Bæjarráð Fjallabyggðar

436. fundur 15. mars 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Hátíðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1602031Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað formanns markaðs- og menningarnefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um hátíðir í Fjallabyggð. Nefndin leggur til við bæjarráð að hátíðir verði styrktar sem hér segir:
Berjadagar: 500.000 kr.
Blúshátíð: 600.000 kr.
Síldarævintýri: 2.750.000 kr.
Sjómannadagshátíð: 200.000 kr. til viðbótar við áður úthlutaðann styrk að upphæð 600.000 kr.
Þjóðlagahátíð: 800.000 kr.
Nefndin setur fyrirvara á úthlutun til Síldarævintýrisins vegna stöðu mála og ekki hafi enn tekist að manna nýja stjórn.

Á 128. fundi bæjarstjórnar var þessum dagskrárlið vísað til endalegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögur markaðs- og menningarnefndar.

2.Ósk um styrk til móts við leigugjald í Aravíti

Málsnúmer 1602034Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum að hafna styrkbeiðni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að innheimta leigugjaldið.

3.Sjómannadagurinn 2016 - styrkumsókn

Málsnúmer 1603016Vakta málsnúmer

128. fundur bæjarstjórnar samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs.

Samkvæmt gjaldskrá Tjarnarborgar þá er ekki innheimt leiga vegna notkunar á húsinu í tengslum við sjómannadaginn.

4.Slökkvilið Fjallabyggðar - Ársskýrsla 2015

Málsnúmer 1603050Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2015.

5.Staðgreiðsla tímabils 2016

Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu á tímabilinu 1. janúar til 29. febrúar.

Bókfærð upphæð er 0,5% lægri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.

6.Launayfirlit tímabils 2016

Málsnúmer 1602012Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar 2016.

Niðurstaðan fyrir heildina er 164,5 m.kr. sem er 98,2% af áætlun tímabilsins sem var 167,5 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 3,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 6,7 m.kr.
Nettóniðurstaða er því 3,0 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

7.Heimild til útboðs vegna fráveitu 1 og 2

Málsnúmer 1603070Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út í lokuðu útboði, til eftirtalinna aðila: Bás ehf, Árni Helgason ehf og Smári ehf, verkið "Siglufjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Aðalgötu. Útrás neðan Aðalgötu. Yfirfalls og dælubrunnur við Norðurtún".

Einnig óskað eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út verkið "Fjallabyggð fráveita 2016. Vél-, raf og stjórnbúnaður skolpdælubrunna" í opnu útboði.
Útboðin yrðu auglýst 20. mars og opnuð 12. apríl.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.Íbúalýðræði í sveitarfélögum - námsferð

Málsnúmer 1603028Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga býður sveitarstjórnarmönnum upp á námsferð til Svíþjóðar 29. ágúst til 1. september nk. til að kynna sér íbúalýðræði í sænskum sveitarfélögum, en þau standa mjög framarlega á því sviði í Evrópu og þótt víðar væri leitað.

Lagt fram til kynningar.

9.Nauðsynlegt að auka þorskkvótann

Málsnúmer 1603035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sverris Sveinssonar þar sem Fjallabyggð er hvatt til þess að taka undir stjórnarsamþykkt Landsambands smábátaeigenda frá 7. mars 2016. Þar sem skorað er á stjórnvöld til þess að auka þorskkvóta á næsta fiskveiðiári um 30 þ. tonn og af því færu 2 þ. tonn til strandveiða.

Bæjarráð tekur undir áskorun Landsambands smábátaeigenda.

10.Ósk um niðurfellingu á gámagjöldum

Málsnúmer 1603037Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Strákar, Siglufirði óskar eftir niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.

Erindi frestað.

11.Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna

Málsnúmer 1603054Vakta málsnúmer

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2016.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kanna möguleika á styrkveitingum úr sjóðnum. Einnig að koma upplýsingum um málið á heimasíðu Fjallabyggðar.

12.Varðar frv. um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni - ábendingar

Málsnúmer 1603036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með ábendingum um frumvarp um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni.

13.Vistvæn og hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina

Málsnúmer 1603049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Breytingar á mælabúnaði í Ólafsfirði

Málsnúmer 1603039Vakta málsnúmer

Norðurorka áætlar að skipta út hemlum yfir í mæla hjá viðskiptavinum sínum á Ólafsfirði. Á þetta við um atvinnuhúsnæði, en til lengri framtíðar er síðan horft til þess að skipt verði úr hemlum yfir í mæla í öllum húsum á Ólafsfirði.

Lagt fram til kynningar

15.Til umsagnar - frá nefndasviði Alþingis, 354. mál

Málsnúmer 1603045Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

Lagt fram til kynningar.

16.Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis, 14. mál

Málsnúmer 1602022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu samningaviðræðna um daggjöld hjúkrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands.

17.Til umsagnar - frá nefndasviði Alþingis, 352. mál

Málsnúmer 1603034Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0452.html

Lagt fram til kynningar.

18.Ráðstefnan Enginn er eyland í Háskólanum á Akureyri

Málsnúmer 1603056Vakta málsnúmer

Ráðstefnan Enginn er eyland verður haldin í Háskólanum á Akureyri 19. mars.
Allar frekari upplýsingar um ráðstefnuna ef að finna á heimasíðu AkureyrarAkademíunnar: akak.is

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar.

25. fundur Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar 10. mars 2016.

20.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2016

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar.

2. fundur sjtórnar Hornbrekku 2. mars 2016.

Fundi slitið.