Bæjarráð Fjallabyggðar

438. fundur 29. mars 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Nýtt starf menningar-, atvinnu- og ferðamálafulltrúa

Málsnúmer 1603089Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Á 437. fundi bæjarráðs, 21. mars 2016, var lögð fram til kynningar drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar, sem kæmi í stað markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkti þá að vísa málinu til frekari umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi.

Farið yfir drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi starflýsingu með nokkrum breytinum, þ.m.t. að starfsheitið verði áfram markaðs- og menningarfulltrúi.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að auglýsa starfið laust til umsóknar.

2.Starfsmannamál, trúnaðarmál

Málsnúmer 1603090Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

3.Úthlutun beitarhólfa á Siglufirði

Málsnúmer 1603102Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.

Bæjarstjóri kynnti tillögu að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir viðbrögðum hagsmunafélaga.

4.Krafa Rauðku ehf um að Bás ehf flytji starfsemi sína af Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1603111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Rauðku ehf til Báss ehf.

5.Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2016

Málsnúmer 1602015Vakta málsnúmer

Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016, skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum en ekki eingöngu þeim er varða ungmennin sjálf.

Yfirheiti ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag.
Þátttakendur ráðstefnunnar voru fulltrúar ungs fólks í sínum samfélögum og þekkja vel til aðstæðna ungmenna á sínu heimasvæði auk þess að vera það sem mætti kalla sérfræðingar í málefnum ungmenna, verandi ungmenni sjálf.

Lagt fram til kynningar.

6.Mál er tengjast Ofanflóðasjóði

Málsnúmer 1503016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Ofanflóðasjóðs dagsett 18. mars 2016.

7.Ársfundur Norðurorku - 2016

Málsnúmer 1603100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boðsbréf á ársfund Norðurorku hf.,sem haldinn verður á Akureyri, föstudaginn 1. apríl 2016.

8.Aðalfundur Samorku 19.febrúar 2016

Málsnúmer 1601057Vakta málsnúmer

Á 21. aðalfundi Samorku, sem haldinn var 19. febrúar s.l. var samþykkt að fresta þremur dagskrárliðum.
Stjórn Samorku boðar því nú til framhaldsaðalfundar Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja 21. apríl 2016 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi - Höllin veitingahús

Málsnúmer 1603108Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 22. mars 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu veitinga á Höllinni veitingahúsi, Hafnargötu 16, 625 Ólafsfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

10.Rammaáætlun - kynning

Málsnúmer 1603103Vakta málsnúmer

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar mun ganga frá drögum að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta þann 30. mars nk.
Til að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér drögin efnir verkefnisstjórn til kynningarfunda, m.a. á Akureyri 12. apríl 2016.
Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni.

Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016

Málsnúmer 1602074Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. í Reykjavík, föstudaginn 8. apríl 2016, með framlagðri dagskrá.

Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.

Fulltrúar Fjallabyggðar á aðalfundinum verða:
Kristinn Kristjánsson,
Steinunn María Sveinsdóttir og
Gunnar I. Birgisson.

12.Nýir kjarasamningar við BHM

Málsnúmer 1603101Vakta málsnúmer

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og eftirtalinna aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu nýja kjarasamninga þann 21. mars 2016:

Félag íslenskra félagsvísindamanna,
Félag íslenskra náttúrufræðinga,
Félagsráðgjafafélag Íslands,
Fræðagarður,
Iðjuþjálfafélag Íslands,
Sálfræðingafélag Íslands,
Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga,
Stéttarfélag lögfræðinga og
Þroskaþjálfafélag Íslands.

Kjarasamningarnir fela í sér veigamiklar breytingar á samsetningu heildarlauna háskólamanna við innleiðingu og upptöku starfsmats, sem kemur að fullu til framkvæmda árið 2018.

Verði samningarnir samþykktir munu þeir gilda frá 1. september 2015 til 31. mars 2019.

Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

4. fundur starfshóps um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, 16. mars 2016.

Fundi slitið.