Ársreikningur Fjallabyggðar 2015

Málsnúmer 1603083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21.03.2016

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2015 lagður fram.

Bæjarráð samþykkir að vísa honum til fyrri umræðu á aukafundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 30. mars 2016.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 30.03.2016

Á fund bæjarstjórnar kom endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G. Þorsteinsson og fór yfir endurskoðunarskýrslu.
Bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson fór yfir lykiltölur í ársreikningi Fjallabyggðar fyrir árið 2015.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2015 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 2.278,6 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 220,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 2.375,6 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.742,6 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 187,1 millj. kr.

Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 130. fundur - 15.04.2016

Síðari umræða um ársreikning Fjallabyggðar 2015.
Bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson, fór yfir lykiltölur í ársreikningi Fjallabyggðar fyrir árið 2015.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2015 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 2.278,6 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 220,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 2.375,6 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.742,6 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 187,1 millj. kr.

Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsso, Hilmar Elefsen og Ríkharður Hólm Sigurðsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar fagnar góðri rekstrarrniðurstöðu fyrir árið 2015, og þakkar bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins fyrir sitt framlag í þessum góða árangri.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Fjallabyggðar 2015.