Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

142. fundur 22. ágúst 2012 kl. 16:30 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir varamaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Sigríður V. Vigfúsdóttir varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Gangbraut við Aðalgötu 37, Ólafsfirði

Málsnúmer 1208045Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að gera nýja gangbraut, svokallaða zebra-gangbraut við Aðalgötu 37 á Ólafsfirði.

Rædd var fyrirhuguð staðsetning sem verður á móts við húsið Aðalgötu 37.

 

Erindi samþykkt.

2.Hundasvæði í Siglufirði

Málsnúmer 1208050Vakta málsnúmer

Núverandi svæði fyrir hundaeigendur þar sem þeir geta sleppt hundum sínum lausum er Hólsdalur. Eins og staðan er nú, er það svæði að mestu lokað fyrir umferð vegna framkvæmda við nýjan golfvöll og verður það næstu ár.

 

Nefndin bendir á að hægt er að fara með hunda í vestanverðan Skútudal vegna framkvæmda sem standa yfir í Hólsdal.

3.Hús og lóð við Suðurgötu 26 Siglufirði

Málsnúmer 1207070Vakta málsnúmer

Gunnar Trausti Guðbjörnsson sendir inn erindi er varðar húseign hans að Suðurgötu 26.

Bendir hann á að sennilega sé bráðnandi snjór úr snjóskafli ofan af Hverfisgötu farinn að grafa undan grunni hússins að Suðurgötu 26. Einnig telur hann að þrjár lóðir fylgi húsinu þó það sé búið að byggja á þeim öllum. Vill hann að Fjallabyggð grafi drenskurð vegna mögulegs vatns undan snjóskaflinum, afmarki/girði lóð hans, útbúi bílastæði og gangi frá tröppum sem liggja að húsinu. Einnig að rífa skúr ofan við húsið.

 

Nefndin hafnar framkomnu erindi.

4.Leyfi fyrir bráðabirgðaveg

Málsnúmer 1208029Vakta málsnúmer

Sólveig Rósa Sigurðardóttir óskar eftir leyfi fyrir lagningu bráðabirgðavegar frá lóð nr. 22 á Þverá að hestagerði í landi Kvíabekks vegna flutnings á húsi. Fyrirliggjandi er samþykki landeiganda.

 

Erindi samþykkt.

5.Lóðarleigusamningur, Þormóðsgata 30

Málsnúmer 1208041Vakta málsnúmer

Lagður er fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Þormóðsgötu 30 Siglufirði vegna minnkunar á lóðinni.

 

Erindi samþykkt.

6.Útlitsbreyting á Hólavegi 65

Málsnúmer 1208017Vakta málsnúmer

Kristján Sturlaugsson sækir um leyfi til útlitsbreytinga á fasteigninni Hólavegur 65 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1208052Vakta málsnúmer

Ragnar Ragnarsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám á hafnarsvæði Fjallabyggðar til nota fyrir rekstur útgerðar sinnar.

 

Erindi vísað til hafnarstjórnar.

8.Kvörtun vegna bílastæðaskorts við Apótekið á Siglufirði

Málsnúmer 1208037Vakta málsnúmer

Borist hefur kvörtun vegna bílastæðaskorts við Apótekið á Siglufirði. Dæmi eru um að bílum sé lagt upp á nærliggjandi gangstéttir.

 

Nefndin bendir á bílastæði við Ráðhústorg í þessu samhengi og að blómaker sem nú eru í bílastæðum verða fjarlægð í haust.

Fundi slitið - kl. 18:00.