Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

97. fundur 31. mars 2016 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, F lista
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir aðalmaður, D lista
  • Rannveig Gústafsdóttir varamaður, F lista
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2016-2020

Málsnúmer 1512014Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2016 - 2020. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis sveitarfélagsins og starfsmanna þess annars vegar og hins vegar til þeirrar starfsemi og þjónustu sem veitt er hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Félagsmálanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

2.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, stefnumótun 2016

Málsnúmer 1603098Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu um leiguíbúðir Fjallabyggðar. Málið verður tekið aftur til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

3.Samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016

Málsnúmer 1603096Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1603031Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt

5.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 1603114Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt að hluta.

6.Þjónustusamningur Fjallabyggðar og Hornbrekku

Málsnúmer 1603099Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsþjónustu lagði fram minnisblað um þjónustusamning Fjallabyggðar og Hornbrekku. Samningurinn lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku. Gert er ráð fyrir að málið verði á dagskrá á næsta fundi bæjarráðs.

7.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2016

Málsnúmer 1602078Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða, dags. 09.03.2016.

8.Drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2016

Málsnúmer 1602010Vakta málsnúmer

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.