Bæjarstjórn Fjallabyggðar

80. fundur 12. september 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012

Málsnúmer 1208012FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Bæjarstjóri lagði fram til samþykktar fjárhagsáætlunarferli og tímasetningar fyrir fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013, dags. 20.08.2012. Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga, dags. 24. ágúst 2012. Eftirlitsnefndin óskar eftir upplýsingum um hvernig bæjarstjórn hyggst ná viðmiðun 1. töluliðar 2.mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Með bréfi bæjarstjóra frá 30. ágúst er óskað eftir fresti til 18. október til að skila inn umbeðnum upplýsingum.
    Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu og er Fjallabyggð veittur frestur til 15. nóvember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til og með júlí. Heildarniðurstaðan er jákvæð.
    Lagt fram framkvæmdayfirlit, en þar kemur fram að búið er að framkvæma og greiða um 184 m.kr., en eftir er að framkvæma fyrir um 155 m.kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Trausti Sveinsson bóndi Bjarnargili óskar eftir styrk að upphæð 1 m.kr. til að fjármagna verkefnastjórnun við verkefnið "sjálfbært samfélag í Fljótum".
    Bæjarráð hafnar beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Tilboð um vinnu við Gámasvæði á Siglufirði við Berg ehf. lagt fram til samþykktar.
    Áætlaður kostnaður við verkið er kr. 10.658.800 - eða um 107.3 % af kostnaðaráætlun.
    Bæjarráð samþykkir fram komið tilboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Lagður fram undirritaður samningur við Allann ehf. á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Lagður fram undirritaður samningur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Starfshópur Akraneskaupstaðar boðar til landsfundar föstudaginn 14. september n.k. á Akranesi.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Lögð fram greinargerð um rekstur og umsjón með tjaldsvæðum á Siglufirði í sumar.
    Bréfritarar óska eftir því að taka verkið að sér næsta sumar. Bæjarráð tekur vel í þá hugmynd.
    Ýmsum ábendingum um lagfæringar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Lagt fram bréf frá Sveinbirni Þ. Sveinbjörnssyni um hugmyndir hans um að byggja nýja fjárrétt miðsvæðis.
    Ekki er gert ráð fyrir að bæjarfélagið byggi fjárrétt á næstunni".
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Lagt fram til kynningar og tekur bæjarráð jákvætt í framkomin drög að frumvarpi um framlengingu svonefnds B- gatnagerðargjalds sem heimilt hefur verið að leggja á lóðir sem úthlutað var fyrir 1. janúar 1997.
    Bæjarráð felur tæknideild bæjarfélagsins að svara framkomnum spurningu frá lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 4. september 2012
    Lagðar fram til kynningar fundagerðir nr. 13 og 14.
    Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 270

Málsnúmer 1209003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu fjárlaganefndar vegna fjárlagafrumvarps 2013.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja erindi Fjallabyggðar fyrir nefndina með sama hætti og á síðasta fjárhagsári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Niðurstaða menningarnefndar frá 5.9.2012 lögð fram til umræðu í bæjarráði en Diljá Helgadóttir nýráðinn forstöðumaður Tjarnarborgar hefur sagt upp starfi sínu.
    Bæjarráð telur rétt í samræmi við ábendingar frá lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga að auglýsa starfið að nýju.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Bolla og bedda ehf.
    Bæjarstjóri lagði fram undirskriftarlista með 173 nöfnum þar sem því er mótmælt að bókasafninu í Ólafsfirði verði lokað og rekstri þess verði breytt.
    Bæjarráð telur að ekki sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarfélagsins, þvert á móti gefist tækifæri til að auka hana með samningi við Bolla og bedda ehf.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.<BR>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Ólafur H. Marteinsson.<BR>Sólrún Júlíusdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:</DIV><DIV>"Undirrituð fagnar því að leitað sé leiða til að hagræða í rekstri sveitarélagsins. Hinsvegar hefur forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar bent á aðra áhugaverða kosti, sem ég tel að skoða eigi betur, áður en gera á samning við Bolla og bedda ehf. Sem dæmi má nefna að ekki liggur fyrir að heimilt sé fyrir utankomandi aðila að hafa aðgang að landskerfi bókasafna (Gegni). Þá er ekki ljóst í samningnum hver beri ábyrgð á eignum bóksafnsins, þ.e. bókunum sjálfum. Þá er heldur ekki ljóst hvort Bolli og beddi ehf sé einungis kaffihús eða hvort um verður að ræða kaffihús með vínveitingaleyfi, en slíkt gengur varla með starfsemi bóksafns, þar sem viðskiptavinir bókasafnsins eru að miklu leyti undir lögaldri."</DIV><DIV>Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.  Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Lögð fram greinargerð frá Vegagerðinni um umferðaröryggi á Siglufirði og í Ólafsfirði.
    Bæjarráð felur tæknideild bæjarfélagsins að hefja framkvæmdir við stoppistöðvar hið fyrsta í fullu samræmi við ráðleggingar og tillögur Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Ársfundur Jöfnunarsjóðsins fer fram miðvikudaginn 26. september nk. á Hilton hóteli í R.vík.
    Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri taki þátt í fundinum f.h. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Á aðalfundi í einkahlutafélaginu Greið leið ehf var stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins um 100 m.kr.
    Eindagi greiðslu miðast við 5. október og er hlutur Fjallabyggðar kr. 66.272.-
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð skrái sig fyrir umræddri hækkun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.7 1209024 Dagur gegn einelti
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið að helga 8. nóvember á ári hverju baráttunni gegn einelti.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Viðmiðunardagur kjörskrár verður 29. september 2012 en samkvæmt 22. gr. laga nr. 24.2012 um kosningar til alþingis skulu sveitarstjórnir gera kjörskrá á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Lagt fram bréf frá skrifstofu- og fjármálastjóra til Ofanflóðanefndar er varðar lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2011.
    Bókfærður kostnaður á árinu 2011 var í Fjallabyggð kr. 9.132.967.- og er lánið 10% af þeirri upphæð eða kr. 913.297.-
    Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 31. ágúst 2012 þar sem umbeðið lán er samþykkt.
    Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að undirrita skuldabréfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Stofnfundur MýSköpunar verður haldinn í Reykjahlíð miðvikudaginn 12. september n.k.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Lagt fram til kynningar bréf frá Innanríkisráðuneytinu vegna uppgjörs á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2012.
    Heildarframlag er kr.87.804.724.-, en í áætlun sveitarfélagsins var gert ráð fyrir framlagi að upphæð 89.350.000,-
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Fundargerð frá 6. september s.l. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 270
    Fundargerð lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar bæjarráðs staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012

Málsnúmer 1208005FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Lagt fram rekstraryfirlit málaflokksins til 30. júní 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Lagt er til að við 18. grein reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar bætist við svohljóðandi málsgrein:,,Hafi umsækjandi sem leigir í fjölbýlishúsi sveitarfélagsins fengið synjum tvisvar sinnum á flutningi milli íbúða í húsinu, skal hann að öllu jöfnu hafa forgang um úthlutun í þriðja sinn. Það á þó ekki við þegar fyrir liggur umsókn frá hjónum eða sambúðarfólki". Félagsmálanefnd samþykkir  samhljóð tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun Alþingis í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Áætlunin skiptist í þrjá þætti. Í fyrsta lagi er sett fram stefna í málefnum fatlaðs fólks árin 2012-2020. Í öðrum þætti er framkvæmdaáætlun í málaflokknum fyrir árin 2012-2014 og í þriðja þætti eru tíundaðar útfærslur á einstökum verkefnum framkvæmdaáætlunarinnar. Hluti áætlunarinnar felur í sér tímasettar aðgerðir vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Þjónustuhópur SSNV hefur unnið sameinginlegar reglur sem taka mið af lögum um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, auk þess eru tvær gjaldskrár. Reglur þessar eru: a)um úthlutun úr búnaðarsjóði, samkvæmt reglugerð 1064/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, b) við afgreiðslu umsóknar um skammtímavistun fyrir fatlað fólk, c) við afgreiðslu umsókna um þjónustu á heimilum fatlaðs fólks og sértæk húsnæðisúrræði vegna sértækra eða mikilla þjónustuþarfa, d) um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, e)við afgreiðslu umsóknar um stuðningsfjölskyldur, f) um dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk, g) vegna beiðni um endurupptöku og málskots einstaklingsmála sem þjónustuhópur hefur afgreitt, h) gjaldskrá byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn, i) gjaldskrá byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vegna styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, j) um skiptingu fjármuna Jöfnunarsjóðs vegna lengdrar viðveru fyrir börn og unglinga með fötlun, frá og með 5. bekk grunnskóla til loka framhaldsskóla. Við mótun reglnanna var m.a. horft til leiðbeinandi reglna Velferðarráðuneytisins sem ætlað er að nýtast sveitarfélögum til að móta eigin reglur um framkvæmd þjónustunnar. Að vinnunni komu auk þjónustuhóps, ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn sem starfa að þjónustu við fatlað fólk hjá sveitarfélögunum. Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 5.júlí og samþykkti að reglurnar yrðu sendar til umsagnar félagsmálanefnda / ráða áður en þær verða samþykktar. Óskað er eftir að félagamálanefnd / ráð sveitarfélagsins veiti umsögn um fyrirliggjandi drög að reglum og gjaldskrám.
    Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með fram komnar reglur og telur að skýrara og samræmt verkleg verði til bóta. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og er félagsmálastjóra falið að stofna teymi fagfólks og útbúa verkefnalista teymisins út frá ofangreindum reglum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Erindi synjað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Starfsmönnum félagsþjónustu falið að afla frekari upplýsinga hjá umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Fyrirspurn frá Landsamtökunum Þroskahjálp dags. 7. júní s.l. um framkvæmd reglugerðar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Ákveðið var á fundi þjónustuhóps um málefni fatlaðra þann 28. júní s.l. að fela verkefnisstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21. ágúst 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar félagsmálanefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012

Málsnúmer 1208007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012
    Fyrirhugað er að gera nýja gangbraut, svokallaða zebra-gangbraut við Aðalgötu 37 á Ólafsfirði.
    Rædd var fyrirhuguð staðsetning sem verður á móts við húsið Aðalgötu 37.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012
    Núverandi svæði fyrir hundaeigendur þar sem þeir geta sleppt hundum sínum lausum er Hólsdalur. Eins og staðan er nú, er það svæði að mestu lokað fyrir umferð vegna framkvæmda við nýjan golfvöll og verður það næstu ár.
     
    Nefndin bendir á að hægt er að fara með hunda í vestanverðan Skútudal vegna framkvæmda sem standa yfir í Hólsdal.
    Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012
    Gunnar Trausti Guðbjörnsson sendir inn erindi er varðar húseign hans að Suðurgötu 26.
    Bendir hann á að sennilega sé bráðnandi snjór úr snjóskafli ofan af Hverfisgötu farinn að grafa undan grunni hússins að Suðurgötu 26. Einnig telur hann að þrjár lóðir fylgi húsinu þó það sé búið að byggja á þeim öllum. Vill hann að Fjallabyggð grafi drenskurð vegna mögulegs vatns undan snjóskaflinum, afmarki/girði lóð hans, útbúi bílastæði og gangi frá tröppum sem liggja að húsinu. Einnig að rífa skúr ofan við húsið.
     
    Nefndin hafnar framkomnu erindi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012
    Sólveig Rósa Sigurðardóttir óskar eftir leyfi fyrir lagningu bráðabirgðavegar frá lóð nr. 22 á Þverá að hestagerði í landi Kvíabekks vegna flutnings á húsi. Fyrirliggjandi er samþykki landeiganda.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012
    Lagður er fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Þormóðsgötu 30 Siglufirði vegna minnkunar á lóðinni.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012
    Kristján Sturlaugsson sækir um leyfi til útlitsbreytinga á fasteigninni Hólavegur 65 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012
    Ragnar Ragnarsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám á hafnarsvæði Fjallabyggðar til nota fyrir rekstur útgerðar sinnar.
     
    Erindi vísað til hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22. ágúst 2012
    Borist hefur kvörtun vegna bílastæðaskorts við Apótekið á Siglufirði. Dæmi eru um að bílum sé lagt upp á nærliggjandi gangstéttir.
     
    Nefndin bendir á bílastæði við Ráðhústorg í þessu samhengi og að blómaker sem nú eru í bílastæðum verða fjarlægð í haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 143. fundur - 5. september 2012

Málsnúmer 1209002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 143
    Valtýr Sigurðsson fyrir hönd Leyningsáss ses. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu nýrrar brúar yfir Leyningsá samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi teikningar berist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 143
    Sigurbjörn Pálsson eigandi fasteignarinnar að Suðurgötu 6 sækir um að fá helming lóðarinnar Suðurgötu 8 til stækkunar á lóðinni við Suðurgötu 6.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 143
    Þórir Kr. Þórisson eigandi fasteignarinnar að Hávegi 5 sækir um leyfi til að gera bílastæði fyrir tvo bíla í suðvesturhorni lóðarinnar á mörkum lóðanna Hávegur 5 og Hávegur 7 samkvæmt meðfylgjandi teikningu og lýsingu. Fyrirliggjandi er samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 143
    Kjartan Smári Ólafsson sækir um leyfi til að byggja við hlöðu sína að Fákafeni 4 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Fyrirliggjandi er samþykki eigenda Fákafens 6 og 8.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 143
    Lagðar fram til kynningar byggingateikningar fyrir húsið á Vatnsenda sem verður flutt á lóð nr. 22 á Þverá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum

6.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012

Málsnúmer 1208008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 6.1 1208061 Skólabyrjun Grunnskóla Fjallabyggðar haustið 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Skólastjóri fór yfir skólabyrjun. 
     
    Kennsla hefst föstudaginn 31. ágúst í nýju skólabyggingunni í Ólafsfirði.
     
    starfsmannamál:
    Allar stöður eru mannaðar við grunnskólann nema hlutastarf við lengda viðveru í Ólafsfirði. Starfið hefur verið auglýst. Tveir kennarar og einn skólaliði eru í fæðingarorlofi í vetur og tveir kennarar fara í fæðingarorlof í október. Tekist hefur að finna forfallakennara. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir starfs- og námsráðgjafi sagði upp starfi við skólann í sumar. Starf námsráðgjafa hefur verið auglýst en engin umsókn borist. Fræðslunefnd þakkar Bjarkey fyrir vel unnin störf við skólann.
     
    Skólaakstur:
    Fræðslunefnd harmar að ekki eru enn merktar biðstöðvar/ skýli fyrir skólabíl í bæjarkjörnunum né snúningsplan í Ólafsfirði. Nefndin krefst þess að úrbætur fari fram eins fljótt og verða má.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.2 1208059 Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri og María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna.
     
    Skólastjórar lögðu fram starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2012-2013 og kynntu helstu atriði hennar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.3 1208062 Starfsmannamál á Leikskóla Fjallabyggðar haustið 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri og María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna. 
     
    Einn leikskólakennari er farinn í fæðingarorlof og í hans stað kemur grunnskólakennari. Búið er að ráða í tímabundna stöðu vegna veikinda starfsmanns og ráða þarf annan starfsmann í 2-3 mánuði um miðjan september.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.4 1208060 Skýrsla um námsferð starfsmanna leikskólans til Svíþjóðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri og María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna.
     
    Skólastjórar sögðu stuttlega frá námsferð sem starfsmenn Leikskóla Fjallabyggðar fóru í til Malmö í Svíþjóð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.5 1207048 Framlög til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012 - 2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Borist hefur bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013. Enginn nemandi frá Fjallabyggð sækir framhaldsnám í söng eða hljóðfæraleik utan síns sveitarfélags þetta skólaár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.6 1207062 Rekstraryfirlit 30. júní 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.7 1206076 Úthlutun úr námsgagnasjóði
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Sveitarfélaginu hefur borist bréf frá Námsgagnasjóði vegna úthlutunar til námsgagnakaupa. Úthlutun sjóðsins 2012 til Grunnskóla Fjallabyggðar er 236.985 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.8 1208035 Samningur um greiðslur við foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið samning um greiðslur til foreldra á Sauðanesi vegna aksturs þeirra með nemendur til Siglufjarðar í skóla. Samningurinn er tilbúinn til undirritunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.9 1208030 Minningarsjóður Magnúsar Magnússonar - gjöf til Tónskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Stjórn minningarsjóðs Magnúsar Magnússonar afhenti skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar andvirði sjóðsins 1.4 milljónir til öflunar hljóðfæra og kennslutækja í tónskólanum. Fræðslunefnd þakkar stjórn sjóðsins og Sigursveini, Erni og Magnúsi Magnússonum fyrir höfðunglega gjöf.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV><DIV>Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkar stjórn minningarsjóðs Magnúsar Magnússonar og Sigursveini, Erni og Magnúsi Magnússonum fyrir höfðinglega gjöf.</DIV></DIV>
  • 6.10 1208025 Þjónustusamningur vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2012-2014, Ólafsfirði
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Lagður fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.11 1208022 Þjónustusamningur vegna skólamáltíða Grunnskóla Fjallabyggðar 2012-2013, Siglufirði
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Lagður fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.12 1208053 Námsvist utan lögheimilissveitarfélag fram að áramótum
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 27. ágúst 2012
    Fyrir liggur beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fram að áramótum. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslunefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 12. fundur - 3. september 2012

Málsnúmer 1209001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 7.1 1203096 Viðauki við fjárhagsáætlun 2012
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 12. fundur - 3. september 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.2 1203024 Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 12. fundur - 3. september 2012
    Farið yfir fundargerðir frá verktakafundum í júní og júlí.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.3 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 12. fundur - 3. september 2012
    Farið yfir fundargerðir frá verkhönnunarfundum í júní og júlí.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og hvernig verkið hefði gengið fyrir sig í sumar.  Því næst fóru fundarmenn í vettvangsferð og skoðuðu nýbygginguna.
    Farið yfir orðsendingar til arkitekta fyrir 1. og 2-3 áfanga.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Siguður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 12. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

8.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012

Málsnúmer 1208011FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • 8.1 1208082 Rekstrarsamingur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. 2013-
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012
    Rekstrarsamningur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. rennur út um næstu áramót. Lögð eru fram drög að nýjum samningi til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar menningarnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.2 1208003 Þjónustusamningur um bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012
    Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið og Bergþór Morthens kom í hennar stað.
     
    Fyrirtækið Bolli og beddi ehf hefur lagt fram drög að þjónustusamningi vegna almenningsbókasafns í Ólafsfirði þar sem fram kemur m.a. að afgreiðslustöð fyrir bókasafnið í Ólafsfirði flytji úr núverandi húsnæði í húsnæði þar sem BB rekur gistiheimili og kaffihús. Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur lagt fram nýjar upplýsingar og útfærsluleiðir fyrir afgreiðslu bókasafnins að beiðni menningarnefndar.
     
    Eftirtaldir aðilar setja fram eftirfarandi bókun:
     
    Bergþór Morthens, Arndís Erla Jónsdóttir, Ægir Bergsson og Guðmundur Gauti Sveinsson leggja til að gengið verði til samningagerðar við BB og þjónustusamningurinn verði útfærður í samráði við forstöðumann bókasafns. Ennfremur að kannað verði hvort þjónustusamningurinn standist innkaupareglur sveitarfélagsins.
     
    Ásdís Pálmadóttir óskar að bókað verði eftirfarandi:
     
    Ég harma það að selja eigi húsnæði bókasafnsins í Ólafsfirði og þar með leggja niður safnið í núverandi mynd.
     
    Það er ósk nefndarmanna að starfsmaður bókasafnsins í Ólafsfirði haldi 50% stöðu sinni sem bókavörður.
     
     
    Bókun fundar <DIV>Með afgreiðslu vísast til 270. fundar bæjarráðs sem 80. fundur bæjarstjórnar staðfesti með 7 atkvæðum.</DIV>
  • 8.3 1208088 Starfsmannamál í Tjarnarborg
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012
    Diljá Helgadóttir nýráðinn forstöðumaður Menningarhússins Tjarnarborgar hefur sagt upp starfi sínu.
     
    Bjarkey Gunnarsdóttir, Arndís Erla Jónsdóttir og Ægir Bergsson leggja til í ljósi aðstæðna að Elín Elísabet Hreggviðsdóttir verði ráðin forstöðumaður Tjarnarborgar tímabundið til 31. ágúst 2013 og vísa málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
     
    Formaður menningarnefndar bauð núverandi forstöðumanni að ræða ástæður uppsagnar sinnar og leita sameiginlegra lausna með fræðslu- og menningarfulltrúa, skólastjóra tónskólans, íþrótta- og tómstundafulltrúa, bæjarstjóra og formanni nefndarinnar en forstöðumaður ákvað að þiggja það ekki.
     
    Guðmundur Gauti Sveinsson og Ásdís Pálmadóttir láta bóka að þau telji að auglýsa eigi starfið strax og ráðið verði til framtíðar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Með afgreiðslu vísast til 270. fundar bæjarráðs sem 80. fundur bæjarstjórnar staðfesti með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 8.4 1209007 Stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012
    Menningarráð Eyþings vinnur nú að gerð stefnumótunar í menningarnálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings. Menningarráðið hefur farið þess á leit að sveitarfélagið svari spurningum sem nýtt verða í stefnumótunarvinnuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar menningarnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Breytingar á nefndarskipan

Málsnúmer 1209028Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingu á nefndarskipan :
Inga Eiríksdóttir verður varamaður T- lista í menningarnefnd í stað Bergþórs Morthens.
Helga Jónsdóttir, B - lista, verður aðalmaður í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Kristins Gylfasonar.
Ingvar Erlingsson, B-lista, verður varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Helgu Jónsdóttur.
Halldóra S. Björgvinsdóttir S-lista, verður aðalmaður í fræðslunefnd í stað Jakobs A. Kárasonar.

Jakob Ö. Kárason S-lista, verður varamaður í fræðslunefnd í stað Hilmars Þ. Elefsen.

 

Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkar nefndarmönnum vel unnin störf fyrir sveitarfélagið og óskar þeim velfarnaðar.

Fundi slitið - kl. 19:00.