Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

24. fundur 14. mars 2016 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Jakob Kárason varamaður, S lista
  • Lisebet Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka inn á dagskrá fundarins mál nr. 1601039 - Veitingasala í Tjarnarborg. Var það samþykkt.
Ægir Bergsson boðaði forföll og mætti Jakob Kárason í hans stað. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir boðaði forföll og mætti Lisebet Hauksdóttir í hennar stað.

1.Gerð þrívíddarkorts

Málsnúmer 1603015Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Bæjarráð óskar eftir umsögn markaðs- og menningarnefndar á fyrirhugaðri útgáfu á þrívíddarkorti fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð. Nefndin tekur jákvætt í fyrirhugaða útgáfu og hvetur eindregið til þess að farið verði í þetta verkefni.

2.17. júní 2016

Málsnúmer 1603047Vakta málsnúmer

Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir framkvæmdaraðilum að 17. júní hátíðarhöldunum 2016.

3.Rekstur tjaldsvæða 2016

Málsnúmer 1603048Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Lögð fram drög að samningum við annars vega Bolla og bedda ehf vegna reksturs á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og hins vegar Baldvin Júlíusson og Margréti Sveinbergsdóttur vegna reksturs á tjaldsvæðinu á Siglufirði. Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við samningana og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

4.Veitingasala í Tjarnarborg

Málsnúmer 1601039Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Veitingahúsið Höllin hafði lýst yfir því að halda áfram með veitingasölu í Tjarnarborg og voru einu aðilarnir sem sóttu um þegar auglýst var eftir aðila til að sjá um veitingasöluna. Samningaviðræður hafa staðið yfir og telur markaðs- og menningarnefnd að ekki sé hægt að ganga að kröfum Hallarinnar. Nefndin leggur til að fyrirkomulag á veitingasölu í Tjarnarborg verði endurskoðað og á meðan þurfi hver og einn sem ætlar að standa fyrir skemmtun í Tjarnarborg að sækja um tækifærisleyfi.

Fundi slitið.