Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

75. fundur 26. september 2013 kl. 14:30 - 14:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Rögnvaldur Ingólfsson formaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Árnadóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Stöðumat á málefnum fatlaðra í Fjallabyggð, rekstur og þjónusta 2013

Málsnúmer 1308028Vakta málsnúmer









Verkefnisstjóri byggðasamlags um málefni fatlaðra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, kom inn á fundinn undir þessum lið fundargerðarinnar. Gréta upplýsti nefndina um framgang verkefnisins. Félagsmálanefnd þakkar verkefnisstjóra fyrir greinargóða skýrslu.

2.Ráðstefna um NPA á Íslandi - Væntingar og veruleiki

Málsnúmer 1307045Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök félagsmálastjóra á Íslandi boða til ráðstefnu um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar þjónustu (NPA) á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 2. október næst komandi. Félagsmálanefnd samþykkir að tveir nefndarmenn sæki ráðstefnuna.

3.Rekstraryfirlit júlí 2013

Málsnúmer 1308057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Stefnumótun í þjónustu aldraðra

Málsnúmer 1102063Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar var deildarstjóra falið að leita leiða til að fjármagna viðhorfskönnun meðal eldra fólks í Fjallabyggð. Deildarstjóri kynnti nefndinni með hvaða hætti er hægt að standa straum af kostnaði við könnunina. Félagsmálanefnd samþykkir tillögu deildarstjóra. Gert er ráð fyrir að könnunin verði framkvæmd í októbermánuði og niðurstöður liggi fyrir í nóvember. Verkefnið verður í höndum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1301085Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1301020Vakta málsnúmer

Erindi synjað.

7.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1301078Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

8.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1301062Vakta málsnúmer

Samþykkt að hluta.

9.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1301080Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

10.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1309015Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

11.Fundargerðir þjónustuhóps SSNV 2013

Málsnúmer 1301094Vakta málsnúmer

Fundargerðir þjónustuhóps byggðasamlags SSNV frá 11.09.2013 og 18.09.2013 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.