Bæjarstjórn Fjallabyggðar

130. fundur 15. apríl 2016 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016

Málsnúmer 1603007FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lagt fram minnisblað formanns markaðs- og menningarnefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um hátíðir í Fjallabyggð. Nefndin leggur til við bæjarráð að hátíðir verði styrktar sem hér segir:
  Berjadagar: 500.000 kr.
  Blúshátíð: 600.000 kr.
  Síldarævintýri: 2.750.000 kr.
  Sjómannadagshátíð: 200.000 kr. til viðbótar við áður úthlutaðann styrk að upphæð 600.000 kr.
  Þjóðlagahátíð: 800.000 kr.
  Nefndin setur fyrirvara á úthlutun til Síldarævintýrisins vegna stöðu mála og ekki hafi enn tekist að manna nýja stjórn.

  Á 128. fundi bæjarstjórnar var þessum dagskrárlið vísað til endalegrar afgreiðslu bæjarráðs.

  Bæjarráð samþykkir tillögur markaðs- og menningarnefndar.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs varðandi styrki til hátíða.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

  Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum að hafna styrkbeiðni.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að innheimta leigugjaldið.
  Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
  Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 128. fundur bæjarstjórnar samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs.

  Samkvæmt gjaldskrá Tjarnarborgar þá er ekki innheimt leiga vegna notkunar á húsinu í tengslum við sjómannadaginn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu á tímabilinu 1. janúar til 29. febrúar.

  Bókfærð upphæð er 0,5% lægri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar 2016.

  Niðurstaðan fyrir heildina er 164,5 m.kr. sem er 98,2% af áætlun tímabilsins sem var 167,5 m.kr.
  Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 3,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 6,7 m.kr.
  Nettóniðurstaða er því 3,0 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út í lokuðu útboði, til eftirtalinna aðila: Bás ehf, Árni Helgason ehf og Smári ehf, verkið "Siglufjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Aðalgötu. Útrás neðan Aðalgötu. Yfirfalls og dælubrunnur við Norðurtún".

  Einnig óskað eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út verkið "Fjallabyggð fráveita 2016. Vél-, raf og stjórnbúnaður skolpdælubrunna" í opnu útboði.
  Útboðin yrðu auglýst 20. mars og opnuð 12. apríl.

  Bæjarráð samþykkir erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Samband íslenskra sveitarfélaga býður sveitarstjórnarmönnum upp á námsferð til Svíþjóðar 29. ágúst til 1. september nk. til að kynna sér íbúalýðræði í sænskum sveitarfélögum, en þau standa mjög framarlega á því sviði í Evrópu og þótt víðar væri leitað.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lagt fram erindi Sverris Sveinssonar þar sem Fjallabyggð er hvatt til þess að taka undir stjórnarsamþykkt Landsambands smábátaeigenda frá 7. mars 2016. Þar sem skorað er á stjórnvöld til þess að auka þorskkvóta á næsta fiskveiðiári um 30 þ. tonn og af því færu 2 þ. tonn til strandveiða.

  Bæjarráð tekur undir áskorun Landsambands smábátaeigenda.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir áskorun Landssambands smábátaeigenda varðandi nauðsyn þess að auka þorskkvótann.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Björgunarsveitin Strákar, Siglufirði óskar eftir niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.

  Erindi frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2016.

  Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kanna möguleika á styrkveitingum úr sjóðnum. Einnig að koma upplýsingum um málið á heimasíðu Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með ábendingum um frumvarp um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Norðurorka áætlar að skipta út hemlum yfir í mæla hjá viðskiptavinum sínum á Ólafsfirði. Á þetta við um atvinnuhúsnæði, en til lengri framtíðar er síðan horft til þess að skipt verði úr hemlum yfir í mæla í öllum húsum á Ólafsfirði.

  Lagt fram til kynningar
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu samningaviðræðna um daggjöld hjúkrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál.

  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

  Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

  Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0452.html

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Ráðstefnan Enginn er eyland verður haldin í Háskólanum á Akureyri 19. mars.
  Allar frekari upplýsingar um ráðstefnuna ef að finna á heimasíðu AkureyrarAkademíunnar: akak.is

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar.

  25. fundur Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar 10. mars 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15. mars 2016 Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar.

  2. fundur sjtórnar Hornbrekku 2. mars 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 436. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016

Málsnúmer 1603009FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

  Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.

  Lögð fram til kynningar drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar, sem kæmi í stað markaðs- og menningarfulltrúa.

  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi.
  Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
  Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

  Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
  Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Tekin til afgreiðslu styrkumsókn 2016 vegna Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.

  Bæjarráð samþykkir að veita kr. 800 þúsund til reksturs setursins.
  Gert var ráð fyrir styrkupphæð í fjárhagsáætlun.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita kr. 800 þúsund til reksturs Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.
 • 2.4 1602042 Vetrarleikar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fóru fram dagana 26. febrúar - 6. mars. Þar voru aðildarfélög með ýmsa viðburði og opnar æfingar eða kynningar á sinni íþrótt. Fjallabyggð kom að þessum leikum með því að bjóða frítt í sund og rækt í tvo daga á þessum tíma.

  Samkvæmt aðsóknarupplýsingum komu 60 í frítt sund og rækt. Kostnaður bæjarfélagsins var kr. 45.600.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lögð fram til kynningar tillaga að uppfærðri jafnréttisáætlun Fjallabyggðar, sem verður til umfjöllunar á næsta fundi félagsmálanefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna undirrituðu nýjan kjarasamning 16. mars s.l.

  Kjarasamningur felur í sér sambærilegar launabreytingar og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið.

  Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.

  Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 16. mars 2016, er upplýst um að niðurstaða liggi fyrir í greiningu á lesskilningshluta samræmdra könnunarprófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins.
  Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.

  Deildarstjóri fór yfir málið með bæjarráði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2015 lagður fram.

  Bæjarráð samþykkir að vísa honum til fyrri umræðu á aukafundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 30. mars 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 34 starfsmenn leikskóla Fjallabyggðar halda í náms- og kynnisferð til Englands/Brighton í byrjun maí.

  Leikskólarnir loka 4. maí, 6. maí og hálfan mánudagsmorgun 9. maí.

  Viðeigandi styrktarsjóðir stéttarfélaga hafa gefið vilyrði fyrir styrk vegna ferðar, sem kemur til greiðslu að henni lokinni í maí.

  Sótt er um samskonar fyrirgreiðslu bæjarfélagsins vegna námsferðar og viðhöfð var fyrir fjórum árum, þ.e. að bæjarfélagið leggi út fyrir kostnaði allt að 4,5 milljónir og fái hann síðan endurgreiddan í maí frá styrktarsjóðum.

  Bæjarráð samþykkir erindið.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita fyrirgreiðslu vegna námsferðar Leikskóla Fjallabyggðar.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) hafa ekki náð samkomulagi um kjarasamning og hefur SLFÍ boðað til verkfalls 4. apríl n.k. hafi ekki samist fyrir þann tíma.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lögð fram kynning á fyrirtækinu BogG tours á Ólafsfirði, sem býður upp á alla almenna farþegaflutninga, sendibílaakstur og almennan leiguakstur. Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Í erindi Sýslumanns Norðurlands eystra, 15. mars 2016, er ítrekuð ósk um upplýsingar um afgreiðslu á erindi dags. 16. desember 2015 varðandi tilnefningu sveitarfélaga í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar.

  Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu Eyþings.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka þá beiðni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lögð fram styrkbeiðni frá blakklúbbunum í Fjallabyggð, dagsett 14. mars 2016.
  Opið blakmót var haldið var 26. - 27. febrúar s.l. og láðst hafði að sækja um styrk í haust til Fjallabyggðar, vegna leigu íþróttasala.

  Bæjarráð hafnar erindinu.

  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lagt fram til kynningar bréf Vinnumálastofnunar, dagsett 14. mars 2016, um sumarstörf námsmanna, en verja á um 130 milljónum króna úr Atvinnuleysis-tryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn.
  Ákveðið hefur verið að átaksverkefnið miðist nú við nemendur í háskólanámi og að störfin taki mið af því að þau geti talist sem starfsþjálfun háskólanema í því fagi sem hann stundar nám í.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Barnaheill - Save the Children á Íslandi standa að Vináttu - verkefninu, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn í leikskólum og byggt á nýjustu rannsóknum á einelti og er danskt að uppruna.

  Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum nú í janúar með því að um 150 leikskólakennarar úr um 30 leikskólum sóttu námskeið á vegum samtakanna. Mikil ánægja var með námskeiðin og efnið, sem er einstaklega gott, árangursríkt og handhægt.

  Lagt fram til kynningar.

  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fræðslu- og frístundanefndar til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lagðar fram upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í framhaldi af fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 14. mars, um gúmmíkurl á íþróttavöllum.

  433. fundur bæjarráðs, 23. febrúar 2016 ályktaði að það liti jákvætt á þingsályktunartillöguna og að í fjárhagsáætlun bæjarins 2016 væri gert ráð fyrir að skipt yrði um gúmmíkurl á sparkvöllum bæjarins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2016, sem verður haldin dagana 22. og 23. september. Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 8. mars 2016 um úthlutanir og uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 435. fundar bæjarráðs, 8. mars 2016, óskaði umsagnar deildarstjóra félagsmála um 458. mál frá Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar).

  Umsögn deildarstjóra félagsmála lögð fram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð HNV frá 16. mars 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

  24. fundur markaðs- og menningarnefndar, 14. mars 2016.
  198. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 16. mars 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016

Málsnúmer 1603011FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

  Á 437. fundi bæjarráðs, 21. mars 2016, var lögð fram til kynningar drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar, sem kæmi í stað markaðs- og menningarfulltrúa.

  Bæjarráð samþykkti þá að vísa málinu til frekari umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi.

  Farið yfir drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi starflýsingu með nokkrum breytinum, þ.m.t. að starfsheitið verði áfram markaðs- og menningarfulltrúi.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að auglýsa starfið laust til umsóknar.
  Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum starfslýsingu fyrir starf Markaðs- og menningarfulltrúa og afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

  Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
  Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.

  Bæjarstjóri kynnti tillögu að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir viðbrögðum hagsmunafélaga.
  Bókun fundar Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
  Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Lagt fram til kynningar bréf Rauðku ehf til Báss ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016, skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum en ekki eingöngu þeim er varða ungmennin sjálf.

  Yfirheiti ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag.
  Þátttakendur ráðstefnunnar voru fulltrúar ungs fólks í sínum samfélögum og þekkja vel til aðstæðna ungmenna á sínu heimasvæði auk þess að vera það sem mætti kalla sérfræðingar í málefnum ungmenna, verandi ungmenni sjálf.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Lagt fram til kynningar bréf Ofanflóðasjóðs dagsett 18. mars 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Lagt fram til kynningar boðsbréf á ársfund Norðurorku hf.,sem haldinn verður á Akureyri, föstudaginn 1. apríl 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Á 21. aðalfundi Samorku, sem haldinn var 19. febrúar s.l. var samþykkt að fresta þremur dagskrárliðum.
  Stjórn Samorku boðar því nú til framhaldsaðalfundar Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja 21. apríl 2016 í Reykjavík.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 22. mars 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu veitinga á Höllinni veitingahúsi, Hafnargötu 16, 625 Ólafsfirði.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar mun ganga frá drögum að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta þann 30. mars nk.
  Til að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér drögin efnir verkefnisstjórn til kynningarfunda, m.a. á Akureyri 12. apríl 2016.
  Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. í Reykjavík, föstudaginn 8. apríl 2016, með framlagðri dagskrá.

  Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.

  Fulltrúar Fjallabyggðar á aðalfundinum verða:
  Kristinn Kristjánsson,
  Steinunn María Sveinsdóttir og
  Gunnar I. Birgisson.
  Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og eftirtalinna aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu nýja kjarasamninga þann 21. mars 2016:

  Félag íslenskra félagsvísindamanna,
  Félag íslenskra náttúrufræðinga,
  Félagsráðgjafafélag Íslands,
  Fræðagarður,
  Iðjuþjálfafélag Íslands,
  Sálfræðingafélag Íslands,
  Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga,
  Stéttarfélag lögfræðinga og
  Þroskaþjálfafélag Íslands.

  Kjarasamningarnir fela í sér veigamiklar breytingar á samsetningu heildarlauna háskólamanna við innleiðingu og upptöku starfsmats, sem kemur að fullu til framkvæmda árið 2018.

  Verði samningarnir samþykktir munu þeir gilda frá 1. september 2015 til 31. mars 2019.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29. mars 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

  4. fundur starfshóps um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, 16. mars 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 438. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016

Málsnúmer 1603014FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra frá fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Ofanflóðasjóðs, dagsett 23. mars 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Á 97. fundi félagsmálanefndar, 31. mars 2016, lagði deildarstjóri félagsþjónustu fram minnisblað um þjónustusamning Fjallabyggðar og Hornbrekku. Samningurinn lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.

  Drög að þjónustusamningi lagður fram til umræðu.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir frekari gögnum frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra.
  Jafnframt óskar bæjarráð að deildarstjóri félagsmála komi á næsta fund bæjarráðs.

  Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Samband íslenskra sveitarfélaga á að tilnefna karl og konu í starfshóp sem á að vinna frumvarp til laga um hamfarasjóð á grundvelli skýrslu um slíkan sjóð.
  Sambandið hefur óskað eftir því að bæjarstjóri Fjallabyggðar, Gunnar I. Birgisson verði tilnefndur.

  Bæjarstjóri hefur tekið jákvætt í beiðnina.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lagt fram bréf bæjarstjóra, dagsett 1. apríl 2016, til eigenda Herring House varðandi rökstuðning við höfnun bæjarráðs á tímabilsálagningu fasteignagjalda vegna gististarfsemi. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Á 435. fundi bæjarráðs, 8. mars 2016, var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála um gerð nýs bæklings eða kynningarefnis fyrir þá erlendu ferðamenn sem hingað koma með skemmtiferðarskipum og áhuga ferðaþjónustuaðila á gerð þrívíddarkorts.
  Tilboð frá Borgarmynd ehf lá fyrir í gerð slíks korts.

  Bæjarráð samþykkti þá að vísa málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

  Á 24. fundi markaðs- og menningarnefndar frá 14. mars 2016, var tekið jákvætt í fyrirhugaða útgáfu og hvatt eindregið til þess að farið yrði í þetta verkefni.

  Fyrir liggur samþykki stærstu ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð um stuðning og þátttöku í verkefninu.

  Bæjarráð samþykkir gerð þvívíddarkorts og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi í samræmi við það sem fram kom á fundinum.

  Gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutur bæjarins við gerð kortsins komi af fjárhagslið kynningarmála.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum gerð þrívíddarkorts fyrir Fjallabyggð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Á 25. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 10. mars 2016, var samþykkt að leggja til að barnagjald í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar eigi við upp að 18 ára aldursári. Einnig samþykkti nefndin að leggja til að börn yngri en 10 ára með lögheimili í Fjallabyggð fái frípassa í sund.
  Frítt verði sem fyrr fyrir öll börn 0 - 6 ára.

  Bæjarráð samþykkir ofangreindar tillögur fræðslu- og frístundanefndar.

  Jafnframt samþykkir bæjarráð að námsmenn með lögheimili í Fjallabyggð njóti afsláttarkjara samkvæmt gjaldskrá.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögur að reglum um gjaldskrá íþróttamiðstöðva.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lagðar fram til kynningar umsóknir félaga og félagasamtaka um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
  Samtals eru umsóknir að upphæð kr. 3.031.122.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Tekið fyrir erindi Óskars Þórðarssonar, dagsett 30. mars 2016, varðandi betrumbót á aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði til körfuknattleiksæfinga fyrir börn á grunnskólaaldri.

  Bæjarráð samþykkir að óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála á erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lagt fram til kynningar bréf til Síldarleitinnar sf vegna óheimilaðrar girðingar/vegartálma við lóðarmörk að Tjarnargötu 16 Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Tekið fyrir erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dagsett 23. mars 2016, þar sem þess er óskað, í ljósi tafa við framkvæmdir á nýjum golfvelli að endurskoðuð verði rekstrarupphæð fyrir árið 2016. Einnig kemur fram að fyrirséð sé að nýta þarf golfvöllinn að Hóli næstu tvö sumur.

  Bæjarráð samþykkir að hækka rekstrarupphæð í 1600 þúsund vegna 2016, en telur að í ljósi þess að reiðstígur verður lagður um golfvöllinn á komandi hausti að ekki verði um frekari rekstrarframlag að ræða.

  Bæjarráð vísar ofangreindri samþykkt til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum aukna rekstrarupphæð til golfvallar að Hóli.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Á 24. fundi markaðs- og menningarnefndar, 14. mars 2016, kom fram að nefndin lagði til að fyrirkomulag á veitingasölu í Tjarnarborg yrði endurskoðað í ljósi þess að ekki náðust samningar milli Hallarinnar og Fjallabyggðar og á meðan þyrfti hver og einn sem ætlar að standa fyrir skemmtun í Tjarnarborg að sækja um tækifærisleyfi.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna áfram með áhuga annarra rekstraraðila á veitingasölu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Tröllaskaga standa fyrir árlegri stærðfræðikeppni þessara skóla og 9. bekkjar á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Forkeppnin fór fram miðvikudaginn 9. mars og 18 nemendur taka svo þátt í úrslitakeppni sem fer í þetta sinn fram á Sauðárkróki 15. apríl. FNV og MTR skiptast á að halda keppnina.

  Tilgangur keppninnar er fyrst og fremst að glæða áhuga grunnskólanema á stærðfræði auk þess að keppendur hafi af þessu gaman.

  Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð kr. 15 þúsund til verðlaunagjafa.
  Upphæð komi af fjárveitingalið 21810.


  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum styrkbeiðni til stærðfræðikeppni FNV og MTR.
 • 4.13 1603110 Kynning á þjónustu
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram kynning á þjónustu lögmannsstofunnar, Lögmenn Norðurlandi, sem staðsett er á Akureyri. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

  97. fundur félagsmálanefndar, 31. mars 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 278. fundar stjórnar Eyþings frá 9. mars 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 18. mars 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram fundargerð vinnufundar um hagnýtingu ímyndunaraflsins, sem haldinn var á Akureyri, 22. mars 2016. Fulltrúi Fjallabyggðar var Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016

Málsnúmer 1604003FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
  Á 438. fundi bæjarráðs, 29. mars 2016, var lögð fram til kynningar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði.

  Bæjarráð samþykkti að óska eftir viðbrögðum hagsmunafélaga.

  Á fund bæjarráðs kom Ólafur Helgi Marteinsson og lýsti sjónarmiðum Hestamannafélagsins Glæsis til tillögunnar.
  Einnig kom á fund bæjarráðs deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

  Bæjarráð mun taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
  Bókun fundar Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
  Á 438. fundi bæjarráðs, 29. mars 2016, var lögð fram til kynningar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði.

  Bæjarráð samþykkti að óska eftir viðbrögðum hagsmunafélaga.

  Á fund bæjarráðs komu Ólafur Jónsson og Haraldur Björnsson og lýstu sjónarmiðum fjáreigenda í Lambafeni til tillögunnar.
  Einnig kom á fund bæjarráðs deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

  Bæjarráð mun taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
  Bókun fundar Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Á 439. fundi bæjarráðs, 5. apríl 2016, var til umfjöllunar samningur er lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.
  Bæjarráð samþykkti þá að óska eftir frekari gögnum frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra.
  Jafnframt óskaði bæjarráð að deildarstjóri félagsmála kæmi á næsta fund bæjarráðs.

  Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri félagsmála, Hjörtur Hjartarson.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til frekari gögn frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra hafa borist.
  Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til menntamálaráðherra, dagsett 7. apríl 2016 er varðar beiðni um aðkomu mennta -og menningarmálaráðuneytis að byggingu matar- og félagsaðstöðu við Menntaskólann á Tröllaskaga. Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dagsett 7. apríl 2016, er varðar endurgreiðslu til bæjarfélagsins á töpuðum kröfum vegna heilbrigðiseftirlits í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Í erindi B og G tours, dagsett 7. apríl 2016, er óskað eftir aðkomu bæjarfélagsins að opnun vegar um Siglufjarðarskarð.

  Lögð fram umsögn bæjarstjóra.
  Þar kemur m.a. fram að Vegagerðin hefur lofað að opna gamla Siglufjarðarveginn upp á Siglufjarðarskarð nú í vor.
  Vegagerðin telur að mikið þurfi til að gera við veginn Skagafjarðarmegin og ekki sé fjármagn til þess verkefnis.
  Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Í framhaldi af umfjöllun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. febrúar sl. um heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnarmanna til þess hvort þeir telji æskilegt að hafin verði formleg vinna við að endurskipuleggja starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þann hátt sem fram kemur í erindinu.

  Í niðurlagi bréfsins kemur fram beiðni um skrifleg viðbrögð við þessu erindi, fyrir 15. maí nk.

  Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Lögð fram fyrirspurn dagsett 6. apríl 2016, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, er varðar upplýsingar um framlög sveitarfélaga til reksturs dvalar- og eða hjúkrunarheimila.

  Fyrirspurn tengist samningaviðræðum milli samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar um ákvörðun daggjalda á hjúkrunarheimilum sem staðið hafa yfir frá því snemma árs 2015. Enn virðist langt í land með að viðræðunum ljúki.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að leggja fyrir bæjarráð umsögn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Á stjórnarfundi í stjórn Seyru ehf 5. apríl, var ákveðið að boða til aðalfundar í félaginu föstudaginn 15. apríl. kl. 15:10 að Vetrarbraut 14, Siglufirði.

  Fulltrúi bæjarfélagins er Ríkharður Hólm Sigurðsson.
  Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

  Umfjöllun í skýrslunni skiptist í eftirfarandi þætti:

  Atriði er varða samskipti og lagfæringu regluverks:
  1. Samskipti sveitarfélaga og ríkis
  2. Úrbætur á löggjöf
  3. Úrbætur á tölfræði um úrgangsmál

  Atriði sem varða framkvæmd á meðhöndlun úrgangs
  4. Stjórntæki sveitarfélaga
  5. Markmið í úrgangsmálum
  6. Fyrirkomulag framleiðendaábyrgðar
  7. Úrgangsforvarnir
  8. Framkvæmd úrgangsmeðhöndlunar
  9. Sérstakar ábendingar fyrir tiltekna úrgangsflokka

  Atriði sem munu hafa áhrif á framtíðarstefnu úrgangsmála á Íslandi

  10. Úrgangsmál í regluverki Evrópu-sambandsins - áhrif hringrásarhagkerfis á sveitarfélögin

  Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 4. apríl 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Hávegi 37, 580 Siglufirði.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

  26. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 4. apríl 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016

Málsnúmer 1603001FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016 Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu atriði í starfsáætlun fyrir frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Hauki yfirferðina og staðfestir starfsáætlunina. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016 Lögð fram drög að samningi við Hestamannafélagið Gnýfara. Greiðslur Fjallabyggðar vegna samnings þessa eru kr. 500.000 fyrir árið 2016 samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Um er að ræða stuðning við skipulagt barna- og unglingastarf og rekstur reiðskemmu. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, samning við Hestamannafélagið Gnýfara.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016 Íþrótta- og tómstundafulltrúi óskar eftir afstöðu fræðslu- og frístundanefndar til þriggja atriða er lýtur að gjaldskrármálum íþróttamiðstöðva. Fyrsti liðurinn snýr að aðgangi íþróttakennara að sundi og þrekaðstöðu. Annar liður snýr að afsláttarkjörum fyrir námsmenn og þriðji liður snýr að skilgreiningu á aldursviðmiðum.
  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að veita íþróttakennurum ekki afslátt að gjaldskrá. Nefndin samþykkir að afsláttarkjör til námsmanna eigi eingöngu við um námsmenn sem stunda nám í Grunnskóla Fjallabyggðar og þeirra sem eru í dagskóla MTR. Einnig samþykkir nefndin að barnagjald eigi við upp að 18 ára aldursári.
  Nefndin leggur til að börn yngri en 10 ára með lögheimili í Fjallabyggð fá frípassa í sund. Frítt verði fyrir börn 0 - 6 ára.
  Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016 Lagt fram til kynningar bréf frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar þar sem tilkynnt er um að á aðalfundi félagsins þann 28. desember sl. hafi nafni félagsins verið breytt í Golfklúbbur Fjallabyggðar. Er það von stjórnar að breyting á nafni félagsins verði til þess að efla og auka áhuga á golfíþróttinni í Fjallabyggð og fjölga virkum kylfingum. Fræðslu- og frístundanefnd óskar félaginu til hamingju með nýja nafnið á félaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016 Lögð fram til kynningar skýrsla frá ráðstefnunni ,,Frítíminn er okkar fag" sem var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík föstudaginn 16. október 2015. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur vinnuhóp um endurskoðun á frístundastefnu Fjallabyggðar að hafa þessa skýrslu til hliðsjónar í þeirri vinnu. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 4. apríl 2016

Málsnúmer 1603013FVakta málsnúmer

Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Gunnar I. Birgisson, S. Guðrún Hauksdóttir og Kristinn Kristjánsson um nefndarform.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 4. apríl 2016 Skóladagatal fyrir skólaárið 2016 - 2017 lagt fram til staðfestingar. Nefndin staðfestir skóladagtöl stofnana. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 4. apríl 2016 Lagt fram til kynningar bréf Menntamálastofnunar v/ innleiðingu rafrænna prófa haustið 2016 og vorið 2017. Jónína Magnúsdóttir skólastjóri grunnskólans upplýsti um væntanlegt fyrirkomulag á prófunum og verður tengiliður skólans við MMS. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 26. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 4. apríl 2016 Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 16. mars 2016, er upplýst um að niðurstaða liggi fyrir í greiningu á lesskilningshluta samræmdra könnunarprófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins.
  Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.

  Jónína Magnúsdóttir fór yfir málið með nefndarmönnum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 4. apríl 2016 Jónína Magnúsdóttir skólastjóri grunnskólans fór yfir helstu niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins sem var lögð fyrir í febrúar 2016. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Kristinn Kristjánsson.
  Afgreiðsla 26. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 4. apríl 2016 Magnús Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar fór yfir nokkur málefni tengt starfsemi skólans. Í máli hans kom fram að skóladagatalið sé 35 vikur en ekki 37 og eru fleiri kennslustundir á viku til að uppfylla lögbundna skólaskyldu. Fyrirhuguð er fækkun á stöðugildum ef sameining við tónskóla Dalvíkurbyggðar gengur eftir. Í bígerð er að gera breytingar á kaffiaðstöðu starfsfólks í starfsstöðinni á Siglufirði. Hugmyndir eru um að bjóða upp á gjaldfrjálst nám í málmblæstri en það hefiur verið gert í Dalvíkurbyggð og gefið góða raun. Ný námskrá fyrir yngri söngnemendur hefur verið í smíðum og verður byrjað að kenna eftir henni næsta vetur.
  Gerð var stuttlega grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við skoðun á sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
  Þrír hópar fóru fyrir hönd skólans til Akureyrar og tóku þátt í Nótunni 2016.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir og Kristinn Kristjánsson.
  Afgreiðsla 26. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 4. apríl 2016 Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags fyrir árið 2016. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 4. apríl 2016 Bæjarráð vísar málinu til nefndarinnar til kynningar. Lagt fram til kynningar. Olga skólastjóri leikskólans telur verkefnið áhugavert og mun þetta verða tekið til skoðunar á næsta ári. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11. apríl 2016

Málsnúmer 1604002FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11. apríl 2016 Gurrý Anna Ingvarsdóttir óskar eftir launalausu ársleyfi frá störfum við leikskólann Leikskála frá og með 1. ágúst 2016. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir launalaust leyfi fyrir sitt leyti en leggur til við bæjarráð að settar verði reglur um veitingu leyfa frá störfum hvort sem um er að ræða launalaust eða á launum.

  Olga Gísladóttir og Berglind Hrönn Hlynsdóttir véku á fundi að loknum þessum lið.
  Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11. apríl 2016 Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kynnti umbótaáætlun fyrir skólann sem unnin var í kjölfar á ytra mati sem unnið var af Menntamálastofnun sl. haust. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Jónínu greinargóða yfirferð. Jafnframt þakkar nefndin skólastjórnendum og umbótateymi skólans fyrir þeirra vinnu við gerð umbótaáætlunarinnar. Nefndin lýsir yfir ánægju með vinnu við gerð áætlunarinnar og samþykkir að hún verði send til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11. apríl 2016 Frestað til næsta fundar. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 27. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016

Málsnúmer 1603006FVakta málsnúmer

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016 Bæjarráð óskar eftir umsögn markaðs- og menningarnefndar á fyrirhugaðri útgáfu á þrívíddarkorti fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð. Nefndin tekur jákvætt í fyrirhugaða útgáfu og hvetur eindregið til þess að farið verði í þetta verkefni. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 9.2 1603047 17. júní 2016
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016 Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir framkvæmdaraðilum að 17. júní hátíðarhöldunum 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016 Lögð fram drög að samningum við annars vega Bolla og bedda ehf vegna reksturs á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og hins vegar Baldvin Júlíusson og Margréti Sveinbergsdóttur vegna reksturs á tjaldsvæðinu á Siglufirði. Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við samningana og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 24. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016 Veitingahúsið Höllin hafði lýst yfir því að halda áfram með veitingasölu í Tjarnarborg og voru einu aðilarnir sem sóttu um þegar auglýst var eftir aðila til að sjá um veitingasöluna. Samningaviðræður hafa staðið yfir og telur markaðs- og menningarnefnd að ekki sé hægt að ganga að kröfum Hallarinnar. Nefndin leggur til að fyrirkomulag á veitingasölu í Tjarnarborg verði endurskoðað og á meðan þurfi hver og einn sem ætlar að standa fyrir skemmtun í Tjarnarborg að sækja um tækifærisleyfi. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016

Málsnúmer 1603003FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

  Á 197.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. febrúar sl. var tæknideild falið að grenndarkynna byggingaráform við Gránugötu 13b, Siglufirði í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdafrestur rann út 10. febrúar 2016. Lagðar fram til kynningar þær athugasemdir sem bárust.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lagt fram erindi húseiganda Aðalgötu 6, Siglufirði dagsett 26. febrúar 2016. Óskað er eftir að dagsektir vegna ástands hússins sem staðið hafa yfir frá 14. september 2015 verði felldar niður og nýr frestur til úrbóta verði fyrir lok júní 2016.

  Nefndin hafnar beiðninni að svo stöddu. Nefndin er tilbúin til þess að endurskoða afstöðu sína eftir að lagfæringum á eigninni er lokið.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lagt fram erindi Bás ehf. dagsett 3. mars 2016. Óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins við Egilstanga 1-3 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og að deiliskipulag við Leirutanga verði endurskoðað í samræmi við það.

  Nefndin leggur til að fundað verði með bæjarráði ásamt eigendum Bás ehf. á athafnasvæði Bás við Egilstanga.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Nefndin samþykkir að byrja vinnu við deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar sem afmarkast af Aðalgötu, Grundargötu, Suðurgötu og hafnarsvæði í suður. Unnið verður með tillögur 1 og 2 að nýjum gatnamótum við Suðurgötu, Gránugötu og Snorragötu. Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lögð fram frumdrög að kostnaðaráætlun ásamt hönnun skólalóðar við Norðurgötu Siglufirði, unnið af Landslagi ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lögð fram frumdrög að kostnaðaráætlun ásamt hönnun skólalóðar við Tjarnarstíg Ólafsfirði, unnið af Landslagi ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Bæjarráð samþykkti beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara að breyta reiðstíg í veg í janúar sl. Lagður fram lagfærður deiliskipulagsuppdráttur vegna þessa dags. 16. febrúar 2016.

  Að mati skipulags- og umhverfisnefndar telst breytingin óveruleg þar sem hún víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Tæknideild er falið að afgreiða breytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá grenndarkynningu þar sem breyting þessi varðar ekki hagsmuni annara en sveitarfélagsins og umsækjenda breytinganna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lagt fram erindi húseiganda að Hvanneyrarbraut 30. Óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, þar sem núverandi samningur er útrunninn.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lögð fram til kynningar áskorun stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 2. mars 2016, þar sem skorað er á bæjarstjórn Fjallabyggðar að standa betur að öryggismálum gangandi grunnskólabarna til og frá tónskóla á skólatíma.

  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

  Nefndin bendir á að samkvæmt umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar þá er fyrirhugað að setja upp hraðatakmarkandi þrengingar á þjóðveginn í gegnum báða byggðarkjarna. Nefndin bendir á mikilvægi þess að framkvæmdum við gönguleiðir hjá grunnskólanum við Tjarnarstíg verði lokið í sumar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Örlygur Kristfinnsson sækir um leyfi fyrir uppsetningu á sprinkler vatnsúðunarkerfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum, fyrir Roaldsbrakka, Snorragötu 16.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék við afgreiðslu þessa máls.
  Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lagt fram til kynningar, tillögur að breytingum á regluverki skipulags- og mannvirkjamála. Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lögð fram til kynningar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026. Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lögð fram kynning á félaginu Stígavinir. Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir desember 2015.

  Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 14,7 millj. kr. sem er 68% af áætlun tímabilsins sem var 21,5 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 16,3 millj. kr. sem er 63% af áætlun tímabilsins sem var 25,8 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 121,5 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 112 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir umhverfismál er 52,6 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 53,1 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir eignasjóð er -143,5 millj. kr. sem er 116% af áætlun tímabilsins sem var -123 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 22,3 millj. kr. sem er 59% af áætlun tímabilsins sem var 37,8 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir veitustofnun er -26,5 millj. kr. sem er 73% af áætlun tímabilsins sem var -36,2 millj. kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 4. fundur - 22. mars 2016

Málsnúmer 1603008FVakta málsnúmer

 • 11.1 1601094 Nýbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
  Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 4. fundur - 22. mars 2016 Lögð fram tillaga 2 AVH arkitekta og verkfræðistofu að viðbyggingu við Menntaskóann á Tröllaskaga.

  Farið yfir tillögu 2 og fundarmenn ánægðir með lausnir að undanskildum smávægilegum breytingum sem gera þarf. Ákveðið að fá Fanneyju Hauksdóttir arkitekt á næsta fund starfshópsins.
  Bókun fundar Til máls tóku Kristinn Kristjánsson, Gunnar I. Birgisson, S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sólrún Júlíusdóttir.
  Afgreiðsla 4. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 11.2 1603088 Kostnaðarskipting vegna viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga
  Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 4. fundur - 22. mars 2016 Skólameistari MTR mun leggja fram áætlun um stofnbúnað fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016

Málsnúmer 1603010FVakta málsnúmer

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016 Lögð fram tillaga að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2016 - 2020. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis sveitarfélagsins og starfsmanna þess annars vegar og hins vegar til þeirrar starfsemi og þjónustu sem veitt er hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Félagsmálanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum jafnréttisáætlun Fjallabyggðar, 2016-2020.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu um leiguíbúðir Fjallabyggðar. Málið verður tekið aftur til umræðu á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar félagsmálanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016 Lögð fram til kynningar tillaga að samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar félagsmálanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016 Erindi samþykkt Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar félagsmálanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016 Erindi samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar félagsmálanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016 Deildarstjóri félagsþjónustu lagði fram minnisblað um þjónustusamning Fjallabyggðar og Hornbrekku. Samningurinn lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku. Gert er ráð fyrir að málið verði á dagskrá á næsta fundi bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar félagsmálanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða, dags. 09.03.2016. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar félagsmálanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31. mars 2016 Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar félagsmálanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Ársreikningur Fjallabyggðar 2015

Málsnúmer 1603083Vakta málsnúmer

Síðari umræða um ársreikning Fjallabyggðar 2015.
Bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson, fór yfir lykiltölur í ársreikningi Fjallabyggðar fyrir árið 2015.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2015 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 2.278,6 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 220,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 2.375,6 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.742,6 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 187,1 millj. kr.

Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsso, Hilmar Elefsen og Ríkharður Hólm Sigurðsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar fagnar góðri rekstrarrniðurstöðu fyrir árið 2015, og þakkar bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins fyrir sitt framlag í þessum góða árangri.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Fjallabyggðar 2015.

Fundi slitið.