjur eru 78,2 millj. hærri en áætlun, gjöld 109,7 millj. hærri og fjármagnsliðir 27,5 millj. lægri.

    Stærstu frávik tengjast lægra útsvari m.a. vegna minni tekna er viðkemur sjávarútvegi, lægri hafnartekjum, lægri fasteignagjöldum, hækkun lífeyrisskuldbindinga, hærra viðhaldi á fráveitu- og vatnsveitukerfum og lægri fjármagnsgjöldum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 139. fundur bæjarstjórnar, 2. desember 2016, vísaði til bæjarráðs, skipun í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjallabyggðar verði Gunnar I. Birgisson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram til kynningar skýrslan Verstöðin Ísland, hagræðing og landfræðileg samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi 1993-2003 sem Íslenski sjávarklasinn gaf út. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga styrktu útgáfuna og telja að hún muni gagnast stjórn samtakanna í hagsmunabaráttu fyrir aðildarsveitarfélögin. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Tekið fyrir erindi félagasamtakanna Veraldarvina, dagsett 30. nóvember 2016, þar sem könnuð er þörf bæjarfélagsins á sjálfboðaliðum Veraldarvina í ýmis verkefni 2017.

    Bæjarráð þakkar fyrir þeirra vinnuframlag 2016, en gerir ekki ráð fyrir sambærulegu framlagi 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lagt fram til kynningar fundarboð til bæjarfulltrúa Fjallabyggðar, frá félagsmönnum FT við Tónlistarskólann á Tröllaskaga, 13. des 2016, kl. 11.00 í tónlistarskólanum á Dalvík.
    Efni fundarins er samtal um launaþróun tónlistarkennara og stöðu kjaraviðræðna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lagt fram kynningarefni frá fundi Eyþings og Orkustofnunar um raforkumál á Norðurlandi eystra sem haldinn var 30. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram beiðni frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, dagsett 29. nóvember 2016, um styrk vegna tónlistarflutnings í Fjallabyggð vorið 2017.

    Búið er að afgreiða fjárhagsáætlun 2017, en bæjarráð er tilbúið að veita styrk til verkefnisins, sem nemur húsaleigu í Menningarhúsi Fjallabyggðar, Tjarnarborg ef hljómsveitin vill nýta sér þá aðstöðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram beiðni frá Aflinu, dagsett 1. desember 2016, um stuðning við starfsemina.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, þar sem búið er að afgreiða fjárhagsáætlun 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Tekin fyrir beiðni frá Þorleifi Björnssyni um breytingu á úthlutunarreglum um byggðakvóta þannig, að dagsetning skráningar báts í byggðalagi verði 1. desember 2016 í stað 1. september 2016.

    Þar sem frestur ráðuneytis til breytinga er runninn út getur bæjarráð ekki orðið við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð Eyþings frá 288. fundi, 23. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 6. desember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 844. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 25. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 478. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.