Bæjarráð Fjallabyggðar - 391. fundur - 5. maí 2015

Málsnúmer 1505003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 27.05.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 391. fundur - 5. maí 2015 Tilboð voru opnuð í endurnýjun Lækjargötu Siglufirði og fráveitu Snorragötu Siglufirði, í Ráðhúsi Fjallabyggðar, mánudaginn 4. maí.
    Eitt tilboð barst, frá Bás ehf. að upphæð kr. 40.421.952,-.
    Kostnaðaráætlun: 47.697.500,-.

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að samið verði við Bás ehf.

    Bæjarráð samþykkir að samið verði við Bás ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að semja við Bás ehf um endurnýjun Lækjargötu Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 391. fundur - 5. maí 2015 Lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 57, Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 391. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.