Málefni Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði

Málsnúmer 1310013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 09.10.2013

Bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson fór yfir samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar frá 19. júní s.l. er varðaði byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10 á Siglufirði. Afgreiðsla 156. fundar skipulags - og umhverfisnefndar var síðan staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Bæjarstjórn felur tæknideild Fjallabyggðar á grundvelli byggingaleyfis sem samþykkt var í bæjarráði 25. júní 2013, að auglýsa útboð á fyrsta áfanga viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu á Siglufirði, þ.e. jarðvegsvinnu og undirbúning."


Til máls tóku: Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum.
Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.