Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013

Málsnúmer 1308006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 09.10.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Á 157. fundi nefndarinnar var ákveðið að fresta fyrirhuguðum dagsektum á eiganda fasteignarinnar að Aðalgötu 6 vegna þess að fyrirliggjandi var áætlun eigenda um að nauðsynlegum endurbótum yrði lokið fyrir 15. ágúst.
     
    Nú í dag, 18. september, hefur ekkert verið framkvæmt af verkáætluninni sem eigandinn lagði fram.
     
    Því samþykkir nefndin að leggja dagsektir á fasteignina Aðalgata 6 Siglufirði að upphæð kr. 10.000 sem byrja að telja frá og með mánudeginum 23. september næstkomandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Á 158. fundi nefndarinnar var tekin fyrir umsókn Rarik ohf um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu 38 á Siglufirði. Var samþykkt að framkvæmdin yrði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum. Grenndarkynningunni lauk þann 28. ágúst síðastliðinn og kom sameiginleg athugasemd frá öllum þeim sem fengu grenndarkynninguna í hendur.
     
    Athugasemdirnar eru hér með lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Á síðasta fundi nefndarinnar, þann 24. júlí síðastliðinn samþykkti nefndin stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hverfisgötu og Hávegs til tveggja mánaða. Það leyfi rennur út þann 24. september næstkomandi.
     
    Þar sem verið er að vinna úr grenndarkynningu (sbr. lið 2 í fundargerð þessari) sem haldin var vegna fyrirhugaðrar byggingar varanlegrar spennistöðvar á svipuðum stað samþykkir nefndin að framlengja stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð um þrjá mánuði frá deginum í dag að telja, eða til 18. desember næstkomandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Vegna breyttra gönguleiða grunnskólabarna á Siglufirði í hádegismat er nauðsynlegt að bregðast við með tilliti til umferðaröryggis en nú borða börnin á Kaffi Rauðku. Því þarf að setja upp gangbrautir yfir Gránugötu en umferð á Gránugötu getur bæði verið mikil og þung, sérstaklega í kringum hádegi þegar börnin eru á ferð í og úr mat.
     
    Nefndin samþykkir að setja upp gangbraut við gatnamót Aðalgötu og Norðurgötu, tvær við gatnamót Gránugötu og Norðurgötu og eina yfir Gránugötu rétt ofan Grundargötu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Stefán Örn Stefánsson frá Argos ehf sækir um f.h. Síldarminjasafns Íslands byggingarleyfi fyrir Gæruhúsinu sem áætlað er að reisa á lóðinni Snorragata 14 á Siglufirði.
     
    Fyrirhuguð bygging er í fullu samræmi við deiliskipulag svæðisins og er því byggingarleyfi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Lagðar fram hugmyndir Shok Han Liu og Önnu Maríu Guðlaugsdóttur um gerð tröllagerðis í Ólafsfirði.
     
    Nefndin samþykkir að boða þær á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Guðlaugur Pálsson f.h. N1 hf sækir um lóð undir eldsneytisafgreiðslu að Vesturtanga 18 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
     
    Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum um útlit og hönnun á lóðinni.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Ingi Vignir Gunnlaugsson og Helgi Þórðarson sækja um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem þeir nota sem heygeymslu við hesthús sitt í Ólafsfirði.
     
    Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár og leggur til við tæknideild að hún endurskoði stöðuleyfisveitingar gáma með það að markmiði að gámar séu staðsettir á skipulögðum gámasvæðum í framtíðinni.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Magnús Björgvinsson eigandi fasteignarinnar Hávegur 8 á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar til að setja upp merki sem sýnir bifreiðastæði fyrir fatlaða einstaklinga fyrir utan hús sitt.
     
    Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að ákveða nánari staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Hornbrekkulóð nr. 19.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Hólkot 2.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.