Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012

Málsnúmer 1208011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 12.09.2012

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1208082 Rekstrarsamingur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. 2013-
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012
    Rekstrarsamningur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. rennur út um næstu áramót. Lögð eru fram drög að nýjum samningi til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar menningarnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1208003 Þjónustusamningur um bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012
    Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið og Bergþór Morthens kom í hennar stað.
     
    Fyrirtækið Bolli og beddi ehf hefur lagt fram drög að þjónustusamningi vegna almenningsbókasafns í Ólafsfirði þar sem fram kemur m.a. að afgreiðslustöð fyrir bókasafnið í Ólafsfirði flytji úr núverandi húsnæði í húsnæði þar sem BB rekur gistiheimili og kaffihús. Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur lagt fram nýjar upplýsingar og útfærsluleiðir fyrir afgreiðslu bókasafnins að beiðni menningarnefndar.
     
    Eftirtaldir aðilar setja fram eftirfarandi bókun:
     
    Bergþór Morthens, Arndís Erla Jónsdóttir, Ægir Bergsson og Guðmundur Gauti Sveinsson leggja til að gengið verði til samningagerðar við BB og þjónustusamningurinn verði útfærður í samráði við forstöðumann bókasafns. Ennfremur að kannað verði hvort þjónustusamningurinn standist innkaupareglur sveitarfélagsins.
     
    Ásdís Pálmadóttir óskar að bókað verði eftirfarandi:
     
    Ég harma það að selja eigi húsnæði bókasafnsins í Ólafsfirði og þar með leggja niður safnið í núverandi mynd.
     
    Það er ósk nefndarmanna að starfsmaður bókasafnsins í Ólafsfirði haldi 50% stöðu sinni sem bókavörður.
     
     
    Bókun fundar <DIV>Með afgreiðslu vísast til 270. fundar bæjarráðs sem 80. fundur bæjarstjórnar staðfesti með 7 atkvæðum.</DIV>
  • .3 1208088 Starfsmannamál í Tjarnarborg
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012
    Diljá Helgadóttir nýráðinn forstöðumaður Menningarhússins Tjarnarborgar hefur sagt upp starfi sínu.
     
    Bjarkey Gunnarsdóttir, Arndís Erla Jónsdóttir og Ægir Bergsson leggja til í ljósi aðstæðna að Elín Elísabet Hreggviðsdóttir verði ráðin forstöðumaður Tjarnarborgar tímabundið til 31. ágúst 2013 og vísa málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
     
    Formaður menningarnefndar bauð núverandi forstöðumanni að ræða ástæður uppsagnar sinnar og leita sameiginlegra lausna með fræðslu- og menningarfulltrúa, skólastjóra tónskólans, íþrótta- og tómstundafulltrúa, bæjarstjóra og formanni nefndarinnar en forstöðumaður ákvað að þiggja það ekki.
     
    Guðmundur Gauti Sveinsson og Ásdís Pálmadóttir láta bóka að þau telji að auglýsa eigi starfið strax og ráðið verði til framtíðar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Með afgreiðslu vísast til 270. fundar bæjarráðs sem 80. fundur bæjarstjórnar staðfesti með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .4 1209007 Stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 5. september 2012
    Menningarráð Eyþings vinnur nú að gerð stefnumótunar í menningarnálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings. Menningarráðið hefur farið þess á leit að sveitarfélagið svari spurningum sem nýtt verða í stefnumótunarvinnuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar menningarnefndar staðfest á 80. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.