Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

143. fundur 05. september 2012 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Framkvæmdaleyfi fyrir brú yfir Leyningsá

Málsnúmer 1208072Vakta málsnúmer

Valtýr Sigurðsson fyrir hönd Leyningsáss ses. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu nýrrar brúar yfir Leyningsá samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi teikningar berist.

2.Lóðarleigusamningur, Suðurgata 6

Málsnúmer 1208086Vakta málsnúmer

Sigurbjörn Pálsson eigandi fasteignarinnar að Suðurgötu 6 sækir um að fá helming lóðarinnar Suðurgötu 8 til stækkunar á lóðinni við Suðurgötu 6.

 

Erindi samþykkt.

3.Umsókn um leyfi fyrir bílastæði að Hávegi 5

Málsnúmer 1208078Vakta málsnúmer

Þórir Kr. Þórisson eigandi fasteignarinnar að Hávegi 5 sækir um leyfi til að gera bílastæði fyrir tvo bíla í suðvesturhorni lóðarinnar á mörkum lóðanna Hávegur 5 og Hávegur 7 samkvæmt meðfylgjandi teikningu og lýsingu. Fyrirliggjandi er samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

 

Erindi samþykkt.

4.Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu á hlöðu

Málsnúmer 1208071Vakta málsnúmer

Kjartan Smári Ólafsson sækir um leyfi til að byggja við hlöðu sína að Fákafeni 4 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Fyrirliggjandi er samþykki eigenda Fákafens 6 og 8.

 

Erindi samþykkt.

5.Ósk um leyfi til að flytja gamla húsið á Vatnsenda

Málsnúmer 1207074Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar byggingateikningar fyrir húsið á Vatnsenda sem verður flutt á lóð nr. 22 á Þverá.

Fundi slitið - kl. 18:00.